Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Hvaða námskeið þarf að fara á fyrir ECDL?

Ef þú telur þig hafa næga þekkingu og kunnáttu á tölvur þá þarftu í raun ekki að sitja námskeið. Hægt er að setja sig í samband við viðurkennda prófmiðstöð, sjá hér, og einfaldlega skrá sig í prófin. Prófmiðstöðvarnar selja líka námsbækur sínar fyrir þá sem vilja sjálfmennta sig fyrir prófin.

Fyrir þá sem þurfa þá standa prófmiðstöðvarnar fyrir námskeiðum í öllum þeim 7 einingum sem  ECDL samanstendur af og ef þú vilt fara á námskeið í t.d. 1 eða 2 einingum af 7 þá er það hægt.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vefsíðum prófmiðstöðvanna.

Hvað er ECDL hæfnisskírteini?

Allir þeir sem skrá sig í eitthvert þeirra 7 ECDL prófa hjá viðurkenndri prófmiðstöð eiga að fá úthlutað ECDL hæfnisskírteini.  Prófmiðstöðin merkir svo inná þetta skírteini í hvert sinn sem nemandi hefur staðist og lokið prófi. Prófmiðstöðin getur geymt skírteinið þar til öllum 7 einingum hefur verið lokið en nemandi getur líka óskað eftir því að fá það afhent ef t.d. hann flytur og vill klára prófin sín hjá annarri prófmiðstöð.

Get ég flutt mig milli prófmiðstöðva?

Já þú getur það. Ef þú t.d. flytur frá Reykjavík til Akureyrar eða öfugt þá skaltu fá ECDL hæfnisskírteinið þitt í hendurnar, ef þú hefur þegar tekið einhver próf, hjá þeim skóla sem ert í og afhenda það í þeim næsta. Þeir halda þá áfram að fylla það út eftir þeim prófum sem þú tekur. 

  • 1
  • 2