Persónuvernd

Persónuverndarstefna Ský - DRÖG:

Félagið heldur utan um lágmarks persónuupplýsingar viðskiptavina. Upplýsingarnar eru eingöngu notaðar til að halda utan og viðburði og félagatal ásamt reikningagerð.
Upplýsingum er í engum tilfellum dreift til 3ja aðila.

Félagatal:
Félagsaðild er á einstaklinga og þarf því að hafa lágmarksupplýsingar um félagsmenn til að tryggja að um réttan einstakling sé að ræða. Einnig þarf að halda utan um hver er greiðandi félagsgjalds.

Upplýsingarnar sem um ræðir eru:
- kennitala einstaklings
- nafn einstaklings
- tölvupóstfang einstaklings
- kennitala greiðanda
- nafn greiðanda
- heimilisfang

Póstlisti:
Allir sem skrá sig á póstlista félagsins þurfa að gefa upp tölvupóstfang og nafn. Póstlista er ALDREI dreift til 3ja aðila og eingöngu notaður til að auglýsa starfsemi félagsins.  Allir sem skrá sig á viðburði félagsins fara sjálfkrafa á póstlista. Hægt er að segja sig af póstlistanum hvenær sem er með því að ýta á "afskrá" í fjöldapóstum.

Viðburðaskráning:
Helsta starfsemi félagsins felst í að halda fræðsluviðburði. Allir sem mæta á viðburði verða að gefa upp lágmarksupplýsingar svo ljóst sé hvaða einstaklingur er að skrá sig og hver er greiðandi. 

Tölvukerfi:
Tölvukerfi félagsins eru hýst í öruggu umhverfi hjá Advania og Origo. Þar er átt við bókhaldskerfi og alla vefi Ský.

 

 

 

----

Skv. lögum 2000 nr. 77 23. maí, 36 gr. um Persónuvernd á Skýrslutæknifélagið fulltrúa í stjórn Persónuverndar. Skipað er í stjórn af ráðherra í fjögur ár í senn.

Fulltrúar Skýrslutæknifélagsins síðustu árin hafa verið:

2016-2020:
Þorvarður Kári Ólafsson, aðalmaður
Jónas Sturla Sverrisson, varamaður

2012-2016:
Sigrún Gunnarsdóttir, aðalmaður
Þorvarður Kári Ólafsson, varamaður

2008-2012:
Magnús Hafliðason, aðalmaður
Sigrún Gunnarsdóttir, varamaður

2004-2008:

2000-2004:
Guðbjörg Sigurðardóttir, aðalmaður