englishflag

2018 UT-verðlaun Ský

Opið fyrir tilnefningar til til 1. mars 2018 

Upplýsingatækniverðlaun Ský: Heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Verðlaunin eru að danskri fyrirmynd og hafa verið veitt af Ský frá árinu 2010.

Tilnefningar
Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Allir geta sent inn tilnefningar í tölvupósti á sky@sky.is. Eftir að fresti til tilnefninga lýkur velur valnefnd þann aðila sem þykir skara framúr og skal hún vera einróma um valið og rökstyðja það vel.

Skilyrði tilnefninga:
Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Eftirtaldar upplýsingar þurfa að fylgja tilnefningum og þær sendar í tölvupósti á sky@sky.is:

1. Tilgreindu þann aðila sem þú telur að hafi skarað framúr á sviði upplýsingatækni og uppfyllir skilyrði tilnefninga:

2. Lýstu af hverju þú tilnefnir viðkomandi (hvert er afrekið) og hvernig hefur það sannað sig með afgerandi hætti. Mundu eftir að rökstyðja vel svo valnefndin eigi auðvelt með að taka afstöðu:

3. Nafn og tölvupóstfang þitt:

UT-verðlaun Ský árið 2018 verða afhent í 50 ára afmælishófi Ský í byrjun apríl
HÆGT ER AÐ SENDA INN TILNEFNINGAR TIL 1. MARS 2018.

FYRRI VERÐLAUNAHAFAR

(Ekki tilnefna þá aftur)

2017: Aðgerðagrunnur SarEye
2016: Skúli Eggert Þórðarson
          og embætti ríkisskattstjóra
2015: Hjálmar Gíslason 
2014: Rakel Sölvadóttir
2013: Hilmar Veigar Pétursson 
2012: Maríus Ólafsson 
2011: Reiknistofa bankanna 
2010: Friðrik Skúlason 

Val hvers árs er vel rökstutt af dómnefnd - sjá sky.is.

VALNEFND

Árlega skipar stjórn Ský valnefnd sem hefur sérþekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni.

Valnefnd samanstendur af tveimur síðustu verðlaunahöfum, fulltrúa frá samtökum upplýsingatæknifyrirtækja, fulltrúi háskóla, fulltrúi styrktaraðila, fulltrúi stjórnar Ský ásamt starfandi framkvæmdastjóra Ský.