Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Bókin „Tölvuvæðing í hálfa öld“

Tölvuvæðing í hálfa öld
- Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014

Tolvuvaeding kapa

Í tilefni þess að árið 2014 voru 50 ár frá því að fyrsta alvöru tölvan kom til Íslands árið 1964 var ákveðið að ráðast í það verkefni að taka saman sögu tölvuvæðingar á Íslandi.  Sagan var birt í vefútgáfu vorið 2016 en ákveðið var að halda verkefninu áfram og gefa söguna út í prentformi og kom hún út þann 6. apríl 2018.  

Bókin ber heitið: „Tölvuvæðing í hálfa öld - Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014“ og er skrifuð af Önnu Ólafsdóttur Björnsson en í ritnefnd voru Arnlaugur Guðmundsson (formaður ritnefndar), Sigurður Bergsveinsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Frosti Bergsson, Gísli Már Gíslason, Gunnar Ingimundarson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Sigríður Olgeirsdóttir. Ritsjóri var Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský. 

Það er skemmst frá því að segja að bókin er skemmtileg aflestrar og fullt af skemmtilegum sögum og staðreyndum um tölvuvæðingu á Íslandi en rétt að taka strax fram að þetta er ekki bók með upptalningu á fyrirtækjum, tækjum eða hugbúnaði á Íslandi.  Hægt að nálgast söguna eins og hún fór á vefinn www.sky.is  en í bókinni er búið að umorða texta og kafla á mörgum stöðum og myndskreyta. Stefnan er svo að halda áfram að halda utan um þessa merkilegu sögu á vefnum og því tekið við nýju efni til birtingar þar í framtíðinni.

Bókin er seld í völdum verslunum hjá Penninn/Eymundsson og einnig í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi ásamt Bókabúð Forlagins.

Guðjón Reynisson minningarorð

Minningarorð um Guðjón Reynisson 
Heiðursfélagi Ský. 

GudjonReynissonFæddur 21.11.1927
Dáinn 26. desember 2015

 

Höfundar: Haukur Oddsson, Pálína Kristinsdóttir, Bergþóra Karen Ketilsdóttir.

2016 Tölvumál - prentútgáfa í haust

Nú erum við í ritnefnd Tölvumála að leita eftir greinum í prentað blað sem kemur út í haust þar sem þemað verður íslenskan og upplýsingatæknin.

Við höfum áhuga á að skoða stöðu íslenskunnar í dag en einnig að líta til framtíðar. Sem dæmi má nefna: Hver er stefna stjórnvalda, menntastofnana og fyrirtækja? Erum við að fylgja þeirri stefnu? Hvað segir unga fólkið? Hvaða mál notar það? Leitað er eftir greinum sem fjalla um upplýsingatækni á breiðum grundvelli  en ekki kynningu á vöru eða fyrirtæki. Greinar um annað efni eru auðvitað vel þegnar.

Nafn greinar þarf að vera stutt og laggott og nafn og starfsheiti höfunda(r) að fylgja. Millifyrirsagnir eru mjög æskilegar; þær bæta útlit og framsetningu efnis. Mynd af höfundi(um) er nauðsyn og æskilegt er að hafa einnig aðrar myndir. Eftir að grein hefur verið send á ritstjóra fer hún í yfirlestur, gert er ráð fyrir að höfundar vandi málfar sitt en ritnefnd áskilur sér rétt til að laga augljósar ritvillur.

Æskileg lengd greina í prentútgáfu Tölvumála er 1-2 síður, eða u.þ.b. 1000-1200 orð. Nánar má sjá um frágang greina á vef ský (sky.is) undir Tölvumál.

Gott væri að fá greinar fyrir sumarfrí í lok júní en loka skilafrestur fyrir greinar fyrir prentaða útgáfu er 1. september 2016 á netfangið asrun@ru.is
Þeir sem vilja auglýsa í blaðinu eru beðnir að hafa samband sem fyrst við sky@sky.is þar sem takmarkað pláss er fyrir auglýsingar.

Ef þú þekkir til góðra penna væri vel þegið að benda þeim einnig á að senda greinar í Tölvumál um upplýsingatækni, bæði fyrir blaðið og vefinn okkar en við birtum vikulega pistla á netinu (800 orð).

Einnig stendur til að fjölga í ritnefndinni og nýir meðlimir velkomnir.

 

Stjórn Ský 2015-2016

Stjórn Skýrslutæknifélags Íslands 2015-2016:

Formaður: Guðjón Karl Arnarsson, RB
Varaformaður: Sigrún Gunnarsdóttir, Wise
Gjaldkeri: Guðmundur Arnar Þórðarson, RB
Ritari: Helga Dögg Björgvinsdóttir, Microsoft Íslandi
Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Nýherji
Þorvarður Kári Ólafsson, Þjóðskrá Íslands
Ólafur Tr. Þorsteinsson, Íslandspósti

Skoðunarmenn reikninga eru:
Sigurður Bergsveinsson og Sigurjón Pétursson.
Löggiltur endurskoðandi á vegum Ernst & Young setur upp ársreikninga félagsins.

Bebras áskorunin

Ísland tók þátt í fyrsta sinn í alþjóðlegu Bebras áskoruninni í nóvember 2015.

Áskorunin er keyrð árlega um allan heim og er opin í eina viku. Tilgangur áskorunarinnar er fyrst og fremst sá að leyfa krökkum á aldrinum 10-18 ára að leysa krefjandi en jafnframt skemmtileg verkefni sem byggja á rökhugsun sem notuð er við forritunn (e. International Challenge on Informatics and Computational Thinking). 

Nánari upplýsingar er að finna á www.bebras.is

UTmessan

UTmessan, sem er stytting á Upplýsingatæknimessan hefur verið haldin af Ský frá árinu 2011. 

UTmessan hefur eigin vefsíðu og er þar að finna nánari upplýsingar um viðburðinn.  

Allar upplýsingar er að finna á www.utmessan.is

Hvað er UTmessan og fyrir hverja?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

Á  UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og þar sést svart á hvítu að allir hafa möguleika á að starfa í tölvugeiranum. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum.  

Upplýsingatæknimessan og UTmessan eru skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu og eru í eigu Skýrslutæknifélags Íslands. Öll notkun og vísun í vörumerkin er óheimil án sérstaks leyfis eiganda.Í því felst m.a. réttur sem settur er í vörumerkjalögum (sjá lög m vörumerki nr. 45/1997 með síðari breytingum) gefur eiganda vörumerkis einkarétt á að nota merkið hér á landi og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi merki sem eru eins eða lík vörumerki hans. Nánari uppl: http://www.els.is/merki/vorumerki/

Anna Kristjánsdóttir

Anna Kristjánsdóttir var gerð að heiðursfélaga á aðalfundi Ský þann 28. febrúar 2013.

 AdalSky21   AdalSky23  

AdalSky19

Fyrstu kynni af upplýsingatækni

Anna Kristjánsdóttir hefur átt nána samleið með upplýsingatækni í nær 50 ár án þess að hafa
starfað við venjuleg skilgreind störf á þeim vettvangi. Hún lauk bakkalár gráðu frá Háskóla
Íslands í stærðfræði og sagnfræði ásamt uppeldisfræðum til kennslu. Kynni hennar af notkun
tölva tengdust námi hennar í stærðfræði og voru á fyrsta námskeiði Odds Benediktssonar fyrir
verkfræðinema veturinn 1965-1966 en þar var kennt forritunarmálið Fortran auk nokkurrar
umfjöllunar um þróun tölvubúnaðar. Vandalítið þótti henni að sjá gagnsemi tölvutækninnar
fyrir verkfræðinga en efnið vera síður brýnt fyrir eigin áhugasvið, sem voru kennsla unglinga
– einkum í stærðfræði. 

Framhaldsnám erlends og breytt sýn
Í framhaldsnámi til candidat-gráðu, nokkrum árum síðar í Kaupmannahöfn, breyttist sýn
hennar er hún lærði eitt fyrsta forritunarmálið sem var skiljanlegra fyrir almenning en Fortran.
Umhugsun vaknaði: „Svona mál geta allir lært - Þá á þessi þekking erindi til allra – Hún á að
hafa áhrif á allt skólanám.“ Þetta var veturinn 1970-1971 og lokaverkefni Önnu 1972 var um
áhrif tölvuvæðingar á stærðfræðinám 13-18 ára unglinga. Í skrifunum var einnig komið
nokkru almennar að námi og varpað fram spurningunni um hvar almenningur myndi fá
aðgang að tölvum, líklegast í bókasöfnum. Þá var einnig fjallað dálítið um hugsanleg áhrif á
skólastarf almennt og að tæknin myndi gefa möguleika í skólum á að fást við viðameiri,
áhugaverðari og víðtækari viðfangsefni en ella og að þau gætu gengið þvert á námsgreinar.

Aðstæður á Íslandi upp úr 1970
Er heim kom tafði tvennt að hafist væri handa en Anna tók við starfi kennsluráðgjafa og síðar
námstjórn í stærðfræði, ásamt kennslu í Menntaskólanum við Hamrahlíð og í menntun
kennara. Skólar höfðu ekki efni á að fjárfesta í tölvubúnaði fyrstu árin eftir 1972. Og þekking
á tölvuvæðingu, jafnvel vitund um hana, var nær engin meðal starfsmanna menntamála.

Hönnun námskeiðs og meginspurningar
Fimm árum síðar voru að koma tölvur á markað, auðveldar í meðförum og á viðráðanlegu
verði fyrir skóla. Anna Kristjánsdóttir leitaði þá samstarfs við Reiknistofnun Háskóla Íslands
og Endurmenntunardeild Kennaraháskóla Íslands um að kosta fyrsta námskeiðið fyrir
grunnskólakennara. Jón Þór Þórhallsson og síðar Páll Jensson forstöðumenn RHÍ tóku
erindinu mjög vel og einnig Rósa Þorbjarnardóttir endurmenntunarstjóri. Við hönnun
námskeiðsins hafði Anna Kristjánsdóttir þrjár spurningar að leiðarljósi: Hvernig er hægt að
eiga samskipti við tölvu? Við hvað eru tölvur notaðar í þjóðfélaginu? Hvað varða tölvur
fræðasvið mitt (hvers einstaks þátttakanda) og kennslu á þeim vettvangi? Námskeiðið 1978
var hið fyrsta nokkurra á árum sem í hönd fóru. Þar tóku fyrst þátt kennarar unglingastigsins
en brátt einnig barnakennarar. Vart varð vissrar tortryggni meðal háskólakennara en þeir töldu
„barnakennara“ ekki eiga erindi á tölvunámskeið.

Á námskeiðum 1978-1983 kom í ljós að síðasta spurningin var þátttakendum erfiðust, enda
kallaði hún á breytingar á sýn og viðhorfum kennara. Námskeiðið átti ekki erlenda fyrirmynd
og flest brautryðjendanámskeið í nágrannalöndum fjölluðu á þessum tíma aðeins um fyrstu
spurninguna, þ.e. kenndu um tækin og forritun fyrir þau.

Athygli beint að í meiri mæli að kennaramenntun og endurmenntun
Anna Kristjánsdóttir var ráðin lektor í stærðfræði við Kennaraháskóla Íslands árið 1980, síðar
dósent í stærðfræði og frá 1991 prófessor í stærðfræðimenntun. Hún hóf þegar í stað að fjalla
um notkun tölva í námi við kennaranema sem varð m.a. til þess að nemendur hennar stóðu að
opinni ráðstefnu fyrir kennaranema og grunnskólakennara í ársbyrjun 1982: „Hvað varða
tölvur grunnskólann?“ Áhugi var á þessum árum víða að vakna sem kom fram í beiðni frá
mörgum skólum um fyrirlestra fyrir kennara og stundum foreldra og einnig í ásókn fjölmiðla í
viðtöl um „tölvur í skólastarfi“.

Snemma árs 1982 tilnefndi menntamálaráðuneyti hóp undir forystu Odds Benediktssonar til
að fjalla um tölvu- og aðra tæknivæðingu í skólum. Skýrslunni „Nýja upplýsingatæknin í
skólum. Lokaskýrsla starfshóps um tölvu- og aðra tæknivæðingu í skólum.“ var skilað í
árslok. Þar kom heitið upplýsingatækni líklega fyrst fram og átti lengi á brattann að sækja. Í
skýrslunni var lögð áhersla á mikilvægi menntunar starfandi kennara og kennaranema á þessu
sviði og skrifaði Anna Kristjánsdóttir, sem átti sæti í starfshópnum, fylgirit með skýrslunni
undir heitinu: „Drög að áætlun um menntun grunnskólakennara í nýju upplýsingatækninni.“
Síðar var þetta viðfangsefni einnig tekið fyrir af sérskipuðum vinnuhópi undir forystu Jóns
Torfa Jónasonar en í honum átti Anna Kristjánsdóttir einnig sæti.

Óformlegum starfshópi var komið á innan Kennaraháskóla Íslands undir heitinu „tölvunefnd
KHÍ“. Anna veitti honum forystu en auk þess sátu endurmenntunarstjóri, aðstoðarrektor og
forystumaður sérkennslu í nefndinni. Kennaraháskólinn sótti síðla árs 1982 um fé vegna
kaupa á einföldum tölvubúnaði til kennslu. Umsóknin var til menntamálaráðuneytis, enda í
samræmi við niðurstöður starfshóps ráðuneytisins. Skýrslur starfshópa ráðuneytisins á þessum
vettvangi voru hins vegar aldrei gefnar út á vegum ráðuneytisins og erindi KHÍ alfarið hafnað.

Í ársbyrjun 1983 skilaði Anna Kristjánsdóttir greinargerð um rannsóknir til yfirmanna KHÍ.
Þar var auk stærðfræði fjallað um athuganir á nýtingu tölva í námi og mikilvægi þess að
stunda rannsóknir varðandi slík málefni. Farið var fram á að staðfest væri heimild til hennar
um að sinna slíku þótt það væri ekki skilgreint í starfsheiti hennar. Erindið var, eftir ítrekun,
samþykkt munnlega haustið 1983. Ekki liggur fyrir hve algengar rannsóknaskýrslur
háskólakennara voru á þessum tíma en ljóst er að í þessu erindi var í fyrsta sinn farið fram á
að rannsóknir á þessu sviði væru metnar fullgildar og að það yrði talið mikilvægt fyrir
skólastarf að fræðimenn innan kennaramenntunar kæmu að þeim og miðluðu afrakstri af þeim
svo og úrvinnslu erlendra heimilda til kennara, kennaranema og almennings.

Tengsl Íslendinga og samstarf við erlend samtök og fleiri aðila 1983-1989
Ljóst var orðið, er hér var komið, að innan forystu Skýrslutæknifélags Íslands var bæði
skilningur og óvenjumikill áhugi á upplýsingatækni í námi og hlutverki hennar við nýbreytni
og þróun. Félagið átti samstarf við önnur Norðurlönd um Nordisk Data Union (NDU) og var
ráðstefnan „EDB og skolepolitik“ haldin hér á landi haustið 1983, fyrst slíkra fjölþjóðlegra
ráðstefna hér á landi. Þar mættust til viðræðna stjórnmálaforysta, sérfræðingar í tölvufræðum
og forystumenn skólamanna landanna allra. Anna Kristjánsdóttir átti sæti í undirbúningi
Skýrslutæknifélags og menntamálaráðuneytis. Vegna veikinda formanns dagskrárnefndar
kom það í hennar hlut að stjórna ráðstefnunni.

Í kjölfar ráðstefnunnar bárust Önnu og Yngva Péturssyni boð um að sækja ráðstefnu í
Bretlandi 1984 um kennaramenntun varðandi upplýsingatækni. Ráðstefnan var haldin af
International Federation for Information Processing – IFIP en það eru elstu heildarsamtök um
upplýsingatækni í víðasta skilningi, óbundin stjórnmálaöflum og sköpuðu þau á tímum kalda
stríðsins iðulega mikilvægan vettvang umræðu fagfólks frá bæði austri og vestri. Stofnað var
til þessara samtaka fyrir tilstuðlan UNESCO árið 1960.

Meginstarf IFIP er fólgið í starfi vinnuhópa og afmörkuðum vinnuráðstefnum sérfræðinga. En
einnig hefur IFIP haldið reglulega stærri ráðstefnur á ýmsum sviðum t.d. World Conference
on Computers in Education – WCCE. Ráðstefnan 1984 var á vegum WG3.1 en sá vinnuhópur
fjallar einkum um upplýsingatækni sem tengist framhaldskólum.

Á fundi sínum í lok ráðstefnunnar 1984 ákvað vinnuhópurinn að bjóða Önnu Kristjánsdóttur
aðild að hópnum. Varð það til þess að stjórn Skýrslutæknifélags ákvað að sækja um formlega
aðild að IFIP en stjórnin þekkti nokkuð vel til starfsemi IFIP. Aðild var samþykkt 1986 og
Anna Kristjánsdóttir tilnefnd fulltrúi Íslands gagnvart IFIP.

Aðildin að IFIP opnaði ekki aðeins aðild að stökum ráðstefnum heldur fyrir miklu víðtækari
samskipti og samstarf við fræðimenn og skólamenn á sviði upplýsingatækni innan margra
landa. Verk frumherja í rafrænum samskiptum skóla og kennaramenntunarstofnana eins og
t.d. Evrópuverkefnið PLUTO eru eitt dæmi um samstarf sem Anna kom með kennaranemum
sínum að fyrir 1990.

Stærsta erlenda verkefnið á Íslandi var þó ráðstefnan Educational software at secondary level
in and out of school. Ráðstefnan var haldin sumarið 1989 af menntamálanefnd IFIP en í
samstarfi við Skýrslutæknifélag Íslands og Kennaraháskóla Íslands sem lagði fram húsnæði.
Þátttakendur komu víða að úr heiminum og gafst íslenskum kennurum kostur á að hlýða á
suma þeirra á sérstakri dagsráðsstefnu í boði IBM. Anna Kristjánsdóttir átti hugmyndina að
þessari ráðstefnu og bar erindið upp við IFIP. Hún stjórnaði skipulagsnefnd og átti sæti í
alþjóðlegu dagskrárnefndinni. Í lok þessarar ráðstefnu var henni boðið persónulega sæti í
menntamálanefnd IFIP vegna vel unnins verkefnis. Í kjölfar þessa stakk Anna upp á
íslenskum frulltrúum í tvo vinnuhópa og störfuðu þeir um nokkurt skeið þar.

Samskipti við erlenda aðila þurfa að vera fjölþætt og gagnkvæm
Anna Kristjánsdóttir hefur stöðugt talað fyrir því að allt eins og mikilvægt sé að sækja
þekkingu til annarra þjóða og kynna hana, aðlaga og nýta við íslenskar aðstæður, sé einnig
mikilvægt að kynna öðrum þjóðum það sem á sér stað hjá okkur sjálfum. Að fjalla um
rannsóknir, nýbreytni og framvindu í eigin ranni við aðrar þjóðir.

Þar hefur aðild að IFIP einnig opnað dyr en kynningar hafa þó náð miklu víðar. Anna hefur
haldið mikinn fjölda erinda, varðandi hlutverk og skipan upplýsingatækni í námi, erlendis,
bæði á ráðstefnum og við einstaka háskóla. Hún hefur átt sæti í dagskrárnefndum fjölmargra
fjölþjóðlegra ráðstefna og birt greinar á sviði sínu í viðurkenndum tímaritum og bókum allt
frá 1985 til 2010. Þessi rit eru öll til í íslenskum bókasöfnum.

Átakið í menntun kennara á Íslandi 1982 - 1986
Haustið 1983 virtist ekkert skorta til að hefja öflugt átak á vegum Kennaraháskóla Íslands, í
menntun og endurmenntun kennara annað, annað en fjármagn til kaupa á búnaði. Þetta hafði
víða komið fram í viðtölum við fjölmiðla og varð það til að innflytjendur nýrra IBM PC tölva
buðust til að gefa stofnuninni 5 tölvur auk prentara gegn því að stofnunin gerði grein fyrir
hvaða rannsóknir gætu tengst slíkum búnaði og aðgengi hans í náminu. Erindið barst Önnu
Kristjánsdóttur og var hún beðin af forystu KHÍ að skrifa rannsóknatillögu og eiga öll
samskipti við gefanda. Jafnframt að hafa umsjón með uppbyggingu námskeiða, 
mannaráðningum og stjórnun. Stuttar lýsingar voru skrifaðar á rannsóknaverkefnum sem
starfsmenn KHÍ ættu að geta komið á þegar þeir hefðu kynnt sér málefnið í nokkrum mæli
fjölluðu um þrjú svið þar sem tölvur gætu skapað aukið afl í námi. Þau tengdust kennslu
nemenda með sérþarfir, stærðfræðinámi og námi í móðurmáli, einkum ritun.

Vorið 1984 hófst kennsla sem byggð var upp sem 30-36 stunda námskeið. Hún fór að nokkru
fram í fyrirlestrum um vélbúnað og hugbúnað, mikilvægi íslensks máls í tölvunotkun, um
félagsleg áhrif tölvuvæðingar og um erlendar rannsóknir og þróunarverkefni. Við tölvurnar
unnu 3 nemar saman enda skiptu samræður miklu máli í þeim verkefnum sem fengist var við.
Forritunarmálið LOGO opnaði leið að skilningi á möguleikum forritunar í hreyfiskipunum,
tónskipunum, orða-/orðhluta- skipunum o.fl. Þá var skoðaður breskur hugbúnaður á tölvur
sem fengnar voru að láni, en Bretar voru í fararbroddi í hugbúnaðargerð fyrir skóla á þessum
tíma og gættu þess að við gerð hugbúnaðar kæmu að mismunandi einstaklingar með góða
fagþekkingu, mikla kennarareynslu og forritunarkunnáttu auk stjórnanda hvers slíks hóps. Í
nokkrum tilvikum unnu kennaranemar við KHÍ rannsóknarverkefni í skólum varðandi
tölvunotkun, t.d. meðal mjög ungra skólabarna og meðal fatlaðra barna.

Í byrjun ársins 1986 stóð menntamálaráðuneyti fyrir fyrstu ráðstefnu opinberra aðila undir
heitinu „Tölvur og grunnskóli“. Tildrög þessa var sameinuð ósk kennaramenntunar,
fræðslustjóra og námsgagnastofnunar til menntamálaráðuneytisins um að boða til ráðstefnu til
að fjalla ítarlega um þessi mál, en ekki var þá enn komin heildstæð stefna frá yfirvöldum
menntamála.

Í skýrslunni „Tölvur og skólastarf. Menntun kennara.“ gerði Anna Kristjánsdóttir grein fyrir
hvað gert hefði verið og á hverju það byggðist. Að kennslu á námskeiðum hafði þá komið
fjöldi fagmanna en þess var gætt að þeir sem leiðbeindu í verklegu tímunum hefðu allir
menntun í upplýsingatækni og væru menntaðir kennarar fyrir grunnskóla eða framhaldsskóla.
Slíkir einstaklingar voru ekki á hverju strái en áhugi allra var mikill og samhugur um
verkefnið. Meðal kennara við þessi námskeið voru Yngvi Pétursson rektor og Guðbjörg
Sigurðardóttir heiðursfélagi Ský.

Anna Kristjánsdóttir lét af starfi forystumanns upplýsingatækni í námi haustið 1986 er ráðið
var í nýja stöðu á þessum vettvangi og Yngvi Pétursson tók við starfi lektors. Þá höfðu um
500 kennaranemar lokið 30-36 stunda námskeiði á þessu sviði og starfandi kennarar og
skólastjórar sem sótt höðu viðlíka námskeið voru á þriðja hundrað. Mat þátttakenda úr báðum
hópum sýndi bæði áhuga á málefninu og almennt ánægju með námskeiðin.

Fleiri skólastofnanir fara að sinna upplýsingatækni
Þrátt fyrir ráðstefnuna 1986 dróst heildarstefnumótun enn hjá yfirvöldum menntamála
varðandi upplýsingatækni í námi en hins vegar var farið að ráða starfsmenn í
menntamálaráðuneyti og til námsgagnastofnunar sem bjuggu að þekkingu á sviði
upplýsingatækni. Samstarfsvettvangur varð nokkur milli stofnana sem báru ábyrgð á mótun
stefnu, menntun kennara og gerð námsefnis. En mannaskipti voru nokkuð ör og gerði það
samstarf stopulla. Það var til skaða fyrir kennara sem fengu stundum misvísandi upplýsingar
og skýringar.

Skýrslutæknifélag Íslands kemur skýrar fram á sjónarsviðið
Anna Kristjánsdóttir var kjörin í stjórn Skýrslutæknifélags Íslands 1987 og var fyrsti
menntunarfræðingurinn sem tók þar sæti. Hún hafði skrifað greinar í Tölvumál, einkum um
erlend málefni og sett þau í íslenskt samhengi. Einnig hafði hún tekið saman hefti „Iceland
Computers in Educaion. Report to the European Conference on Computers in Education
(ECCE 1988)“. Í framhaldi af þeirri ráðstefnu sameinuðust íslensku þátttakendurnir í
kynningu fyrir skólamenn í Kennslumiðstöð námsgagnastofnunar, sem reyndar hafði verið
vettvangur fyrir slíkt nokkrum sinnum fyrr. Vel kom fram við þetta samstarf að það skipti
máli að vinna markvisst saman.

Það varð til þess að Anna Kristjánsdóttir leitaði stuðnings stjórnar Skýrslutæknifélagsins um
að eiga frumkvæði að íslenskri ráðstefnu „Tölvunotknun í námi“ sumarið 1991. Boðið var til
samstarfs fulltrúum frá menntamálaráðuneyti, Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands,
Reiknistofnun Háskóla Íslands, 3F Félagi tölvukennara, Námsgagnastofnun, Félagi
fræðslustjóra og Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Ráðstefnan var fjölsótt og fyrsta víðtæka
tækifærið sem frumkvöðlar í hópi skólamanna fengu til að kynna hugmyndir sínar og gjörðir á
þessum vettvangi. Tölvumál birtu skrif þeirra en nær engin tímarit önnur birtu slíkar greinar.

Ráðstefnan 1991 var sú fyrsta af þremur sem Skýrslutæknifélagið átti frumkvæði að og kom
Anna Kristjánsdóttir að þeim öllum en dró sig þó í hlé er fólki fjölgaði sem hafði fram að bera
mikilvæga þekkingu og reynslu. 1996 var þriðja ráðstefnan haldin, sama árið og
stefnumótunin „Í krafti upplýsinga“ var gefin út. Björn Bjarnason menntamálaráðherra átti
frumkvæði að því verki en fékk til vinnunnar meginfrumkvöðla þessaras mála úr
menntakerfinu og viðurkenndi þar með mikilvæg brautryðjendastörf þeirra. Anna
Kristjánsdóttir kom að skrifum um menntamálin en þann hóp leiddi Guðbjörg Sigurðardóttir.

Skýrslutæknifélag Íslands átti mjög mikilsverðan þátt í þróun og eflingu upplýsingatækni í
námi á Íslandi og er erfitt að sjá hvernig mál hefðu þróast hefði ekki verið þar forysta sem
skildi mikilvægi málsins. Anna Kristjánsdóttir hefur sérstaklega beint þökkum sínum til
Halldórs Kristjánssonar en þau gegndu saman starfi formanns (HK) og varaformanns (AK).

Barnsskóm slitið en skilning á samhengi skortir ef ekki er aðgát höfð
Haustið 2001 var Anna Kristjánsdóttir beðin um að koma til starfa við háskóla í Noregi vegna
uppbyggingar doktorsnáms þar. Hún starfaði að mestu þar árin 2002-2010 og hvarf því að
mestu af sjónarsviði menntamála og upplýsingatækni á Íslandi. Hún hefur þó fylgst með
skrifum á Íslandi og verkefnum og hugleitt hvernig unnt sé að koma í veg fyrir að „hjólið sé
stöðugt fundið upp innan sömu aðstæðna“.

Anna hefur unnið úr heimildum í sögu Skýrslutæknifélags Íslands og mikli fleiri gögnum sem
varða upplýsingatækni í námi. Hún vinnur að ritun bókar sem varpar ljósi á hálfrar aldar skeið
þessara mála í íslensku samfélagi.

Anna á sæti í Öldungadeild Ský og mun taka þátt í nýjum faghópi sem stofnaður verður á
aðalfundi Ský 2013.

 

2013 UT verðlaunahafi Ský

Verðlaunahafi Upplýsingatækniverðlauna Ský 2013

Hilmar Veigar Pétursson

HilmarVeigarUTmessan01

Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin. Með honum á myndinni eru Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský og eiginkona Hilmars Veigars, Guðrún E. Stefánsdóttir sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir Hilmars hönd en hann var staddur erlendis.

Hilmar Veigar er góð fyrirmynd og frumkvöðull. Hann hefur verið óþreytandi í að vinna með og styðja menntastofnanir, allt frá grunnskóla upp í háskóla, þegar kemur að upplýsingatæknimiðuðu námi. Hilmar er verðug fyrirmynd unga fólksins og sýnir svo ekki verður um villst að hægt sé að ná langt með þrautseigjunni og að ekkert gerist ef ekki er haldið af stað og haldið áfram þó að móti blási. Hann hefur einnig í gegnum starf sitt hjá CCP og samtökum upplýsingafyrirtækja aukið almennan áhuga á upplýsingatækni og nýsköpun.

Hilmar Veigar Pétursson hefur starfað sem framkvæmdastjóri CCP frá 2004 og alla tíð síðan leitt fyrirtækið í gegnum viðvarandi velgengni og gríðarlegan vöxt. Meðal verkefna sem hann hefur tekist á við eru umtalsverð stækkun reksturs fyrirtækisins í Shanghai, Kína og samruna við White Wolf Publishing í Atlanta árið 2006. Hilmar hefur tryggt sess CCP sem leiðandi afls á tölvuleikjamarkaði og er þekktur sem frumkvöðull í þróun sýndarveruleika, útgáfu sýndarveruleikaleikja og þróun tækninnar á bak við slíka leiki. Hann var nefndur einn af 20 áhrifamestu mönnum á sviði nettölvuleikja (e. MMO Industry) árin 2007 og 2008 af Beckett Massive Onliner Gamer Magazine. Hilmar er eftirsóttur fyrirlesari og hefur m.a. talað á Edinburgh Interactive Festival, Nordic Game Conference og the Austin Game Developer's Conference.

Hilmar gekk til liðs við CCP árið 2000 sem yfirmaður tæknimála (CTO) og leiddi verkefnið EVE Online sem leit dagsins ljós árið 2003. Áður starfaði Hilmar hjá SmartVR og OZ. Nýlega hefur CCP fyrirtækið tengt saman tvo tölvuleiki DUST 514 og EVE Online. CCP hefur náð þeirri stöðu að mestur hluti tekna félagsins er erlendis frá og telur því í samtölu útflutningstekna þjóðarinnar. Hilmar Veigar tekur virkan þátt í mótun vaxtar íslensks hugvits með setu í ýmsum stjórnum og ráðum sem tengjast upplýsingatækni og frumkvöðlastarfsemi henni tengdri. Hilmar er tölvunarfræðingur B.S. frá Háskóla Íslands.

Leikjaiðnaðurinn er nú orðinn einn af máttarstólpum í útflutningi skapandi greina. Hilmar og samstarfsfólk hans hjá CCP hafa komið að og hvatt til hugmyndaauðgi í sprotastarfsemi og þannig tekið þátt í vexti tölvuleikjaiðnaðar á Íslandi og aðstoðað þar sem þeir hafa getað. CCP er einkafyrirtæki sem margir rekstraraðilar horfa upp til og leitast við að gera sambærilega hluti og ná árangri. Oftar en ekki leita þessir aðilar ráða hjá Hilmari sem góðfúslega hefur deilt áralangri reynslu sinni og tengslaneti, því Hilmar veit að ólíkt flestum auðlindum sem eyðast þegar þær eru notaðar þá má segja að þekking vaxi sé henni deilt.

Hilmar snertir strengi víða og heyrst hefur að ungur drengur hafi horft á mynd af Hilmari, litið á móður sína og sagt: „Ég ætla sko að verða tölvunörd eins og hann“.

Það er Skýrslutæknifélagi Íslands mikill heiður að veita Hilmari Veigari Péturssyni þessa viðurkenningu. Verðlaunagripurinn er glerlistaverk eftir Ingu Elínu listamann.

English

Ský - The Icelandic Computer Society

The Icelandic Computer Society or as we used to call it The Icelandic Society for Information Processing (ISIP) was established in 1968. During this time the landscape of computing has changed beyond recognition. Technology has progressed to the point where computing is not limited to a few mainframe computers as was the case when the ISIP was established but is everywhere in business and in private homes. The advent of powerful networks and the Internet has opened new doors to make computing truly global and Icelandic software houses now do business world-wide with their expertise.

The membership of the ISIP covers a broad spectrum of businesses, both those that rely on information technology and various vendors in Iceland. In the fast changing world of information technology the ISIP plays a leading role in various areas. The main function today is organising conferences and lectures, co-operating in international work with other societies, publishing a bi-monthly magazine on domestic topics and running a committee dedicated to translating computing terms into Icelandic. Most of the work done for the ISIP is voluntary and yet there is no shortage of people eager to dedicate much of their spare time in the various fields the ISIP works in and the goal is set to follow a high quality standard.

Conferences and lectures have become the area in which the ISIP has lately dedicated most of its effort and attendance is growing yearly and constantly exceeding previous records with the lecturers both being Icelandic and foreign and the trend has been to focus more on the future and strategy. Gaining increasing popularity are lunch-meetings with one or two short lectures often focusing on issues under debate. The ISIP will in the future emphasise conferences and lectures even more and progress in video conference technology makes it now feasible to get experts from around the world to talk at these events without them leaving their home country.

From the very beginning the ISIP has made an effort to introduce computing terms in the native tongue, often with much success. Though the published dictionaries themselves do not sell in large numbers of copies the translated words take hold and are in general use among the public. An effort is made to translate new terms and there are very few foreign words in general use and those that write and speak in public about information technology use with hardly any exception the Icelandic words available. In February 1998 the third edition of the computing dictionary was published and in it are 5800 translations.

The ISIP takes an active part in international work and is a member of the Nordisk Data Union, NDU, and the Council of European Professional Informatics Societies, CEPIS. Among the work the ISIP has recently taken part in with CEPIS is co-operation in introducing the European Computer Driving License, ECDL. This is a joint European project giving the holder, after passing tests, a certificate of a certain level of computer proficiency and is valid throughout the Union and the European Economic Area, of which Iceland is part.

Since 1976 the ISIP has published a magazine with articles and essays on a wide range of topics of information technology. The magazine, which is the oldest computing magazine published in the country, began in the humble form of a newsletter but has grown and is now a peer-reviewed magazine published annually, with each volume around 50 pages long. Circulation is limited to   members of the ISIP but the articles are also available on the magazine's home page. Subjects cover a large area and are often in-depth articles written by leading professionals in their field in Iceland.

It goes without saying that an organization as the ISIP has constantly to review itself and adapt to changes that are faster than ever and heads towards the future with optimism. The goal in the near future is to strengthen ties with other professional organisations in Iceland in the field of information technology, to encourage the formation within the ISIP of focus groups on different fields of IT and to broaden the membership as well as to continue in the fields mentioned above, which have met with much success.

Contact information:
Address:

 

 

Skyrsluteaknifelag Islands
Engjateig 9
105 Reykjavík
Iceland

 

Telephone:

email:
Web:    

+354 553 2460

sky@sky.is
www.sky.is

 
  • 1
  • 2