Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

2016 Tölvumál - prentútgáfa í haust

Nú erum við í ritnefnd Tölvumála að leita eftir greinum í prentað blað sem kemur út í haust þar sem þemað verður íslenskan og upplýsingatæknin.

Við höfum áhuga á að skoða stöðu íslenskunnar í dag en einnig að líta til framtíðar. Sem dæmi má nefna: Hver er stefna stjórnvalda, menntastofnana og fyrirtækja? Erum við að fylgja þeirri stefnu? Hvað segir unga fólkið? Hvaða mál notar það? Leitað er eftir greinum sem fjalla um upplýsingatækni á breiðum grundvelli  en ekki kynningu á vöru eða fyrirtæki. Greinar um annað efni eru auðvitað vel þegnar.

Nafn greinar þarf að vera stutt og laggott og nafn og starfsheiti höfunda(r) að fylgja. Millifyrirsagnir eru mjög æskilegar; þær bæta útlit og framsetningu efnis. Mynd af höfundi(um) er nauðsyn og æskilegt er að hafa einnig aðrar myndir. Eftir að grein hefur verið send á ritstjóra fer hún í yfirlestur, gert er ráð fyrir að höfundar vandi málfar sitt en ritnefnd áskilur sér rétt til að laga augljósar ritvillur.

Æskileg lengd greina í prentútgáfu Tölvumála er 1-2 síður, eða u.þ.b. 1000-1200 orð. Nánar má sjá um frágang greina á vef ský (sky.is) undir Tölvumál.

Gott væri að fá greinar fyrir sumarfrí í lok júní en loka skilafrestur fyrir greinar fyrir prentaða útgáfu er 1. september 2016 á netfangið asrun@ru.is
Þeir sem vilja auglýsa í blaðinu eru beðnir að hafa samband sem fyrst við sky@sky.is þar sem takmarkað pláss er fyrir auglýsingar.

Ef þú þekkir til góðra penna væri vel þegið að benda þeim einnig á að senda greinar í Tölvumál um upplýsingatækni, bæði fyrir blaðið og vefinn okkar en við birtum vikulega pistla á netinu (800 orð).

Einnig stendur til að fjölga í ritnefndinni og nýir meðlimir velkomnir.