Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Upplýsingatækni skiptir ekki máli?

Magnús Ívar Guðfinnsson, Gæðastjórnun Símans

Nú eru liðin um 25 ár síðan upplýsingatæknin (UT) spratt fram í núverandi mynd með tilkomu einkatölvunar.  UT hefur þegar slitið barnsskónum og unglingsárin virðast vera að baki og því nauðsynlegt að fyrirtæki hlúi betur að UT til að hámarka ávinning af tækninni fyrir starfsemina.  Í flestum fyrirtækjum er umfang fjárfestinga í UT sem og rekstrarkostnaður talsverður.  Undanfarna áratugi hefur aukin framlegð í rekstri fyrirtækja verið byggð UT-fjárfestingum.  UT vegur þungt í rekstrarumhverfinu í dag og ljóst að stjórnendur geta ekki lengur umgengist UT eins og unglinginn á heimilinu – utangáta og afskiptalausan - heldur er brýnt að samtvinna UT-þáttinn annarri starfsemi fyrirtækisins. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar greinar sem birtist í maí hefti Harvard Business Review í fyrra um vægi UT fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins.  Almennt hefur verið talið að öflugt UT-kerfi gerði gæfumuninn í samkeppninni, en í dag hafa flest fyrirtæki aðgang að UT-kerfum á markaði og því ekki nægilegt að fjárfesta í UT-tækninni sem slíkri heldur byggist samkeppnisforskot fyrirtækisins einnig á öðrum þáttum í starfseminni.

Með VPN í farteskinu

Halldóra Matthíasdóttir, markaðstjóri hjá Opnum Kerfum

Undirrituð fór í frí til Flórída í sumar, sem er ekki í frásögur færandi nema sökum þess að samferðarmenn fengu oft á tilfinningunni að þeir væru enn á Íslandi. Við bjuggum í heimahúsi sem hafði ADSL tengingu og gátum þar með tengst Internetinu. Í farteskinu var fartölva og heyrnartól með hljóðnema sem var hægt að tengja beint við tölvuna.

Öldungadeild Ský stofnuð

Halldór J. Garðarsson, Nýherji

Sagan skráð á meðan heimildarmennirnir eru enn til staðar
Stofnuð hefur verið Öldungadeild Skýrslutæknifélags Íslands – Ský – sem hefur m.a. það markmið að taka saman sögu tölvuvæðingar á Íslandi á meðan þeir eru enn til frásagnar sem upplifðu hana, segir Örn Kaldalóns, félagi í öldungadeildinni.  ,,Tilgangur og verkefni faghópsins er varðveisla sögulegra gagna og heimilda, í hvaða formi sem er, um vélræna gagnavinnslu og notkun upplýsingatækni á Íslandi. Þetta felur meðal annars í sér að skrá sögu upplýsingatækninnar og að stuðla að því að varðveittur verði búnaður sem þýðingu hefur fyrir söguna."

 

Markaðssetning á Internetinu

Kristján Már Hauksson, deildarstjóri Internet markaðsdeild ecSoft

Með vaxandi  notkun Internetsins hefur mikilvægi vefleitarvéla orðið æ ljósara.  Þegar stjórnendur fyrirtækja upplifa að vaxandi hluti fyrirspurna, og jafnvel uppruni viðskiptatækifæra, á rætur sínar að rekja til Internetsins rennur yfirleitt upp sú staðreynd að fyrirtæki gætu gert mun betur á Netinu, enda yfirleitt um afar vannýtt tækifæri að ræða.

Upplýsingatækni og gæðastjórnun samkvæmt ISO 9000

Sveinn V. Ólafsson, verkfræðingur hjá Staðlaráði Íslands

Í lok ársins 2002 höfðu verið gefin út um 560.000 vottorð um heim allan fyrir gæðakerfi fyrirtækja sem eru í samræmi við IS0 9000 staðlana. Um þrír tugir íslenskra fyrirtækja hafa fengið gæðakerfi sín vottuð samkvæmt ISO 9001. Það er frekar lág tala miðað við það sem gerist í Vestur-Evrópu. Reikna má með að breyting verði þar á, því  fjöldi þeirra fyrirtækja í öllum greinum atvinnulífsins sem fá gæðakerfi sín vottuð eykst hröðum skrefum.

Nýjasta útgáfan af ISO 9000 gæðastjórnunarstöðlunum er svonefnd 2000-sería, sem kom út í íslenskri þýðingu hjá Staðlaráði Íslands árið 2001. Mikil vinna var lögð í að gera þá sem best úr garði. Staðlarnir hafa verið stokkaðir upp og texti þeirra og framsetning er skilmerkilegri og aðgengilegri en áður var.

Rafræn skilríki og tilraunaverkefni fjármálaráðuneytisins

Ragnar Gunnar Þórhallsson, deildarstjóri á stjórnsýslusviði hjá tollstjóranum í Reykjavík

Í þessari grein er leitast við að kynna rafræn skilríki fyrir nýliðum á því sviði og sagt er frá tilraunaverkefni fjármálaráðuneytisins og nokkurra ríkisstofnana um lausnir, útgáfu og notkun rafrænna skilríkja. Skilríkin eru m.a. ætluð viðskiptavinum stofnana vegna samskipta við stofnanir í gegnum vefþjónustur og með tölvupósti.

Vefgáttir eru næsta kynslóð skjáborðsins

Viktor Vigfússon, deildarstjóra IBM hugbúnaðarlausna hjá Nýherja.
(Greinin hefur áður birst í tímaritinu Tölvuheimi)

Hvert er þitt raunverulega vinnusvæði og hvernig styður það við þín daglegu störf? Hjá stórum og vaxandi fjölda starfsmanna er skjáborð tölvunnar og þau verkfæri sem þar birtast mun mikilvægari en hið efnislega vinnusvæði. En hversu skilvirkt er þetta vinnusvæði nútímans með hliðsjón af þeim möguleikum sem tæknin býður? Reynslan sýnir að þegar starfsmenn þurfa að nota aðskilin og ólík kerfi reynist oft erfitt að henda reiður á hvaða upplýsingar eru hvar, hvernig best sé að nálgast þær, hvernig þægilegast sé að vinna með upplýsingarnar eða miðla þeim. Oft fer verulegur tími í að ferðast á milli kerfa og finna réttu gögnin en með vefgáttum (e. portals) er lagður grunnur að aukinni skilvirkni með því að gera hverjum notanda kleift að fá aðgang að öllum kerfum, upplýsingum, fólki og ferlum sem hann þarfnast í gegnum eitt samræmt vefviðmót.

Fjarskipti inni á heimilum - Heimanet

Sæmundur E. Þorsteinsson, Nathan Ólafur Richardsson og Halldór Matthías Sigurðsson

 

Notkun internetsins til miðlunar hvers kyns skemmtiefnis hefur vaxið mjög á undanförnum misserum. Margir nýta sér öflugar kóðunaraðferðir eins og mp3 til að geyma tónlist á tölvum og senda hana milli staða. Með þessari tækni getur fólk nú notið tónlistar á fleiri stöðum og auðveldari hátt en áður.

Framtíðin í netþjónum: BladeSystem

Gunnar Þór Friðleifsson, viðskiptastjóri á Sölusviði Opinna kerfa ehf.

BladeSystem er næsta skref í þróun netþjóna. BladeSystem uppbyggingin skilar lægri kostnaði tengdum plássleysi og rafmagnseyðslu, fækkun net og rafmagnssnúra, engin fjöltengi (PDU) færri hitavandamálum, einfaldari stjórnun og lægri rekstrarkostnaði. Jafnframt býður lausnin upp á meiri sveigjanleika og einfaldleika en áður hefur þekkst.

Staða íslenskrar tungutækni

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku, Háskóla Íslands

Tungutækniátaki menntamálaráðuneytisins lauk formlega um síðustu áramót og í tilefni þess verða hér rifjuð upp nokkur atriði úr tungutækniskýrslu ráðuneytisins frá 1999 og athugað hvað áunnist hefur á þeim sex árum sem liðin eru síðan henni var skilað.