Tímaritið Tölvumál kemur út í haust og óskum við eftir greinum í blaðið.
Þemað í ár er „Upplýsingar í stafrænum heimi“ í víðu samhengi. Einnig er tekið við greinum um annað áhugavert efni.
Skilafrestur greina er til og með 15. júní!
Greinar og allar fyrirspurnir skal senda á ritstjóra Tölvumála, Ástu Gísladóttur á netfangið asta@astriki.is sem veitir allar upplýsingar um greinaskrif.
Hér er einnig að finna leiðbeiningar.
Við tökum alltaf við greinum fyrir Tölvumál á vefnum og svo er nýtt fólk velkomið í ritnefndina.