Skráning í Ský

Allir geta orðið félagar í Ský sem áhuga hafa á upplýsingatækni og eru allir velkomnir í félagið.
Hægt er að velja um félagsaðild sem fyrirtæki greiðir eða einstaklingar greiða sjálfir. Í báðum tilfellum er félagsaðild skráð á nafn þess einstaklings sem vill verða félagsmaður þ.e. fyrirtæki/stofnanir greiða fyrir ákveðna starfsmenn. 

Hvaða ávinningur er af því að vera félagi í Ský? 

  • Tækifæri til að tengjast öðrum í tölvugeiranum í fjölmennu tengslaneti Ský.
  • Lægri ráðstefnugjöld á ráðstefnur félagsins fyrir félagsmenn.
  • Áskrift að Tölvumálum, fagtímariti með efni tengdu tölvunotkun og upplýsingatækni.
  • Leið að faghópastarfi innan félagsins. 
  • Þáttaka í starfi ritnefndar og orðanefndar er opin öllum félagsmönnum
  • Aðstoð við stofnun faghóps innan félagsins. Hafi félagsmenn áhuga á að stofna faghóp eða tengslanet myndi félagið aðstoða við það.
  • Félagsmönnum er gefið tækifæri til að starfa í/með undirbúningsnefndum ráðstefna og funda félagsins. 
  • 10% afsláttur af námskeiðum hjá Opna háskóla HR.

 

Upplýsingar um félaga

Upplýsingar um félagsmann

Faghópaskráning

Hakaðu við ef þú vilt fylgjast með faghópum Ský

Greiðsluupplýsingar

Upplýsingar vegna reikningagerðar