Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Bylting í aðgengi að íslensku táknmáli

Hjörtur H. Jónsson, formaður Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra

 

Ytri aðstæður skipta miklu máli þegar einhver er greindur heyrnarlaus innan fjölskyldu og er oft það sem krefst mestrar athygli í upphafi. Til lengri tíma litið er þó mun mikilvægar að búa honum eðlilegt félagslegt umhverfi og aðstæður til þroska, ekki síst ef um barn er að ræða. Forsenda slíks er að viðkomandi einstaklingur geti átt samskipti við sína nánustu á þægilegan og merkingabæran hátt, en í því sambandi er tungumálið, þ.e. táknmálið, lykilatriði. Samskiptin standa í raun og falla með því að aðrir í fjölskyldunni nái að tileinka sér það mikið í táknmáli að það standi samskiptum ekki fyrir þrifum.

Engar hraðahindranir, takk!

Þorsteinn J. Vilhjálmsson, fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um góða Vefstjórnun 2.mars 2005 

Þessi grein er unnin upp úr fyrirlestri sem haldinn var á ráðstefnu um góða vefstjórnun sem haldin var 2.mars síðstliðinn; Ég ætla aðeins að ræða reynslu mína og hugmyndir um myndvæðingu netsins, sem mér finnst vera jafn stórt stökk og að taka barn af leikskólanum Grænuborg og innrita það í heimspeki í Háskólanum. Ég ritstýri núna hlut á netinu, sem ég kalla sjónvarpstímarit. Í mínum huga eru að opnast mjög miklir möguleikar hvað varðar hreina fjölmiðlun og dreifingu myndefnis á netinu góða.

Netforrit Bændasamtaka Íslands

Jón Baldur Lorange og Þorbergur Þ. Þorbergsson

Bændasamtök Íslands hafa yfir að ráða mjög umfangsmiklum gagnagrunnum fyrir flest búfjárkyn og afurðir þeirra. Gögnum vegna sauðfjárskýrsluhalds var farið að safna í miðlægan gagnagrunn í kringum 1970 svo dæmi sé tekið. Bændasamtökin mótuðu þá stefnu fyrir um sex árum síðan að koma öllum skýrsluhaldsgagnagrunnum yfir á netið til að auka aðgengi að upplýsingum. Forsendur þess að þetta væri unnt voru annars vegar uppfylling á alþjónustukvöðinnni í fjarskiptalögum sem m.a. átti að tryggja “viðunandi” gagnaflutningstengingu fyrir alla landsmenn og annars vegar að unnt væri að finna rétta þróunarverkfærið. Í þessari grein verður fjallað um ávinning og kröfur til netforrita, hvaða tæknihögun varð fyrir valinu, netforrit Bændasamtakanna sem hafa verið þróuð og að síðustu komið inn á samstarf við Símann um uppbyggingu á ISDN um landið.

Lægri kostnaður og skilvirkari þjónusta

Þorvaldur Finnbogason, viðskiptastjóri hjá Nýherja

Vöxtur IP tækninnar hefur verið mikill á undanförnum árum þar sem hún gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að samnýta gagnaflutningssambönd fyrir tal og tölvugögn, og þannig að lækka kostnað, auka sveigjanleika og bæta þjónustu gagnvart viðskiptavinum. Til að mynda hentar IP tæknin fyrirtækjum með dreifða starfsemi afar vel þar sem starfsmaður á ferð innanlands eða erlendis getur tengst IP símkerfi fyrirtækisins með einfaldri Internettengingu og þar með sparað símakostnað.