Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Þarf að taka öll prófin?

Til að fá ECDL-skírteinið (TÖK-skírteinið) útgefið af Skýrslutæknifélagi Íslands þá þarf að hafa alla sjö stimplana í hæfnisskírteininu. Hins vegar getur þörf fólks fyrir staðfestingu á tölvukunnáttu verið mismunandi. Margir gætu viljað öðlast ákveðna staðfestingu á t.d. ritvinnslu þrepinu og töflureikni í stað þess að taka allan pakkann. Hver stimpill í hæfnisskírteininu er fullgildur sem slíkur.
 
Prófin sjö sem þarf að taka til að öðlast ECDL-skírteini (TÖK-skírteini) eru stöðluð um alla Evrópu.  Vinnandi fólk í Evrópu og fólk í atvinnuleit er sammála um að nauðsynlegt sé að hafa staðal sem segir til um raunverulega færni fólks í upplýsingatækni.