Sjálfvirknivæðing í heilbrigðisþjónustu

 

Verð
Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
Utanfélagsmenn: 13.500 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.

Matseðill
Bakaður þorskur með kryddskel, blönduðu grænmeti, kartöflusmælki og hvítvínssósu
Kaffi/te og sætindi á eftir

Skrá mig

Hefur óskin „Æ, getur ekki einhver annar gert þetta?“ loksins ræst? Hvernig gengur okkur að nýta tæknina til að útrýma tímafrekum og handvirkum ferlum og hver eru næstu skref í sjálfvirknivæðingu? Hvað höfum við lært fram að þessu og hvað ber að varast? Fyrirlesarar dagsins fjalla um áhugaverð og raunhæf verkefni sem eru vel á veg komin.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Heilsutækniklasinn
Heilsutækniklasinn er vettvangur til að auka nýsköpun og almennt samstarf í íslenskum heilbrigðismálum á sviði heilsu- og líftækni, þar sem ólíkir aðilar vinna saman að framgangi nýrrar tækni og lausna fyrir samfélagið.
Freyr Hólm Ketilsson, Heilsutækniklasinn

12:30   Heilsueflandi móttökur í heilsugæslu – þjónusta við aldraða og fólk með langvinnan heilsuvanda
Jórlaug Heimisdóttir, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu

12:50   HeilbrigðisTal
Tölum um þau tækifæri sem eru á næsta leiti fyrir íslenska heilbrigðisgeirann að nýta máltækni í sinni starfsemi.
Eydís Huld Magnúsdóttir, Tiro

13:10   Sjálfvirknivæðing í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Með hækkandi meðalaldri þjóðar og hlutfallslega fækkandi heilbrigðisstarfsfólki eykst þjónustuþörf og augljóst er að grípa verði til ráðstafana. Reykjavíkurborg setti á laggirnar Velferðartæknismiðju árið 2018 til þess að sjá um prófanir og innleiðingu á tæknilausnum til að styðja við þjónustu heimaþjónustunnar, sem eina leið til að bregðast við aukinni þjónustuþörf. Lyfjaskammtarar eru ein þessara tæknilausna og hafa þeir hafa verið í prófunum undanfarna mánuði.
Þorbjörg Þórhildur Snorradóttir, Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar

13:30   Stafræn vegferð HSN
HSN er dreifstýrð stofnun á öllu Norðurlandi. Því höfum við stjórnendur ákveðið að veðja á stafræna þróun. Hluti af þeirri þróun er að færa ýmis verk í stafræna vinnslur og um leið að einfalda ferla, staðla og auka gæði gagna. Stofnunin hefur nú þegar útbúið talsvert af ferlum og er með marga aðra á teikniborðinu. Margir ferlar gagnast öðrum stofnunum ríkisins beint með smávægilegri aðlögun.
Þórhallur Harðarson, fjármála- og stoðsvið HSN

13:50   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Frey Hólm Ketilsson, Heilsutækniklasinn

Skrá mig

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is