Skip to main content

Upplýsingatækniverðlaun Ský

UT-verðlaunin eru heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi.
Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) veitir verðlaunin og eru þau að danskri fyrirmynd. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2010.

Kallað er eftir tilnefningum og geta allir sent inn tillögur en hver aðili getur aðeins sent inn eina tilnefningu í hverjum flokki og skulu tilnefningar vera rökstuddar í texta (ekki setja tengla hingað og þangað). 

SENDA TILNEFNINGU

Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Til viðbótar við UT-verðlaunin eru veitt verðlaun í nokkrum flokkum fyrir afrek síðasta árs:
          UT-Sprotinn
          UT-Stafræna opinbera þjónustan
          UT-Stafræna almenna þjónustan
          UT-Fyrirtækið í flokki stærri fyrirtækja > 50 starfsmenn
          UT-Fyrirtækið í flokki minni fyrirtækja < 50 starfsmenn
          UT-Fjölbreytileika fyrirmynd

Árlega skipar stjórn Ský valnefnd sem hefur sérþekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni. Valnefnd samanstendur af tveimur síðustu UT-verðlaunahöfum, fulltrúum háskóla, fulltrúa stjórnar Ský ásamt starfandi framkvæmdastjóra Ský. Valnefndin getur einnig sent inn tilnefningar.

Eftir að fresti til tilnefninga lýkur velur valnefnd þann aðila sem þykir skara framúr og skal hún vera einróma um valið og rökstyðja það vel.

Hægt er að senda inn tilnefningar hvenær sem er á netfangið sky@sky.is

Yfirlit yfir verðlaunahafa