Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Þarf að taka öll prófin?

Til að fá ECDL-skírteinið (TÖK-skírteinið) útgefið af Skýrslutæknifélagi Íslands þá þarf að hafa alla sjö stimplana í hæfnisskírteininu. Hins vegar getur þörf fólks fyrir staðfestingu á tölvukunnáttu verið mismunandi. Margir gætu viljað öðlast ákveðna staðfestingu á t.d. ritvinnslu þrepinu og töflureikni í stað þess að taka allan pakkann. Hver stimpill í hæfnisskírteininu er fullgildur sem slíkur.
 
Prófin sjö sem þarf að taka til að öðlast ECDL-skírteini (TÖK-skírteini) eru stöðluð um alla Evrópu.  Vinnandi fólk í Evrópu og fólk í atvinnuleit er sammála um að nauðsynlegt sé að hafa staðal sem segir til um raunverulega færni fólks í upplýsingatækni. 

Hvað er ECDL Start og hver er munurinn á því og ECDL skírteini?

Að taka ECDL Start er leið sem þú getur valið að taka ef þú telur þig ekki þurfa allar 7 einingarnar sem ECDL hefur uppá að bjóða. Allar upplýsingar um ECDL Start skírteinið er að finna á hér.

ECDL Start skírteini færðu í hendur eftir að hafa tekið og staðist 4 próf að eigin vali af 7 mögulegum.
ECDL skírteini færðu í hendur eftir að hafa tekið og staðist öll 7 prófin.
 

 

Hvað gerist þegar ég er búin(n) með öll prófin?

Þegar þú hefur lokið öllum prófunum og staðist þau mun prófmiðstöðin senda afrit af hæfnisskírteininu þínu til Skýrslutæknifélags Íslands sem gefur út vottað ECDL skírteini í þínu nafni. Þú getur einnig sett þig sjálf(ur) í samband við Ský, ef þú ert með útfyllt hæfnisskírteini í höndunum, og við gefum út fyrir ECDL skírteini á staðnum. 

Hversu langan tíma hef ég til að ljúka ECDL?

Þú hefur 3 ár frá dagsetningu fyrsta prófsins sem þú tekur til að ljúka 7 einingum. Ef þú lýkur ekki 7 prófum á innan við þremur árum fyrnast þau próf sem þú hefur tekið.  

Gæti ECDL skírteini verið mér til framdráttar á vinnumarkaði?

Já það ætti að vera þér til framdráttar á vinnumarkaði vegna þess að með ECDL skírteini ert þú komin(n) með alþjóðlegt skírteini í hendurnar sem segir til um tölvukunnáttu þína. Mörg fyrirtæki og stofnanir í Evrópu hafa sett það sem skilyrði að starfsmenn þeirra hafi ECDL skírteini. Það auðveldar ráðningu starfsmanna til fyrirtækja þar sem tölvukunnátta þeirra liggur ljós fyrir. Annað hvort hafa umsækjendur ECDL skírteinið eða ekki. 

Þarf ég að standast öll 7 prófin til að fá vottað skírteini í hendurnar?

Þú þarft að standast öll 7 prófin til að fá stimplana í hæfnisskírteinið þitt hjá prófmiðstöðinni. Svo sendir prófmiðstöðin afrit af hæfnisskírteininu til Skýrslutæknifélags Íslands sem gefur út vottað ECDL skírteini fyrir þig. Þú getur einnig komið sjálf(ur) til Skýrslutæknifélags Íslands með útfyllt hæfnisskírteinið þitt og við gefum út ECDL skírteinið fyrir þig á staðnum. 

Hvað er ECDL skírteini?

ECDL-skírteinið er alþjóðlegt skírteini sem segir til um ákveðna tölvukunnáttu handhafa þess. ECDL-skírteinið er stytting á enska heitinu European Computer Driving Licence, skammstafað ECDL. Þetta er í raun vottun á tölvukunnáttu einstaklingsins og hentar mjög vel þeim sem vilja viðurkenningu á kunnáttu sinni og/eða auka við kunnáttu sína í núverandi starfi,  til að auka möguleika á að finna nýtt starf við hæfi eða sér til ánægju og yndisauka.

  • 1
  • 2