Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Viltu stofna faghóp?

Með hjálp Ský geta meðlimir stofnað faghóp. Faghópar Skýrslutæknifélags Íslands starfa á sérstökum, afmörkuðum sviðum og skapa félögum vettvang til kynninga, skoðanaskipta og framkvæmda. Hóparnir starfa sjálfstætt í samráði við stjórn Ský.
Ávinningur af samstarfi við Ský er m.a. sú margvíslega sérþekking sem er að finna innan félagsins, erlend tengsl og aðstaða og aðstoð sem félagið getur veitt faghópum.


Réttindi faghópa eru:

a) Skrifstofa Ský getur annast fundaboðun.
b) Ský getur lagt fram aðstöðu fyrir fundi og útvegun veitinga.
c) Skrifstofa Ský getur séð um útsendingar til þátttakenda í faghópnum.
d) Skrifstofa Ský getur séð um að halda utan um þátttakendur í faghópnum.
e) Skrifstofa Ský svarar fyrirspurnum og gefur upplýsingar um starf faghópanna.
f)  Skrifstofa Ský veitir aðstoð við stærri viðburði.
g) Aðgangur að tímariti félagsins, Tölvumálum, í samráði við ritstjórn þess.
h) Aðgangur að heimasíðu félagsins, í samráði við framkvæmdastjóra.

Skyldur faghópa eru:

a) Faghópar skulu starfa í samræmi við markmið Skýrslutæknifélags Íslands.
b) Þátttakendur í faghópum eru meðlimir í Ský.
c) Faghópar skila skýrslu um starf árlega, t.d. munnlega til stjórnar Ský og með grein í tímarit félagsins, Tölvumál.
d) Telji faghópur æskilegt að einhver viðburður í starfi hans nái til fleiri en meðlima hópsins, gerir hann tillögu til stjórnar Ský ásamt ábendingu um heppilega tímasetningu. Stjórn Ský samræmir slíkar tillögur til þess að starfsemi verði sem hnitmiðuðust og felur faghóp síðan framkvæmd í samstarfi við fulltrúa stjórnar og framkvæmdastjóra eftir því sem ástæða er til. 

Ef þú ert félagi í Ský eða óskar þess að gerast félagi og stofna faghóp þá endilega settu þig í samband við skrifstofu félagsins
í síma 553-2460 eða með tölvupósti á netfangið sky@sky.is