Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Um UT konur - félag kvenna í upplýsingatækni

Félag kvenna í upplýsingatækni -  UT-konur
Faghópurinn 
UT-konur, félag kvenna í upplýsingatækni var stofnaður í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 25. maí 2005. 

Hópurinn var formlega lagður niður í október 2012 þar sem ekki var áhugi meðal þeirra sem að honum stóðu að halda starfsemi innan hans áfram. Ský þakkar þeim gott starf við hvatningu til ungra stúlkna um upplýsingatækniheiminn.

UT-konur var faghópur innan Ský en starfaði að mestu sjálfstætt með eigin samþykktir og stjórn.  Allir sem áhuga höfðu á að efla tengsl kvenna í upplýsingatækni voru velkomnir í hópinn.

Eitt af verkefnum UT-kvenna var að útbúa myndband sem höfðar til ungra stúlkna og má nálgast það hér:  Myndband UT-Konur "Fag án landamæra"

Einnig hönnuðu þær bækling sem var dreift í skóla með það að markmiði að fræða ungar stúlkur um hvað tölvunarfræðin snýst:  Bæklingurinn 

UT-konur héldu framanaf úti sérstakri vefsíðu á þessari slóð :http://utkonur.wordpress.com/  en hún var síðast uppfærð árið 2009. Vefinn ber að skoða sem sögulega heimild um það góða starf sem hópurinn vann á árinunum 2005-2009 en ýmsar upplýsingar sem er að finna á honum eiga ekki lengur við.

Markmið UT-kvenna var:
- að stuðla að fjölgun kvenna í upplýsingatækni og auka sýnileika þeirra
- að stuðla að fjölgun kvenna í háskólanámi í tölvunarfræði, kerfisfræði og öðrum upplýsingatæknitengdum greinum
- að vera vettvangur skoðanaskipta um störf kvenna í upplýsingatækni, og tækifæri sem í þeim felast
- að stuðla að því að Ísland verði í fararbroddi í notkun og framleiðslu upplýsingatækni á öllum sviðum

Í stjórn UT-kvenna síðustu árin voru:
Marta Kristín Lárusdóttir, formaður  

Dísa Anderiman
Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir
Ása Björk Stefánsdóttir
María Hlín Steingrímsdóttir
Varamenn:

Monica Roisman
Hrefna Gunnarsdóttir

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2009
Fundargerð aðalfundar 2009

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2008
Skýrsla stjórnar fyrir árið 2007