Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Samnorræn vinna við XML/UBL rafræna reikninga

Örn S. Kaldalóns, framkvæmdastjóri Icepro

Mönnum hefur orðið tíðrætt um það framtak Íslendinga að blanda sér í hóp Norðurlandanna við að vinna að sameiginlegum staðli rafrænna reikninga fyrir öll Norðurlönd. Við erum nú þátttakendur í vikulegum símafundum og mánaðarlegum vinnufundum erlendis, en vinnum að málinu þess á milli. Hvað knýr okkur áfram og hver er ávinningurinn af þessu öllu?

Viðtal við Hjálmar Gíslason hjá Spurl ehf um leitarvélina Emblu

,,Embla á að vera besta leitarvél á Íslandi um ókomin ár og stefnt er á útrás,” segir Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Spurl ehf.

Leitarvélin Embla sem hleypt var af stokkunum 1. nóvember sl. er samstarfsverkefni Spurl ehf., Orðabókar Háskóla Íslands og mbl.is.  Að sögn Hjálmars Gíslasonar, framkvæmastjóra Spurl ehf., er markmiðið að gera Emblu að mjög lifandi leitarvél, helst þannig að fréttir og dægurmálaumræða sé aðgengileg þar nánast um leið og hún gerist.  Tölvumál ræddi við Hjálmar um tæknina á bak við leitarvélina og framtíðarsýn en hann segir meðal annars að stefnt sé að því að gera Emblu að bestu leitarvél á Íslandi og að verið sé að kortleggja Evrópumarkaðinn.

Hvað er spunnið í opinbera vefi?

Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Sjá ehf

Úttekt á 245 vefjum hins opinbera

Verkefnisstjórn um rafræna stjórnsýslu í forsætisráðuneyti og  Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu fyrir því á árinu að allir vefir hins opinbera voru teknir út með tilliti til rafrænnar þjónustu. Úttektin nær til ytri vefsvæða 246 stofnana og sveitarfélaga. Var fyrirtækið Sjá ehf fengið til verksins og hafa niðurstöður nýverið verið kynntar. Úttekt af þessari stærðargráðu hefur ekki áður verið framkvæmd hérlendis.  

Það besta úr báðum heimum

Bent Vindmar, svæðisstjóra Avaya í Danmörku
(hefur áður birst í Fréttablaðinu og á nyherji.is)

Fyrir þá starfsmenn sem eru meira á ferðinni en á vinnustaðnum þyrfti að vera hægt að pakka skrifstofunni niður í eina einfalda, notendavæna og færanlega einingu. Svarið gæti verið SIP, sem sameinar það besta úr tveimur heimum, farsímatækni og IP-símtækni, meira að segja með skyndiskilaboð (instant messaging) í kaupbæti. Árangurinn felst í afkastameiri starfsmönnum sem vinna með skynsamari hætti. 

Upplýsingakerfi í heilbrigðisþjónustu

Benedikt Gunnar Ívarsson, ráðgjafi og kerfisfræðingur hjá EJS hf

Samskipti kerfa í heilbrigðisþjónustu  -  Vandamál ?
Á síðustu áratugum hefur tölvutækni og þáttur upplýsingakerfa í daglegum störfum fólks í heilbrigðisþjónustu vaxið gífurlega hratt.  Framleidd hafa verið hin ýmsu upplýsingakerfi sem þjóna hinum margvíslegu verkefnum sem bæði létta starfsfólki störf og auka öryggi og gæði þeirrar þjónustu sem sjúklingar njóta.  

Upplýsingasiðfræði

Ketill Berg Magnússon, MA í heimspeki, sérhæfður í vinnu- og viðskiptasiðferði og ráðgjafi á starfsmannasviði Símans.

Er meira leyfilegt í sýndarveruleika heldur en raunveruleika? Höfum við einhverjar borgaralegar skyldur þegar við ferðumst um á netinu á sama hátt og þegar við göngum niður Laugaveginn? Er eitthvað að því að hliðra sannleikanum á spjallrásum og merkir það að taka tónlist í leyfisleysi eitthvað annað en að stela þegar það gerist á netinu? Spurningar af þessum toga flokkast undir upplýsingasiðfræði og í þessum pistli er ætlunin að varpa örlitlu ljósi á þessa fræðigrein sem án vafa á eftir að verða meira áberandi á næstu misserum.

IBM BladeCenter

Helgi Magnússon, tæknilegur ráðgjafi í IBM netþjónum og gagnageymslum  hjá Nýherja. 

IBM BladeCenter er ný gerð tölvukerfis – infrastructure – sem farið hefur sigurför um heiminn síðast liðin misserin en IBM er með um 35% markaðshluteild í Blade á heimsvísu.  Öryggi og uppitími er í fyrirrúmi en ef einn íhlutur bilar þá tekur annar við og kemur í veg fyrir rekstrarstöðvun. Þá fylgist ,,Predictive Failure Analysis” kerfi með aflgjöfum, viftum, örgjörvum, minni, örgjörvaspennustýrieiningum og diskum þannig að stilla má kerfið að það sendir tölvupóst eða SMS með margs konar forvarnarvillum með eins til tveggja daga fyrirvara.  Þess ber að geta að ábyrgð á IBM BladeCenter og IBM Blade netþjónum nær yfir fyrrnefndar forvarnarvillur og er hlutum skipt út í ábyrgð áður en bilun á sér stað.

RSS vafri? - hvað er það?

Einar H. Reynis, ritstjóri Tölvumála

Þessari spurningu var varpað fram á heimasíðu félagsins nýverið í hluta af skoðanakönnun og þegar upp var staðið voru rúmlega 60% sem könnuðust ekki við skammstöfunina. Það er því alveg ærin ástæða til að kynna fyrirbærið aðeins nánar, og þá sérstaklega fyrir þeim sem eru virkilega fréttaþyrstir og fá aldrei nóg en komast ekki yfir að heimsækja áhugaverða staði.

Kerfisleiga og útvistun upplýsingatækni: Hagkvæm lausn fyrir stóra sem smáa

Kristján Brooks, sölustjóri hjá Skýrr hf

Í greinarkorni þessu verður leitast við að útskýra hvers vegna útvistun upplýsingatækni, til dæmis með ASP-kerfisleigu, getur verið hentugur kostur þegar kemur að því að bæta  hagræði í rekstri og auka áherslu fyrirtækja á kjarnastarfsemi sína og helstu styrkleika.

 

Er tækifærið glatað? Mikla-Breiðband Íslands

Jóhann Gunnarsson sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu

Á fjarskiptaþingi 1. febrúar 2001 lýsti ég þeirri skoðun minni að Íslendingar ættu þá þegar að setja stefnu á fjarskiptanet sem flutt gæti 100 mb/s til hvers einasta notanda og jafnhratt frá honum. Til þess að hrinda slíkri langtímaáætlun í framkvæmd þyrfti samstillt átak ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja. Ég er enn sama sinnis nema nú ætti að tífalda bandbreiddarkröfuna, stilla betur saman strengi og flýta framkvæmdum.