Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Tölvumál, júní 1997, 3. tbl. 22. árg., bls. 15 - 16

Orðanefnd hefur nýlega gengið frá nokkuð heillegum ensk-íslenskum lista yfir heiti hugtaka í hlutbundinni hugbúnaðargerð. Starfsmenn hjá Vátryggingafélagi Íslands áttu frumkvæði að því í fyrra að þessi hugtök voru tekin sérstaklega fyrir í orðanefnd og hefur nefndin notið aðstoðar þeirra auk tölvunarfræðikennara í Háskóla Íslands. Orðanefndin ber þó alla ábyrgð á því hvaða íslensk heiti urðu ofan á. Aðgangur er að þessum orðalista um heimasíðu Tölvuorðasafns. Hér verður nú fjallað um fáein heiti á listanum sem hafa valdið töluverðum heilabrotum. 

Um lýðnet og veraldarvef

 Í 3. útgáfu Tölvuorðasafn, sem kom út 1998, var lagt til að Internet væri kallað lýðnet á íslensku. Heitið lýðnet hefur ekki notið mikillar lýðhylli, þó að engin betri tillaga hafi komið fram svo vitað sé. Flestir nota ennþá heitið Internet sem má stytta í netið þegar við á. Orðanefndinni þykir þó ekki fullreynt og notar sjálf heitið lýðnet.

Tölvumál, maí 1996, 2. tbl. 21. árg., bls. 25]

@
Það atriði sem oftast er spurst fyrir um hjá orðanefnd er heiti á merkinu @ sem er stafur nr. 64 í ASCII-stafamenginu.
Orðanefnd telur vera þörf á nokkrum heitum á þessu merki sem eigi að ráðast annars vegar af hlutverki þess og hins vegar af útliti þess.

Tölvumál, júlí 1996, 3. tbl. 21. árg., bls. 31 - 32

Um heimasíðu Tölvuorðasafns er nú hægt að komast í ensk- íslenskan lista yfir heiti á hugtökum er varða gluggaumhverfi. Fleiri slíkum listum verður bætt við síðar. Veffang heimasíðunnar er
http://www.ismal.hi.is/to 

Tölvumál, nóvember 1996, 5. tbl. 21. árg., bls. 33 - 34

Net og vefur
Í síðasta pistli orðanefndar, í 3. tbl. Tölvumála júlí 1996, var fjallað nokkuð almennt um heiti á hugtökum er varða Internet og veraldarvef. Einkum var bent á mikilvægi þess, þegar heiti eru þýdd af ensku á íslensku, að reynt sé að halda aðgreindum þýðingum á eftirtöldum enskum forliðum og fyrstu orðum í heitum hugtaka:
computer tölvu-
net, network net-
hyper- tengi-
hypermedia tengimiðlunar-
cyper- 

Tölvumál, desember 1996, 6. tbl. 21. árg., bls. 8 - 9

Tölvunet
Fyrirspurnir um heiti á Interneti og öðrum tölvunetum berast stundum orðanefnd og Íslenskri málstöð sem orðanefndin er í góðu samstarfi við. Ýmsar tegundir tölvuneta eru til og hættir mönnum til að rugla þeim og heitum þeirra saman, eins og eðlilegt er þegar góðar skilgreiningar eru ekki aðgengilegar. Í leit manna að íslensku heiti fyrir Internet hafa til dæmis komið upp tillögur um alnet og víðnet. Hér á eftir er birtur listi yfir heiti allmargra tegunda tölvuneta samkvæmt skrá orðanefndar eins og hún er nú. Þar sést meðal annars að heitin alnet og víðnet hafa verið og eru notuð um annars konar net en Internetið.

Tölvumál, mars 1997, 1. tbl. 22. árg., bls. 22 - 23

Inna, framkvæma eða keyra
Sögnin að inna hefur verið notuð í íslensku máli allt frá upphafi Íslands byggðar. Í Íslenskri orðabók telst hún hafa þrjár merkingar: 1 vinna, gera, framkvæma. 2 greiða, gjalda, launa. 3 skýra frá, láta í ljós. Á síðustu áratugum hefur sögnin að inna helst verið notuð í orðasamböndunum: inna e-ð af hendi (merking 1 og 2) og inna e-n eftir e-u (merking 3). Fyrr á öldum var þessi sögn meira notuð og með fjölbreyttari hætti, eins og mörg dæmi eru um í fornritunum.

Tölvumál, apríl 1997, 2. tbl. 22. árg., bls. 7 - 8

Ritill, ritvinnsluforrit, ritvinna
Þegar tölva er notuð sem hjálpartæki við að semja texta, tölvuskrá hann og laga hann til notast menn við þar til gert forrit. Einfalt forrit af þessu tagi er á ensku kallað text editor eða einungis editor. Á íslensku er almennt notað heitið ritill um slík forrit. Skjáritill (e. screen editor) er venjuleg nútímaleg gerð ritils þar sem bendill á skjá er notaður til þess að ferðast um textann og fara á þann stað þar sem næsta aðgerð er fyrirhuguð. Fyrirrennari skjáritils var línubundinn ritill (e. line editor) þar sem línur textans eru tölusettar og unnið í þeim samkvæmt númerunum, einni línu í einu. Öflugri forrit til þess að fást við texta eru kölluð ritvinnsluforrit (e. text processor eða word processor). Í þeim eru til dæmis skipanir til að brjóta textann um, til að prenta hann og til að færa textabúta milli skjala. Þekkt dæmi um ritvinnsluforrit eru Word og WordPerfect. Á milli hugtakanna ritill og ritvinnsluforrit eru þó engin skörp skil. 

Tölvumál, október 1997, 4. tbl. 22. árg., bls. 6

Nú líður óðum að 3. útgáfu Tölvuorðasafns. Orðanefnd er þó enn ósátt við heiti á nokkrum mikilvægum hugtökum og er alls óvíst að góð niðurstaða um þau náist áður en 3. útgáfan lítur dagsins ljós. Menn verða að taka því, og mega í rauninni vel við una, því að íðorðastarf er þess eðlis að því lýkur aldrei. Ný hugtök koma sífellt til sögunnar og ný heiti skjóta upp kollinum í stað eldri heita. 

Tölvumál, desember 1995, 6. tbl. 20. árg., bls. 25 - 26

Á undanförnum vikum og mánuðum hefur orðanefnd SÍ einkum fjallað um hugtök er varða gluggaumhverfi. Margrét Guðjónsdóttir frá EJS hefur verið orðanefndinni til trausts og halds varðandi skilning á þessum hugtökum og val á íslenskum heitum fyrir þau. Auk þess hafa borist orðalistar og ábendingar frá öðrum aðilum. Ljóst er að á sumum hugtakanna eru mörg heiti í umferð og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra. Hér eru nú birtar tillögur orðanefndar um heiti á hugtökum sem komið hafa upp á borð hennar og hún hefur verið að fást við að undanförnu. Þessi hugtök eru ekki einskorðuð við gluggaumhverfi. Ekki er um endanlegar niðurstöður orðanefndar að ræða en hún óskar eftir að fá viðbrögð og kynnast áliti þeirra sem nota þessi hugtök.

  • 1
  • 2