Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Hvað er upplýsingatækni

 

Hvað er upplýsingatækni?

Upplýsingatækni fjallar um þætti sem lúta að skráningu, meðhöndlun,vinnslu og framsetningu gagna og upplýsinga sem notuð eru á flestum sviðum samfélagsins þar sem unnið er með gögnin með aðstoð tækninnar.

"Með hugtakinu upplýsingatækni er vísað í það að beitt er ákveðinni tækni við gagnavinnslu og með hugtakinu tækni er átt við tölvutækni, fjarskiptatækni og rafeindatækni” (Menntamálaráðuneytið. 1996. bls. 13).

 

Nám og störf í upplýsingatækni eru fjölbreytt og henta konum ekki síður en körlum.

Störfin eru margvísleg og fæstir sitja langtímum einir við tölvu og forrita heldur vinna við skapandi verkefni í samvinnu við notendur, viðskiptavini og samstarfsmenn.

Störfin krefjast því m.a. samskiptahæfileika, skipulagshæfileika, samvinnu og góðrar þekkingar á tækninni.

 

Vinnuhópar

Eftirfarandi vinnuhópar voru settir á legg í september 2005:

Skemmtihópur

Fræðslu-og hvatningarhópur

Tölfræðihópur

Rithópur

 

Í vinnuhópunum starfa :

Skemmtihópur   

Fræðslu- & hvatningarhópur

Tölfræðihópur

Rithópur

Laufey Bjarnadóttir

Anna Ingólfsdóttir

Birna Guðmundsdóttir

Auður Sigr. Kristinsdóttir

Margrét Ásgeirsdóttir

Auður Ösp Jónsdóttir

Hólmfríður Pálsdóttir

Alda Karen Svavarsdóttir

María Guðnadóttir

Birna Íris Jónsdóttir

Halla Einarsdóttir

Barbara Ósk Ólafsdóttir

Marta K. Lárusdóttir

Guðrún Bjarnadóttir

Laufey Hannesdóttir

Erla Rós Gylfadóttir

 

Jóna Pálsdóttir

Rósa Ólafsdóttir

Gyða Einarsdóttir

 

Kristín H. Guðmundsd.

Þóra Halldórsdóttir

 

 

Sigrún E. Ármannsdóttir

 

 

 

Sólveig H.Sigurðardóttir

 

 

 

Þórunn Óskarsdóttir

 

 

 

Markmið UT-tölfræðihópsins:

Að stuðla að því að fjölga konum í upplýsingatækni í íslensku samfélagi með því að safna og vinna úr gögnum sem geta sagt betur til um hverjar eru orsakir sífelldrar fækkunar kvenfólks á sviði upplýsingatækniundanfarin ár.

 

Fyrsta skrefið er að taka saman það sem til er og safna viðbótar-upplýsingum frá Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur og Háskólanum á Akureyri, um nemendur í upplýsingatækni sbr.hér að neðan..

  

  • Nemendur sem innritast í framhaldsnám í upplýsingatækni, hvaða ár, frá hvaða framhaldsskólum, hvaða brautum, einkunnir úr framhaldskóla, aldur, kyn  
  • Nemendur sem útskrifast úr framhaldsnámi í upplýsingatækni, hvaða ár, hvaða gráða (BS, MS, Doktor),  hvaða brautum, hvaða kúrsa þeir tóku, einkunnir, aldur, kyn 
  • Fá upplýsingar um fjölda kvenna vs. karla sem innritast í framhaldsnám í upplýsingatækni.

  

 Þeir sem hafa gögn undir höndum eða sem hópurinn getur haft samband við, til að hjálpa til við öflun ofangreindra upplýsinga, eru vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram við Hólmfríði Pálsdóttur.