Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Upphafið á ECDL

ECDL samtökin fagna því að gefin hafa verið út sjö milljónir ECDL/ICDL hæfnisskírteina og hafa yfir 7 milljónum manna um allan heim verið úthlutað þessu alþjóðlega hæfnisskírteini 


European Computer Driving Licence (ECDL fyrir Evrópu en  ICDL fyrir aðrar heimsálfur) kom fyrst á markað 1997 og nú 11 árum síðar eru sjö milljónir manna sem hafa tekið prófið um allan heim. ECDL skírteinin hafa þannig skapað sér  sérstöðu á heimsvísu. Skírteinin eru fáanleg í 148 löndum og hafa verið þýdd á 38 tungumálum. Þau eru alþjóðlega viðurkennd sem staðlað viðmiðunartól fyrir notendur í upplýsingatækni og hafa stjórnvöld og alþjóðleg samtök, stofnanir og fyrirtæki tekið þau upp.

Damien O´Sullivan framkvæmdastjóri ECDL samtakanna sagði við útgáfu sjö milljónasta hæfnisskírteinisins að undanfarin 10 ár hafi ECDL samtökin unnið að því að bæta tölvulæsi í þjóðfélaginu í þeim tilgangi að veita öllum aðgang að upplýsingatækni. “Þær sjö milljónir manna sem við erum með á skrá sýna að við höfum sett alþjóðlegt viðmið í kennslu í upplýsingatækni. Þetta er mikilvægt afrek sem gefur ekki síður til kynna að skilningur og vitund almennings á mikilvægi þess að vera með staðlað vottað skírteini í höndunum hefur aukist á undanförnum árum.”

ECDL/ICDL vottunin hefur verið kynnt til leiks í öllum heimsálfum. Hún veitir alþjóðlega viðurkenningu fyrir fjölda fólks í mörgum mismunandi löndum. ECDL samtökin eru með leyfishafa um allan heim sem eru ábyrgir fyrir dreifingu ECDL námáætlunarinnar og hafa tileinkað sér að auka tölvulæsi í sínum heimalöndum.

ECDL skírteinið eða TÖK eins og það hefur verið kallað á Íslandi er þekkt um allan heim.