Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Samnorræn ofurtölvu miðstöð á Íslandi (Nordic HPC)

Flagg1-150x143

Stofnanir ofurtölvusetra Danmörku, Noregs og Svíþjóðar hafa ákveðið að staðsetja samnorræna ofurtölvumiðstöð á Íslandi. Um er að ræða hluta af tilraunaverkefni til að skilja skipulag og tæknilegar áskoranir við sameiginleg innkaup, stjórnun og rekstur á afkastamiklum tölvu- og netkerfum í þágu vísinda. Einn mikilvægur þáttur þessa verkefnis er að ná fram verulega bættu hlutfalli verðs og afkasta háþróðaðrar reiknigetu fyrir vísindamenn sem vinna við vísidalega reikninga, hermun og líkangerð.


Ofurtölvu reikningar

Ofurtölvu reikningar (HPC) gera mögulega þróaða vísindalega reikninga, hermanir og líkangerð sem í vaxandi mæli er forsenda fyrir rannsóknum og uppfinningum sem eru grundvöllur í nútíma þekkingadrifnu hagkerfi. Aðgangur að ofurtölvu reikniafli er nauðsynlegt öllum
þjóðum sem hafa metnað í vísindum og framþróun. Gera má ráð fyrir að kostnaður við hýsingu og rekstur HPC kerfa á norðurlöndum sé ámóta og kosnaður við vélbúnaðinn sjálfan. Norðurlönd verja milljónum evra á hverju ári í orku fyrir HPC, sem gerir rekstrarkostnaðinn að lykilstærð við að hámarka hagkvæmni innviða HPC rekstursins.

Gardar3-300x129

Garðar (Vörður - hermaður sem verndar) er nafnið á nýju NHPC ofurtölvunni. Nafnið kemur úr Norræni goðafræði.

Helstu kennitölur

288 nodes
576 CPU
3456 total cores (35 TFLOPS)
70 TB storage, Infiniband interconnect
Two Front Nodes with 10 Gbit/s connection to NRENs
RHnet tengingar 2 x 10 Gbit/s
NORDUnet tengingar 10 Gbit/s til CPH 2,5 Gbit/s til London
4 Gbit/s til Canada 2 Gbit/s til New York

Græn orka

Umhverfisáhrif og CO2 fótspor er verulegt af rekstri upplýsingatækni. Á Íslandi er endurnýjanleg orka framleidd á hagkvæmu verði með vatnsafli eða jarðvarma með aðferðum sem eru CO2 væn. Vegna landfræðilegrar stöðu Íslands er ekki hagkvæmt að flytja afgangsorku til evrópu
óunna. Vélbúnaðinn má hinsvegar flytja með auðveldum hætti. Stafræn gögn má einnig auðveldlega flytja eftir nýlega uppsettu ljósleiðara kerfi NORDUnet milli Evrópu – Íslands – Canada – USA. Það er því skynsamlegast að byggja upp orkufrekann upplýsingatækni iðnað á Íslandi. Með því að staðsetja HPC á Ísland fást góðir kostir, græn endurnýjanleg orka, hagkvæm kæling og góður aðgangur að kerfunum.

VEl-300x200

Hér er Anil Thapa, NHPC hópstjóri að vinna við eina stæðuna

Samvinna, samnýting og fjárfestingar

Sameiginleg stórinnkaup og hagkvæm staðsetning búnaðar mun því verða góður kostur fyrir norðurlöndin. Mun meira fæst fyrir fjármunina í þágu vísindamannana sem nýta sér HPC, en einnig fæst dýrmæt reynsla og hæfni við fjarvinnslu með HPC og því flækjustigi sem fylgir samstarfi milli landa sem jafnvel nær út fyrir Norðurlönd. Sameiginleg innkaup geta leitt af sér HPC kerfi sem eru nógu stór til að ráða við reikniverkefni sem krefjast mikillar áskorunar í vísindum.

Tilraunaverkefnið fær 3 ár til að sanna gildi sitt (Proof of Concept) og hefur til ráðstöfunar 1 milljón evra, þar sem um 750 þúsund evrur eru notaðar til vélbúnaðarkaupa. Það kemur síðan í hlut Háskóla Íslands að hýsa og reka kerfið í samvinnu við Thor Data Center. Verkefnið hefur nokkur markmið bæði til lengri og skemmri tíma. Niðurstaðan verður að sýna að reksturinn sé hagkvæmur, þannig að reikniaflið sé ódýrara en ef þjóðirnar notuðu áfram þær aðferðir sem þær nota í dag.

Önnur markmið sem stefnt er að og fá reynslu af eru :
• Samnýta reikniafl milli landa með sameiginlegum innkaupum
• Mismunandi aðferðir milli landanna við innkaup á orku
• Leita að viðeigandi módelum fyrir skipulag, stjórnun, innkaup, rekstur, notkunn og sjóði sem eru samnýttir af mörgum löndum.
• Þetta innifelur öflun reynslu af rekstri með sameiginlega ábyrgð og skilnings á lagalegu umhverfi.
• Notkun á umhverfisvænum viðhorfum, svo sem endurnýjanlegri orku og góðri nýtingu sem gildi í rekstrinum
• Vera leiðandi í samvinnu milli landa í tölvuvísindum

Verkefnið er samvinna milli the Danish Center for Computing (DCSC), the Swedish National Infrestructure for Computing, UNINETT Sigma í Noregi og Háskóla Íslands. Reiknisamstæðan verður vistuð hjá Thor Data Center í Hafnarfirði. Nettengingar tölvuversins eru um Rannsókna og háskólanet Íslands til NORDUnet, sem er forsenda staðsetningarinnar á Íslandi.

leidsla-300x188

Forsenda staðsetningar á Íslandi, tenging RHnet við NORDUnet POP

Framtíðin

Takist tilraunaverkefnið vel, kemur til athugunar að skilgreina framhald fyrir innkaup og sameiginlegan rekstur sem er annað hvort of stór eða of sérhæfður fyrir hin einstöku lönd. Ef til vill má hugsa sér að vísindasamfélög þátttökulandana bjóði hágæða þjónustu og aðgang að reikniafli til sinna notenda, en hefðbundinn venjulegur rekstur og hýsing á tölvukerfum sé falin þeim sem geta boðið hakvæman rekstur án þess að það bitni á gæðunum.

Hlutverk Reiknistofnunar

Hlutverk Reiknistofnunar Háskóla Íslands er að leiða innkaupaferlið (Purchasing Group) og sjá um örútboð innan Rammasamnings Ríkiskaupa, leiða kerfisstjóra hópinn (System Administrator Group, SAG) og sjá um fjármálalegt jafnvægi rekstursins fyrir hönd HÍ. Reksturinn er fjármagnaður af styrkjum frá Háskóla Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneyti og vonandi Tækniþróunarsjóði Rannís. RHÍ sér um að aðstoða vísindamenn við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir. RHÍ sér einnig um samskipti við norrænu kerfisstjórana, starfsmenn Thor DC og aðra aðila sem að málinu koma. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Tölvunarfræðideild Verkfræði og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Hægt verður að sækja um aðgang að Íslenska hluta NHPC (Nordic High Performance Computing, nhpc.hi.is) frá 1. Mars 2012, en hann nemur 16% af reiknigetunni á ársgrundvelli. NHPC hefur þó rekstur í byrjun ársins 2012.

Sæþór L. Jónsson, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskóla Íslands – slj@hi.is