Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

2020 Tölvumál

Nú eru spennandi tækifæri framundan til að skrifa grein í Tölvumál. Næsta blað kemur út nú í haust og er þemað heilsa og tækni í víðu samhengi, helstu straumar og stefnur, hvað er verið að gera, hvað gengur vel, hvað ekki og hvað er framundan. Tökum líka við greinum um annað efni.

Skilafrestur greina er til og með 1. september!

Endilega sendu áhugaverða grein á asrun@ru.is Ásrún Matthíasdóttir sem einnig veitir allar upplýsingar um greinaskrif og svo eru líka leiðbeiningar hér.

2020 Lagabreytingar

Tillögur að breytingum á samþykktum faghópa

Lagt er til að í öllum samþykktum hópa verði vísun í reglur um faghópa Ský sem vistaðar eru á vef Ský og teknar út þær greinar sem snúa að þessum almennu reglum s.s. um stjórn, félaga og ársfund.


Reglur Ský um faghópa

Faghópar starfa í samræmi við markmið Ský og einungis félagar geta skráð sig í faghópa félagsins.

Faghópar Ský starfa á afmörkuðum sviðum og skapa félögum vettvang til kynninga, skoðanaskipta og framkvæmda. Félagsmönnum er heimilt að stofna nýja faghópa í samráði við skrifstofu Ský.

Hóparnir starfa sjálfstætt í samstarfi við skrifstofu Ský sem veitir aðgang að margvíslegri sérþekkingu, erlendum tengslum og aðstöðu. Skrifstofa Ský annast m.a. umsýslu viðburða, póstlista, vefsíðu og fleira tengt starfi faghópanna. Þurfi faghópur á fjármunum að halda til ákveðinna verkefna skal þeirra aflað í samráði við skrifstofu Ský.

Aðalfundur Ský er ársfundur allra faghópa. Stjórn faghóps skilar skýrslu um starf sitt til Ský fyrir aðalfund Ský og kynnir þar skýrslu sína fyrir líðandi starfsár.

Breytingar á samþykktum faghópa skulu fylgja sömu reglum og um breytingar á félagssamþykktum Ský.

Stjórn faghóps er kjörin á aðalfundi Ský til eins árs í senn og er skipuð fimm til átta einstaklingum sem útnefna formann innan sinna raða og skipta með sér verkum eftir þörfum. Samsetning stjórnar skal endurspegla sem best fjölbreytni, þekkingu og fagsvið félaga faghópsins. Hlutverk stjórnar er að vinna að markmiðum faghópsins með því að standa fyrir ýmsum viðburðum a.m.k. einum stórum á ári auk minni og óformlegri viðburða ásamt því að skrifa greinar í Tölvumál tengdum málefnum faghópsins.

Félögum er óheimilt að tjá sig á opinberum vettvangi í nafni faghópsins nema með samþykki stjórnar hans.

Faghópum er heimilt að víkja frá þessum reglum ef það er samþykkt á aðalfundi.

 


Yfirlit yfir samþykktir faghópa eftir breytingu:


Fjarskiptahópur, faghópur Ský um fjarskiptamál

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Fjarskiptahópur Ský er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • Að breiða út þekkingu á fjarskiptum og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra
 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um fjarskiptamálefni og efla tengsl milli þeirra sem áhuga hafa á sviðinu
 • Að stuðla að góðu siðferði við notkun fjarskipta
 • Að styrkja notkun íslenskrar tungu við umfjöllun um fjarskipti
 • Að koma með tillögur til stjórnar Skýrslutæknifélagsins um stefnumörkun þess á sviði fjarskipta og vera málsvari þess um fjarskiptamálefni
 • Að vinna með fulltrúa félagsins í fjarskiptaráði

 


Fókus, faghópur Ský um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Fókus er faghópur Ský um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu og starfar eftir reglum félagsins um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið Ský og felast m.a. í:

 • Að vekja athygli á hlutverki upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu, sérstaklega hvað varðar gæði þjónustu, öryggi sjúklinga og hagræðingu í rekstri.
 • Að breiða út þekkingu á og stuðla að skynsamlegri notkun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.
 • Að auka samstarf og skilning á milli mismunandi hópa fagfólks í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.
 • Að skapa þverfaglegan vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félaga í hópnum svo og félagsmanna í Skýrslutæknifélagi Íslands.
 • Að koma fram opinberlega fyrir hönd fagfólks í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.
 • Að stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.
 • Að styrkja rannsóknir, menntun og þróunarstarf í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.
 • Að stuðla að samstarfi við félög í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum.
 • Að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.

3. gr.
Faghópurinn stendur m.a. fyrir heilbrigðisráðstefnunni sem haldin er einu sinni á ári.

 


Faghópur Ský um hagnýtingu gagna

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Faghópur Ský um hagnýtingu gagna er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Áhersla hópsins er á gögn og hagnýtingu þeirra. Með því er átt við öflun gagna, varðveislu þeirra, umsjón, öryggi, úrvinnslu og framsetningu. Markhópurinn er allir þeir sem tengjast umsjón og notkun gagna s.s. eigendur og ábyrgðarfólk gagna, tæknifólk og notendur.

Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í: 

 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hin ólíku svið hagnýtingu gagna
 • Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar milli fyrirtækja og einstaklinga
 • Að efla tengslamyndun jafnt innan geirans sem út fyrir hann
 • Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku í hagnýtingu gagna
 • Að stuðla að vandaðri málnotkun

 


Faghópur Ský um hugbúnaðargerð

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Hugbúnaðarhópur Ský er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hin ólíku svið hugbúnaðargerðar.
 • Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar milli hugbúnaðarfyrirtækja.
 • Að efla tengslamyndun jafnt innan hugbúnaðargeirans sem út fyrir hann, s.s. skóla og almennra fyrirtækja og stofnanna.
 • Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku í hugbúnaðargerð.
 • Að leitast við að efla notkun íslenskrar tungu við umfjöllun um hugbúnaðargerð.

3. gr.
Faghópurinn stendur m.a. fyrir hugbúnaðarráðstefnunni sem haldin er einu sinni á ári.

 


Faghópur Ský um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Faghópur Ský um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um menntun og fræðslumál í tölvugeiranum
 • að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar milli atvinnulífsins, skóla og stjórnvalda
 • að hvetja til fræðistarfa um UT
 • að efla tengslamyndun jafnt innan fagsins sem út fyrir það, s.s. skóla og almennra fyrirtækja og stofnana
 • að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku í UT-menntun
 • að leitast við að efla notkun íslenskrar tungu við umfjöllun í menntun og fræðslu
 • að auka gæði og framboð í tölvumenntun á öllum skólastigum
 • að auka vitund um hlutverk og nýtingu UT í námi og störfum

 


Faghópur Ský um rafræna opinbera þjónustu

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Faghópur Ský um rafræna opinbera þjónustu er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast meðal annars í:

 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um rafræna opinbera þjónustu.
 • Að auka samvinnu opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, í því skyni að stuðla að samræmdu heildarskipulagi í rafrænni þjónustu.
 • Að stuðla að aukinni fræðslu um rafræna þjónustu, möguleika, hagræðingu og framþróun í takt við nýja tíma.

3. gr.
Æskilegt er að ríki, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki eigi fulltrúa í stjórninni í sem jöfnustum hlutföllum.

 


Faghópur Ský um rekstur tölvukerfa

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Faghópur Ský um rekstur tölvukerfa er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hin ólíku svið í rekstri tölvukerfa
 • Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar
 • Að efla tengslamyndun jafnt innan fagsins sem út fyrir það, s.s. skóla og almennra fyrirtækja og stofnanna
 • Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku
 • Að auka gæði í högun, innleiðingum og rekstri
 • Að auka skilning á mikilvægi rekstrar
 • Að auka þekkingu og skilning á vélbúnaði og tækni

 


Vefstjórnunarhópur, faghópur Ský um vefstjórnun

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Vefstjórnunarhópur Ský er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hin ólíku svið vefstjórnunar
 • Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar
 • Að efla tengslamyndun jafnt innan vefgeirans sem út fyrir hann
 • Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku í vefstjórnun
 • Að stuðla að vandaðri málnotkun
 • Að auka gæði í högun, innleiðingum og rekstri

 


Öryggishópur, faghópur Ský um öryggismál

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Öryggishópur Ský er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • Að stuðla að bættu öryggi og öryggisvitund í fjarskipta- og upplýsingatækni.
 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um öryggismál og efla tengsl milli þeirra sem starfa á sviðinu og hafa áhuga á því.
 • Að stuðla að góðu siðferði í tengslum við upplýsingaöryggi.
 • Að efla notkun íslenskrar tungu við umfjöllun um öryggismál.
 • Að vera öðrum samtökum og faghópum innan handar við að auka öryggisvitund.
 • Að koma með tillögur til stjórnar Skýrslutæknifélagsins um stefnumörkun þess á sviði upplýsingaöryggis og vera málsvari þess um öryggistengd mál.
 • Að vinna með fulltrúa félagsins í fjarskiptaráði í tengslum við öryggismál.

 


2020 UT-verðlaun Ský fréttatilkynning

Marel hlaut í dag UT-verðlaun Ský 2020 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í lok UTmessunnar í Hörpu í dag. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin í ár og tók Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir forstjóri Marel á Íslandi við verðlaunagripnum, sem er glerlistaverk eftir Ingu Elínu.

MAREL

Í rökstuðningi valnefndar segir:
“Marel hefur verið framarlega í tækni frá stofnun. Fá íslensk tæknifyrirtæki eiga sér jafn langa og árangursríka sögu og Marel og framlag fyrirtækisins til þjóðfélagsins alls er óumdeilt.”

Marel er í dag í fararbroddi í þróun hátæknibúnaðar sem notaður er til vinnslu á kjöti, kjúklingi og fiski, allt frá slátrun til pökkunar. Uppbygging Marel hefur verið einstök og skilað félaginu í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Fyrirtækið hefur nú þróast í alþjóðlegt fyrirtæki með 6.500 starfsmenn og starfsstöðvar í 33 löndum.


Marel hefur allt frá upphafi nýtt upplýsingatækni í þróun sinni og framleiðslu, nýtt gögn til að hámarka afköst og nýtingu sinna viðskiptavina, og unnið náið með matvælaframleiðendum að auknum afköstum, sjálfvirknivæðingu og hámarksnýtingu verðmæts hráefnis.

Óhætt er að segja að nýsköpun og tækni hafi einkennt Marel frá fyrstu tíð. Fyrirtækið ver að jafnaði 6% af heildartekjum í nýsköpun árlega, eða sem samsvaraði 74 milljónum evra árið 2018. Þetta hefur skilað sér í öflugri vöruþróun og undanfarin ár hefur Marel verið  brautryðjandi í innleiðingu nýrrar tækni í matvælaiðnaði, t.d. sýndarveruleika, gervigreind og „internet of things” gagna- og rekjanleikalausnum.

Þrátt fyrir mikinn vöxt og aukin umsvif byggir Marel enn á sömu hugmyndafræði og þegar félagið var stofnað af hópi frumkvöðla við Háskóla Íslands fyrir 40 árum síðan. Frumkvöðlarnir vildu auka verðmæti og nýtingu í íslenskum sjávarútvegi og þróuðu til þess fyrstu rafeindavogina fyrir fiskvinnslu. Frumkvöðlarnir trúðu því að með upplýsingatækni og hugviti væri hægt að minnka sóun og auka nýtingu og nú 40 árum síðan starfar félagið ennþá með þessa sýn að leiðarljósi.

Marel starfar á öflugum og mikilvægum vaxtarmarkaði en samkvæmt tölum frá FAO er talið að eftirspurn eftir matvælum muni aukast um að minnsta kosti 50% á næstu 30 árum með auknum fólksfjölda og þéttbýlisvæðingu. Þörfin til að framleiða matvæli á sjálfbæran og öruggan hátt hefur aldrei verið meiri og telur Marel mikil tækifæri framundan til að auka nýtingu enn frekar, draga úr sóun, auka gæði og öryggi matvæla og stuðla að sjálfbærni í matvælavinnslu.  Þetta verkefni verður aðeins leyst með tækni og nýsköpun og það er stóra verkefni Marel á næstu misserum.  

Jafnframt veitti forseti Íslands þrenn önnur verðlaun við þetta tækifæri;  UT-stafræna þjónustan, UT-sprotinn og UT-fyrirtæki ársins.

UT-fyrirtæki ársins 2019 er Meniga. Meniga kerfið hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 80 fjármálastofnunum um allan heim og er hann aðgengilegur yfir 65 milljón manns í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu bankar heims.

KO7A1141

Kara Connect hlaut verðlaunin Stafræna þjónustan 2019 fyrir aðgengi að hjálp í heilbrigðisgeiranum. Kara er veflausn sem tengir skjólstæðinga og sérfræðinga í mennta-, velferðar- og heilbrigðisgeiranum. Hugbúnaðurinn gerir skjólstæðingum kleift að þiggja og ólíkum sérfræðingum að veita, bestu fáanlegu þjónustu og meðferð sem völ er á, hvar og hvenær sem er í gegnum öruggt fjarfundakerfi. Markmiðið er að bylta aðgengi skjólstæðinga að sérfræðiþjónustu og um leið nútímavæða starfsumhverfi sérfræðinga.

KO7A1093

UT-sprotann 2019 hlýtur Genki Instruments sem er hönnunardrifið hátæknifyrirtæki sem vinnur að því að gera tækni náttúrulegri. Fyrirtækið telur að fólk þurfi að breyta hegðun sinni til aðlagast tækjunum - þvert á móti eigi að finna leiðir til þess að tækin skilji litbrigði mannlegrar tjáningar.  Halo, önnur vara Genki Instruments, er hringur sem gerir notendum kleift að stýra glærum og kynningum á nýjan máta og er ætlað að auka sjálfstraust notenda við kynningar. Hönnun hringsins gerir notendum kleift að stýra glærum á náttúrlegan hátt, hvort sem er með hreyfingum eða með tökkum sem auðvelt er að ná til með þumalfingri.

KO7A1120

2020 UT-verðlaun Ský

Verðlaunahafi Upplýsingatækniverðlauna Ský 2019

Marel

MAREL

UT-verðlaun Ský 2020 voru afhent á UTmessunni 7. febrúar 2020. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin og tók Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir forstjóri Marel á Íslandi við verðlaunagripnum, sem er glerlistaverk eftir Ingu Elínu.

Marel hefur verið framarlega í tækni frá stofnun. Fá íslensk tæknifyrirtæki eiga sér jafn langa og árangursríka sögu og Marel og framlag fyrirtækisins til þjóðfélagsins alls er óumdeilt.

Marel er í dag í fararbroddi í þróun hátæknibúnaðar sem notaður er til vinnslu á kjöti, kjúklingi og fiski, allt frá slátrun til pökkunar. Uppbygging Marel hefur verið einstök og skilað félaginu í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Fyrirtækið hefur nú þróast í alþjóðlegt fyrirtæki með 6.500 starfsmenn og starfsstöðvar í 33 löndum.

Marel hefur allt frá upphafi nýtt upplýsingatækni í þróun sinni og framleiðslu, nýtt gögn til að hámarka afköst og nýtingu sinna viðskiptavina, og unnið náið með matvælaframleiðendum að auknum afköstum, sjálfvirknivæðingu og hámarksnýtingu verðmæts hráefnis.

Óhætt er að segja að nýsköpun og tækni hafi einkennt Marel frá fyrstu tíð. Fyrirtækið ver að jafnaði 6% af heildartekjum í nýsköpun árlega, eða sem samsvaraði 74 milljónum evra árið 2018. Þetta hefur skilað sér í öflugri vöruþróun og undanfarin ár hefur Marel verið  brautryðjandi í innleiðingu nýrrar tækni í matvælaiðnaði, t.d. sýndarveruleika, gervigreind og „internet of things” gagna- og rekjanleikalausnum.

Þrátt fyrir mikinn vöxt og aukin umsvif byggir Marel enn á sömu hugmyndafræði og þegar félagið var stofnað af hópi frumkvöðla við Háskóla Íslands fyrir 40 árum síðan. Frumkvöðlarnir vildu auka verðmæti og nýtingu í íslenskum sjávarútvegi og þróuðu til þess fyrstu rafeindavogina fyrir fiskvinnslu. Frumkvöðlarnir trúðu því að með upplýsingatækni og hugviti væri hægt að minnka sóun og auka nýtingu og nú 40 árum síðan starfar félagið ennþá með þessa sýn að leiðarljósi.

Marel starfar á öflugum og mikilvægum vaxtarmarkaði en samkvæmt tölum frá FAO er talið að eftirspurn eftir matvælum muni aukast um að minnsta kosti 50% á næstu 30 árum með auknum fólksfjölda og þéttbýlisvæðingu. Þörfin til að framleiða matvæli á sjálfbæran og öruggan hátt hefur aldrei verið meiri og telur Marel mikil tækifæri framundan til að auka nýtingu enn frekar, draga úr sóun, auka gæði og öryggi matvæla og stuðla að sjálfbærni í matvælavinnslu.  Þetta verkefni verður aðeins leyst með tækni og nýsköpun og það er stóra verkefni Marel á næstu misserum.  

Það er með mikilli ánægju að veita Marel Upplýsingatækniverðlaunin 2020.

2019 Arangursdrifin vefþróun

Hádegisfundur á Grand hóteli
13. mars kl. 12 - 14

 

"Árangsdrifin vefþróun"

Dagskrá verður birt fljótlega.

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun

2019 UT-Stafræn þjónusta

UT-Stafræna þjónustan 2018

Flokkurinn er ætlaður lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk.

UT-Stafræna þjónustan var afhent nú í fyrsta sinn á tíundu verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 8. febrúar 2019.

Tilnefnd voru LEGGJA.IS, MENTOR.IS og DOHOP.COM og hlaut LEGGJA.IS verðlaunin.

LEGGJA.IS
Með appinu leggja.is er ekki lengur þörf á að vera smápeninga til að leggja bílnum sínum í gjaldskyld bílastæði. Þægindin sem þetta app hefur skilað til notenda sinna er óumdeilanlegt. Það má segja að með leggja.is hafi íslensk app þróun farið á flug.

MENTOR.IS
Í dag hafa foreldrar aðgang að mentor.is til að fylgjast með daglegu starfi barna sinna í grunnskólum landsins. Námsmat, skilaboð frá kennurum og skóla, samskipti foreldra og fleira tengt grunnskólastarfinu er mun einfaldara en áður. Mentor kerfið er nú notað í 1.400 skólum í fimm löndum og hefur Mentor appið sem gefið var út í lok árs 2018 slegið í gegn. Þegar nýta sér um 110.000 foreldrar og nemendur sér appið til að einfalda sitt daglegt líf.

DOHOP.COM
Íslenski flugleitarvefurinn Dohop hefur nýst mörgum vel síðustu ár. Dohop sameinar á einum stað framboð á flugi og hjálpar þannig við leit að hentugu flugi á einfaldan hátt. Í des. 2018 var Dohop vefurinn valinn besti flugleitarvefurinn (e. World’s Leading Flight Comparison Website 2018) við hátíðlega athöfn hjá World Travel Awards í Lissabon. Var það þriðja árið í röð sem Dohop hlýtur þessa viðurkenningu

2020 UT-Stafræna þjónustan

UT-Stafræna þjónustan 2019

UT-Stafræna þjónusta ársins er flokkur ætlaður lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk.

UT-Stafræna þjónustan var verðlaunuð á verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 7. febrúar 2020.

Tilnefnd voru KARA CONNECT, RÚV og METADATA og hlaut KARA CONNECT verðlaunin.

KARA CONNECT
Byltir aðgengi að hjálp í heilbrigðisgeiranum.
Kara er veflausn sem tengir skjólstæðinga og sérfræðinga í mennta-, velferðar- og heilbrigðisgeiranum. Hugbúnaðurinn, gerir skjólstæðingum kleift að þiggja og ólíkum sérfræðingum að veita, bestu fáanlegu þjónustu og meðferð sem völ er á, hvar og hvenær sem er í gegnum öruggt fjarfundakerfi. Markmiðið er að bylta aðgengi skjólstæðinga að sérfræðiþjónustu og um leið nútímavæða starfsumhverfi sérfræðinga.

RÚV – miðlun um tækni og nýsköpun
Sem dæmi má nefna pistla Guðmundar Jóhannessonar og Stjörnu Sævars.
Efnistökin eru ekki bara fjölbreytt heldur ótrúlega skemmtilega framsett á þann hátt að þau sem ekki hafa jafn mikinn áhuga á tækniframförum og finnst tæknin flókin hrífast með og sýna áhuga. Þeir tala til fólksins á mannamáli og segja frá öllum þessum flóknu atriðum þannig að flestir skilji og geti áttað sig á hvað sé að gerast, afhverju og hvernig það virkar í sinni einföldustu mynd. RÚV hefur einnig verið framarlega í þáttargerð um tækni svo sem Kóðinn og fleiri þættir síðustu árin.

METADATA - Tekjusagan.is
Myndræn túlkun á mannamáli.
Tekjusagan er gagnvirkt tæki stjórnvalda sem gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa yfir tímabil sem spannar um aldarfjórðung. Tekjusögunni er ætlað að aðstoða stjórnvöld við að meta áhrif breytinga á sköttum og bótum á lífskjör einstakra hópa. Hlutverk Metadata í verkefninu var að tryggja gagnameðhöndlun og skýra framsetningu til lesenda Tekjusögunnar ásamt því að útfæra viðmót og stýringar vefsins sem keyrir á þjónustum Microsoft í Azure skýinu.

2019 UT-Fyrirtækið

UT-Fyrirtækið 2018

Flokkurinn er fyrir fyrirtæki sem hafa unnið sérstaklega gott starf á árinu og hafa náð góðum árangri á einn eða annan hátt. Fyrirtæki sem hafa verið að gera góða hluti á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðaljósi.

UT-fyrirtækið var verðlaunað nú í fyrsta sinn á tíundu verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 8. febrúar 2019.

Tilnefnd voru NOX MEDICAL, MENIGA og MAREL og hlaut NOX MEDICAL verðlaunin.

NOX MEDICAL
Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa fengið jafn mikla umfjöllun fyrir góðan árangur á UT sviðinu en Nox Medical. Nox medical hefur skapað sér sérstöðu á sviði svefnrannsókna í heiminum. Nox medical hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar og verkefni.

MENIGA
Meniga kerfið hefur farið sigurför um heiminn síðastliðinn ár og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 80 fjármálastofnunum um allan heim og er hann aðgengilegur yfir 65 milljón manns í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu banka heims.

MAREL
Fá íslensk tæknifyrirtæki eiga sér jafn langa og árangursríka sögu og Marel. Marel hefur allt frá upphafi nýtt upplýsingatækni í þróun sinni og framleiðslu. Síðastliðin misseri hefur Marel nýtt gervigreind ýmiskonar við þróun sína. Marel er vel þekkt á sínu sviði um heim allan.

2020 UT-Fyrirtækið

UT-Fyrirtækið 2019

UT-fyrirtæki ársins er flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa unnið sérstaklega gott starf á árinu og hafa náð góðum árangri með einum eða öðrum hætti, á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðaljósi.

UT-fyrirtækið var verðlaunað á verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 7. febrúar 2020.

Tilnefnd voru MENIGA, MEN&MICE og HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS og hlaut MENIGA verðlaunin.

MENIGA
Meniga kerfið hefur farið sigurför um heiminn síðastliðinn ár og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 80 fjármálastofnunum um allan heim og er hann aðgengilegur yfir 65 milljón manns í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu bankar heims.

MEN&MICE
Men&Mice er íslenskt nýsköpunar- og tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir stórfyrirtæki og stofnanir sem reka flókna netinnviði. Undanfarin ár hefur fyrirtækið tekið stakkaskiptum með auknu vöruframboði, fleiri og stærri viðskiptavinum og margföldun á tekjum. Í dag eru yfir 10% af Fortune 100 fyrirtækjunum viðskiptavinir Men&Mice. Vara Men&Mice er einstök á alþjóðavísu og byggð á traustum grunni.

HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS
Öll vöktun á málum og frestum, dreifing mála o.s.frv. fer fram í upplýsingakerfi þeirra. Á vef Hæstaréttar er svokölluð vöktun. Lögmenn og aðrir sem vilja fylgjast með málum eða dagskrá réttarins geta sett viðkomandi mál , eitt eða fleiri, í vöktun. Vöktunin felur í sér að tölvupóstar berast á skráð netfang þegar breytingar verða á stöðu mála, t.d. þegar mál er sett á dagskrá, breyting verður á málflutningsdegi, mál tekið af dagskrá eða mál fær uppkvaðningardag. Einu sinni á sólahring er keyrsla vegna vöktunar og póstur sendur. Dagskrárupplýsingar einstakra mála er einnig hægt að bæta við eða færa inn í dagatöl. Málflytjendum er hægt að fletta upp í fellilista inn á dagskrársvæðinu eftir völdum tímabilum.

2019 UT-Sprotinn

UT-Sprotinn 2018

Flokkurinn er hugsaður fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin 5-6 ár og eru að bjóða lausnir sem hafa vakið athygli.

UT-Sprotinn var veittur nú í fyrsta sinn á tíundu verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 8. febrúar 2019.

Tilnefnd voru fyrirtækin SYNDIS, SIDEKICK HEALTH OG MEDILYNC og hlaut SYNDIS verðlaunin.

SYNDIS
Fá fyrirtæki á Íslandi hafa verið jafn áberandi á sviði öryggismála og Syndis. Segja má að Syndis séu orðið að ímynd upplýsingaöryggis á Íslands. Hjá Syndis starfa miklir sérfræðingar sem þekktir eru um heim allan fyrir störf sín í upplýsingaöryggi. Starfsmenn Syndis eru að vinna um allan heim að öryggismálum og hafa haldið fjölda erinda á alþjóðlegum ráðstefnum. Starfsmenn Syndis hafa fundið stóra öryggisgalla í vörum og þjónustu frá stórum og þekktum framleiðendum.

SIDEKICK HEALTH
Sidekick er skemmtileg hugmynd sem þróuð er til að leikjavæða heilsueflingu og gerir fólki m.a. kleift að keppa við vini og vinnufélaga í að safna heilsustigum í verkefnum sem tengjast hreyfingu, næringu og streitustjórn. Sidekick er frábær leið til að fyrirbyggja lífsstílstengda sjúkdóma og efla lýðheilsu. SidekickHealth hefur það unnið til fjölda verðlauna um allan heim og er notað í fjölmörgum löndum, þ.á.m stórum lyfja- og tryggingarfyrirtækjum.

MEDILYNC
Hugmyndin að Medilync snýst um það að einfalda lyfjajöf sykursjúkra og þar með auka lífsgæði. Medilync hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir hugmyndir sínar og þróun.