Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Hausmynd1

Stjórn Ský 1968-1969

Stjórn Skýrslutæknifélags Íslands 1968-1969

Formaður
Hjörleifur Hjörleifsson 
Varaformaður
Gunnlaugur Björnsson
Meðstjórnendur
Jakob Sigurðsson,
Svavar Jóhannsson,
Magnús Magnússon
og Bjarni P. Jónsson
Varamenn
Sigfinnur Sigurðsson
og Sigurður Þórðarson
 

Stjórn Ský 1969-1970

Stjórn Skýrslutæknifélags Íslands 1969-1970

Formaður
Hjörleifur Hjörleifsson  
Varaformaður
Gunnlaugur Björnsson
Meðstjórnendur
Jakob Sigurðsson,
Svavar Jóhannsson,
Magnús Magnússon
og Bjarni P. Jónsson
Varamenn
Sigfinnur Sigurðsson
og Sigurður Þórðarson

 

Stjórn Ský 1970-1971

Stjórn Skýrslutæknifélags Íslands 1970-1971

Formaður
Hjörleifur Hjörleifsson  
Varaformaður

Gunnlaugur Björnsson
Meðstjórnendur
Jakob Sigurðsson,
Svavar Jóhannsson,
Magnús Magnússon
og Bjarni P. Jónsson
Varamenn
Sigfinnur Sigurðsson
og Sigurður Þórðarson
 

UT verðlaun Ský

Upplýsingatækniverðlaun Ský

Heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi

Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) veitir verðlaunin og eru þau að danskri fyrirmynd. Veiting þeirra er árleg frá árinu 2010.

Verðlaunahafar frá upphafi

Hægt að sjá rökstuðning valnefndar fyrir valinu með því að smella á heiti viðkomandi verðlaunahafa.

Marel fékk elleftu Upplýsingatækniverðlaun Ský 2020
Verðlaunin voru afhent af forseta Íslands hr. Guðna Th. Jóhannessyni á UTmessunni 7. febrúar 2020

     Meniga var valið UT-Fyrirtækið 2019
     Genki Instruments var valið UT-Sprotinn 2019
     Kara Connect var valið UT-Stafræna þjónustan 2019

Ragnheiður H. Magnúsdóttir fékk tíundu Upplýsingatækniverðlaun Ský 2019
Verðlaunin voru afhent af forseta Íslands hr. Guðna Th. Jóhannessyni á UTmessunni 8. febrúar 2019.

     Nox Medical var valið UT-Fyrirtækið 2018
     Syndis var valið UT-Sprotinn 2018
     Leggja.is var valið UT-Stafræna þjónustan 2018

Tölvunarfræði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík fékk níundu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir afhenti verðlaunin í 50 ára afmælishófi Ský 6. apríl 2018.

Aðgerðagrunnur SAReye fékk áttundu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti Guðbrandi Erni Arnarsyni verðlaunin á UTmessunni 3. febrúar 2017.

Skúli Eggert Þórðarson og embætti ríkisskattstjóra fékk sjöundu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin í lokahófi UTmessunnar 6. febrúar 2016.

Hjálmar Gíslason fékk sjöttu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks afhenti verðlaunin á UTmessunni 6. febrúar 2015.

Rakel Sölvadóttir fékk fimmtu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti verðlaunin á UTmessunni 7. febrúar 2014.

Hilmar Veigar Pétursson fékk fjórðu Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin á UTmessunni 8. febrúar 2013.

Maríus Ólafsson fékk þriðju Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR afhenti verðlaunin á UTmessunni 9. febrúar 2012.

Reiknistofa bankanna fékk önnur Upplýsingatækniverðlaun Ský.
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin á UTmessunni 18. mars 2011.

Friðrik Skúlason fékk fyrstu Upplýsingatækiverðlaun Ský.
Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra afhenti honum verðlaunin á UT-deginum 20. maí 2010.

---

Valnefnd

Árlega skipar stjórn Ský valnefnd sem hefur sérþekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni. Valnefnd samanstendur af tveimur síðustu verðlaunahöfum, fulltrúa frá samtökum upplýsingatæknifyrirtækja, fulltrúi háskóla, fulltrúi stjórnar Ský ásamt starfandi framkvæmdastjóra Ský.

Skilyrði UT-verðlauna Ský

Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Valnefndin getur einnig sent inn tilnefningar. Hver aðili getur aðeins sent inn eina tilnefningu í hverjum flokki og skal hún rökstudd. Eftir að fresti til tilnefninga lýkur velur valnefnd þann aðila sem þykir skara framúr og skal hún vera einróma um valið og rökstyðja það vel.

Verðlaunaflokkar fyrir afrek líðandi árs

Til viðbótar við UT-verðlaunin er hægt að tilnefna til nokkurra aukaflokka og skal miða það við afrek á liðnu ári. Munið að rökstyðja tilnefninguna í texta (ekki setja tengla hingað og þangað).

          UT-Fyrirtækið
          UT-Sprotinn
          UT-Stafræna þjónustan
          UT-Tölvuleikurinn

---

SENDA INN TILNEFNINGU

Allir geta sent inn tilnefningar.

Eftirtaldar upplýsingar þurfa að fylgja tilnefningum:

1. Tilgreindu þann aðila sem þú telur að hafi skarað framúr á sviði upplýsingatækni og uppfyllir skilyrði tilnefninga.

2. Tilgreindu í hvaða verðlaunaflokk tilnefningin á að vera (UT-verðlaunin eða einhvern af aukaflokkunum).

3. Lýstu af hverju þú tilnefnir viðkomandi (hvert er afrekið) og hvernig hefur það sannað sig með afgerandi hætti. Mundu eftir að rökstyðja vel svo valnefndin eigi auðvelt með að taka afstöðu.
ATH. ekki setja inn tengla, einungis tekið við samfelldum texta með rökstuðningi.

4. Nafn og tölvupóstfang þitt.

Ský í fjölmiðlum

Áhugaverðar upplýsingar um Ský
Ský er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Félagið er "non-profit" og miðast rekstur þess við það. Tilgangur Ský er að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni.

Hlutverk Ský er að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni og hlúa að því öfluga þekkingar- og tengslaneti sem myndast hefur innan félagsins og veita þannig félagsmönnum sínum virðisauka og vegsemd.

Markmið Ský eru:
· að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar
· að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna
· að koma fram opinberlega fyrir hönd fólks í upplýsingatækni
· að stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni
· að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni

Skýrslutæknifélag Íslands, í daglegu máli nefnt Ský, var stofnað af frumkvöðlum í tölvugeiranum þann 6. apríl 1968 og voru stofnfélagar um 100 talsins. Haldið hefur verið utan um sögu Ský af öldungadeild félagsins, sjá einnig Söguvefinn. Orðanefnd hefur starfað innan félagsins frá upphafi og félagið hefur gefið út tímaritið Tölvumál frá árinu 1976. Innan Ský starfa allmargir faghópar og eru félagar árið 2015 rúmmlega 1.000.

Tengiliður við fjölmiðla
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský
Sími: 553-2460 / 861-2176

Einnig má hafa samband við stjórn Ský.

 

 

2019 UT-verðlaun rökstuðningur

Verðlaunahafi Upplýsingatækniverðlauna Ský 2019

Ragnheiður H. Magnúsdóttir

UTmessan 19 02 08 7612

Upplýsingatæknimál á Íslandi hafa náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum. Sá árangur felst meðal annars í því að hugverki og tækni hefur verið lyft upp á mun hærri stall en áður og við höfum séð risaskref í þá átt að gera það þekkt og sýnilegt að þessi geiri myndar eina af meginstoðum atvinnulífsins á Íslandi. Þá hefur náðst mikill árangur í að auka áhuga á námi í tæknigreinum almennt og loks að vekja athygli stelpna og kvenna á þátttöku í þeim greinum, en aukið afl, aukinn fjöldi og fjölbreytni fólks sem vinnur í tæknigeiranum er mikilvæg forsenda þess að Ísland dragist ekki aftur úr öðrum þjóðum í samkeppnishæfni til framtíðar.

Að öðrum ólöstuðum hefur Ragnheiður að okkar mati verið í fararbroddi þegar kemur að því að halda á lofti mikilvægi upplýsingatæknigeirans og mikilvægi fjölbreytileikans í þeim geira í íslensku atvinnulífi.

Ragnheiður var framkvæmdastjóri Hugsmiðjunar í tæp 6 ár þar til hún ákvað að söðla um til að taka að sér breytingastjórnunarverkefni hjá Marel sem snýr að því að breyta því hvernig Marel getur nýtt sér tæknina til að selja fleiri vörur til viðskiptavina sinna.  Þaðan fór hún til Veitna, þar sem hún var ráðin forstöðumaður Framkvæmda þar sem hún vinnur meðal annars að snjallvæðingu veitukerfa.

Ragnheiður nýtur mikils trausts innan upplýsingatæknigeirans og er góð og mikilvæg fyrirmynd fyrir konur í tækni.

Sýnishorn af fjölbreyttu starfi Ragnheiðar til að breiða út áhuga og þekkingu á upplýsingatækni:

Ragnheiður sat í stjórn Samtaka vefiðnaðarins í tæp sjö ár og leiddi þar þá vinnu að fá meiri breidd í kennslu á tölvunarfræði, t.d. með að kenna meiri vef/viðmótsforritun sem hún telur að höfði betur til stelpna. HR tók vel í þessar hugmyndir Ragnheiðar og fór strax af stað með fimmtu áherslulínuna (Viðmótsforritun) í sínu tölvunarfræðinámi. Eins aðstoðaði hún Tæknskólann við gerð 2 ára diplómanáms fyrir vefþróun.

Ragnheiður sat til fjölda ára í stjórn Ský sem hefur þann tilgang að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni.

Ragnheiður er ein af stofnendum félagsskaparins Tæknitátur (á ensku Arctic Girl Geek Dinners) ásamt þremur öðrum konum. Félagsskapurinn er byggður á félagsskap sem er starfræktur um allan heim - Girl Geek Dinners. Tilgangur félagsins er að stelpur í tæknigreinum hittist til að fræða hvora aðra um 1-2 málefni og borða svo saman kvöldmat á eftir og styrki tengslanetið sitt.

Hún hefur verið  varaformaður Tækniþróunarsjóðs frá 2015- þar sem hún hefur tekið þátt í róttækum breytingum á styrkjunum, þar sem fyrirtækjum yngri en 5 ára hafa möguleika á að fá styrki fyrir verkefni á frumstigi. Einnig hef Ragnheiður beitt sér fyrir því að tækniþróunarsjóður sé kynntur sem víðast til að fá fleiri umsóknir frá konum.

Ragnheiður er formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, skipuð af atvinnuvegaráðherra í upphafi árs 2016. Hlutverk Vísinda og tækniráðs er að móta opinbera stefnu í tækni og vísindum á Íslandi.

Hún var formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT 2015-18, megin áhersla hefur verið lögð á að fá gögn um stærð bransans með hjálp Hagstofu Íslands, ná yfirliti yfir ung upplýsingatæknifyrirtæki, grasrótina, og taka þátt í verkefnum sem virkja ungt fólk til að skilja og taka þátt í upplýsingatækni. Hefur haldið fjölmarga fyrirlestra f.h. SUT um upplýsingatæknimál og mikilvægi þess að fá fleira fólk inn í bransann og þá sérstaklega konur.

Ragnheiður var einn helsti hvatamaður af stofnun Hugverkaráðs SI, sat sem varaformaður í byrjun og tók við formennsku 2016 og sat til september 2018.  Í því hlutverki hefur hún haldið fjölmarga fyrirlestra um mikilvægi þess að Ísland leggi meiri áherslu á fjórðu stoðina, sem hugverkageirinn vissulega er. Megin markmið Hugverkaráðs var að ná skilningi á þessu hjá pólitíkinni. Unnið var ötullega að því að gera breytingar á lögum fyrir nýsköpunargeirann og nýtt nýsköpunarfrumvarp varð að lögum í júní 2016. Þar var hækkað þakið á endurgreiðslu á rannsóknar og þróunarkostnaði hjá fyrirtækjum, fyrirtækjum gert það auðveldara að ráða hingað til lands erlenda sérfræðinga o.fl.

Að auki var það markmið hugverkaráðs að áherslur á hugverkageirann kæmu fram í stjórarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar árið 2017. Það tókst, en þar segir m.a.: “Fjölbreytni í atvinnulífinu verður aukin með fjárfestingu eða annars konar hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, svo sem umhverfisvænni tækniþróun og framleiðslu, hugverka- og þekkingariðnaði og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi.”

Ragnheiður hefur undanfarin ár haldið mörg erindi um mikilvægi þess að Ísland taki þátt í fjórðu iðnbyltingunni sem er þegar hafin með látum með tækni eins Virtual reality, Augmentet reality, Gervigreind, Internet of things, machine learning og róbótavæðingu. Þá hefur hún beitt sér fyrr því að Ísland taki þátt í þessari tæknibyltingu strax frá upphafi og byggi hér upp mikla þekkingu og skapi nýsköpunarumhverfi sem er á pari við það sem best gerist í öðrum löndum.

Ragnheiður er engan veginn hætt, hún situr í stýrihópi um mótun heilstæðar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og hefur þar áhrif á framtíðarhorfur Íslands, þar sem upplýsingartæknin mun leika stórt hlutverk.  Þá er hún í nefnd forsætisráðherra um 4. iðnbyltinguna.

Ragnheiður er sterkur leiðtogi og hefur gefið rausnarlega af sér í þennan mikilvæga málaflokk, í gegnum störf sín í tæknigeiranum, ráð, nefndir, stjórnir og félagsstarf. Þá hefur hún verið óþreytandi við að breiða út boðskapinn í frítíma sínum, enda með skýra hugsjón og sterka sannfæringu þegar kemur að vægi upplýsingatækni í íslensku samfélagi.

Það er með mikilli ánægju að veita Ragnheiði Upplýsingatækniverðlaun Ský 2019 – heiðursverðlaun fyrir framlag til upplýsingatækni.

Minning dr. Jón Þór Þórhallsson

Hinsta kveðja til heiðursfélaga Ský - minningarorð
JonThorThorhallsson
dr. Jón Þór Þórhallsson 

Fæddur 21.06.1939 
Dáinn 20.09.2016 

Höfundar: Ómar Ingólfsson, Stefán Kjærnested og Þorsteinn Garðarsson      


Einn af þeim mönnum sem hefur haft einna mest áhrif á þróun upplýsingatækni á Íslandi er Dr. Jón Þór Þórhallsson, er við kveðjum hér.  Eftir stúdentspróf fór hann fór til náms í Þýskalandi árið 1959, fyrst við Tækniháskólann í Karlsruhe en síðan við Háskólann í Gießen í Hessen þar sem hann hlaut doktorsgráðu í fræðilegri eðlisfræði og útskrifaðist með láði árið 1967.

UT-verðlaun Ský 2018

Verðlaunahafar Upplýsingatækniverðlauna Ský 2018

TÖLVUNARFRÆÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK

 MG 131920180406 184147

Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir afhenti Kristjáni Jónassyni Háskóla Íslands og Gísla Hjálmtýssyni Háskólanum í Reykjavík UT-verðlaun Ský í 50 ára afmælishófi félagsins þann 6. apríl 2018.

Tölvunarfræði hefur verið kennd á háskólastigi á Íslandi frá árinu 1976, en þá hófst fyrst kennsla í Háskóla Íslands að tilstuðlan dr. Odds Benediktssonar. Árið 1998 hófst kennsla í tölvunarfræði hjá Háskólanum í Reykjavík, en fram að þeim tíma hafði kerfisfræði verið kennd við skólann.

Á þessum tíma hafa útskrifast í kringum 2.500 nemendur úr grunnnámi, um það bil 160 manns hafa lokið meistaranámi og rúmlega 10 manns hafa lokið doktorsnámi. Á fyrstu árum tölvunarfræðinnar og lengi framan af hefur kynjaskiptingin verið frekar ójöfn þar sem karlmenn hafa verið í miklum meirihluta. En með talsverðu átaki hefur báðum skólum tekist að auka áhuga kvenna á tölvunarfræði sem námsleið og voru konur 30% þeirra sem útskrifuðust með B.Sc. í tölvunarfræði árið 2017. Er svo komið að hvergi er í heiminum er jafn mikil fjölgun nýinnritaðra kvenna í tölvunarfræði og í háskólunum hér á Íslandi.

Það má hiklaust segja að tölvunarfræðideildir Háskólanna hafa lagt sitt af mörkum til samfélagsins með því mikla og góða starfi sem þar fer fram. Tölvunarfræði og tæknimenntun er að verða ein af grundavallar stöðum íslensks atvinnulífs og standa íslensk tölvufyrirtæki vel að vígi með háskólamenntaða starfsmenn en þó er ekki hægt að horfa framhjá því að framundan er skortur á starfsmönnum með tölvumenntun um allan heim enda tölvutæknin alls staðar í öllum geirum atvinnulífsins.

Það er því með mikilli ánægju sem Ský veitir tölvunarfræði Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands Upplýsingatækniverðlaunin 2018.

 

HÁSKÓLI ÍSLANDS

Fyrsta námsleiðin í tölvunarfræði var sett á stofn innan Stærðfræðiskorar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands 1976. Aðal hvatamaður að stofnun námsleiðarinnar var dr. Oddur Benediktsson, prófessor í stærðfræði. Fyrstu þrír tölvunarfræðingarnir brautskráðust vorið 1978, tvær konur og einn karl.  Síðan þá hafa brautskráðst vel yfir 1000 tölvunarfræðingar frá Háskóla Íslands. Hlutfall karla og kvenna hefur sveiflast talsvert í gegnum árin rétt eins og annars staðar í heiminum rétt eins og annars staðar í heiminum, en yfir heildina eru konur um fimmtungur nemenda. Nemendur sem hafa brautskráðst frá Háskóla Íslands hafa lokið framhaldsnámi um allan heim með góðum árangri. Aðrir háskólar búast við að fá góða nemendur frá Háskóla Íslands.

Nám í hugbúnaðarverkfræði hófst 2002. Námið hefur notið vaxandi vinsælda og hafa tæplega tvö hundruð brautskráðst með B.S. próf í hugbúnaðarverkfræði. Til að öðlast verkfræðingstitil þurfa nemendur að ljúka M.S. gráðu í hugbúnaðarverkfræði sem nemendur geta gert hérlendis og erlendis.

Árið 1998 hófst meistaranám í tölvunarfræði og nokkrum árum seinna í hugbúnaðarverkfræði.  Yfir sjötta tug nemenda hefur lokið MS-prófi í tölvunarfræði og 15 nemendur hafa lokið MS-prófi í Hugbúnaðarverkfræði. Einn nemandi hefur lokið doktorsprófi í tölvunarfræði og einn nemandi hefur lokið doktorsprófi í hugbúnaðarverkfræði. Nemendur sem hafa verið í grunnnámi í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og lokið doktorsprófi fylla á annan tug.

Í upphafi námsins sinnti Oddur Benediktsson kennslunni ásamt stundakennurum. Einnig kenndi Sven Þ. Sigurðsson námskeið í fræðilegri tölvunarfræði. Síðan hefur kennurum fjölgað jafnt og þétt og núna eru við námsbraut í tölvunarfræði 14 fastir kennarar og aðjúnktar ásamt fjölmörgum stundakennurum. 

Á þessu tímabili hefur tölvunarfræðin sem þekkingariðnaður vaxið frá því að vera nánast ósýnileg í að verða nánast fjórðungur af þjóðarkökunni.  Nemendur hafa átt þess kost að læra nýsköpun og frumkvöðlafræði í aldarfjórðung sem hefur leitt til þess að fjölmörg fyrirtæki hafa verið stofnuð. Kennarar í tölvunarfræði hafa stofnað á annan tug sprotafyrirtækja.  Rannsóknir kennarar í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði spanna vítt svið. Þeir eru í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hérlendis sem erlendis.

 

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

Tölvunarfræði hefur verið kennd við Háskólann í Reykjavík frá stofnun háskólans árið 1998.  Hlutverk HR er að sinna þörfum atvinnulífs og samfélags fyrir menntun og þekkingu á sviðum tækni, viðskipta og laga.  Því hefur það verið keppnismál frá upphafi að sinna vel menntun á sviði upplýsingatækni, enda þörf samfélagsins mikil og stöðugt vaxandi.

Námsframboð í upplýsingatækni við Háskólann í Reykjavík hefur þróast mikið á þeim 20 árum sem liðið hafa. Í upphafi var boðið upp á grunnnám og meistaranám í tölvunarfræði og diplóma í kerfisfræði. Síðar bættist hugbúnaðarverkfræði við og svo tölvunarstærðfræði. Til að halda áfram að mæta þörfum atvinnulífsins hafa á síðustu árum bæst við brautir sem tengja tölvunarfræði og viðskipti, en í boði eru bæði grunnnám í tölvunarfræði með áherslu á viðskiptafræði og meistaranám í upplýsingastjórnun.   Enn fremur er nú boðið upp á nám í tölvunarfræði á Akureyri í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Háskólinn í Reykjavík hefur útskrifað yfir 1250 einstaklinga í tölvunarfræðigreinum frá upphafi náms árið 1998.  Af þeim hafa yfir 80 lokið meistaragráðu og 10 doktorsgráðu.  Fjöldi útskrifaðra hefur sveiflast verulega í gegnum árin og þegar fjöldi útskrifaðra var kominn niður undir 60 árið 2007 var farið í átak til að efla áhuga á námi í tölvunarfræði, í samstarfi við atvinnulíf og atvinnulífssamtök.  Það hefur skilað sé í mikilli fjölgun og á síðasta ári útskrifaði HR um 220 nemendur í upplýsingatækni.

Í gegnum tíðina hafa karlar verið meirihluti nemenda og svo er ennþá.  Töluvert hefur þó áunnist í að jafna kynjahlutföllin á síðustu árum og er hlutfall kvenna meðal nýnema í tölvunarfræði við HR komið í um þriðjung í dag.  Félag kvenna í tölvunarfræðinámi við HR, /sys/tur, og verkefnið Stelpur og tækni hafa lagt mikið til þessa árangurs.

Kennsla og rannsóknir í tölvunarfræði við HR hafa skilað samfélaginu miklu í gegnum árin og má þakka það því frábæra starfsfólki sem vinnur í tölvunarfræðideild HR og í öðrum deildum og sviðum HR sem koma að kennslu og veita nemendum þjónustu og stuðning.

----

Í valnefnd voru Guðbrandur Örn Arnarson hjá SAReye, Jóhannes Jónsson hjá Ríkisskattstjóra, Steinunn Gestsdóttir hjá Háskóla Íslands, Svana Gunnarsdóttir hjá Frumtaki Ventures, Snæbjörn Ingi Ingólfsson hjá Origo og Arnheiður Guðmundsdóttir hjá Ský. Verðlaunagripurinn er glerlistaverk eftir Ingu Elínu.

Valnefndin hafði skv. reglum að leiðarljósi að verðlaunin væru veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Stjórn Ský 2016-2017

Stjórn Skýrslutæknifélags Íslands 2016-2017:

Formaður: Guðjón Karl Arnarsson, RB
Helga Dögg Björgvinsdóttir, Microsoft Íslandi
Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Nýherji
Birna Íris Jónsdóttir, Landsbankinn
Birna Guðmundsdóttir
Theodór Gíslason, Syndis
Kristján Ólafsson, Opin kerfi

Persónuvernd

Persónuverndarstefna Ský:

Skýrslutæknifélag Íslands eru félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða. Félagið hefur ekki persónuverndarfulltrúa þar sem félagið fellur ekki undir þá skilgreiningu skv. lögum nr 90/2018 málsgrein 35. Allar fyrirspurnir um persónuvernd félagsins skal senda á sky@sky.is.

Félagið heldur utan um lágmarks persónuupplýsingar viðskiptavina. Upplýsingarnar eru eingöngu notaðar til að halda utanum viðburði/samskipti og félagatal ásamt reikningagerð. Upplýsingum er aldrei dreift til 3ja aðila.

Stefna Ský um meðferð persónuupplýsinga hlýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í þeim tilfellum þar sem persónulegar upplýsingar eru skráðar svo sem vegna félagsaðildar eða skráningar á viðburði og gefnar eru upp persónuupplýsingar mun félagið sjá til þess að upplýsingarnar séu geymdar á öruggan hátt og aldrei gefnar upp til 3ja aðila eða notaðar í öðrum tilgangi án samþykkis viðkomandi eða með dómsúrskurði. 

Við heimsóknir á vefsíður okkar verða til ýmsar upplýsingar sem eingöngu eru notaðar í tölfræðilegum tilgangi svo sem fjölda heimsókna á vefi, þjónustustigi og öðru tengt vefmælingum (e. Cookies) og eru allir notendur upplýstir um það sem fara inn á vefi félagsins eftir 1. júní 2018. 

Tilgangur:
Upplýsingarnar eru unnar fyrst og fremst til að geta efnt formlega og óformlega samninga við viðskiptavini félagsins og til að sinna öðrum þeim skyldum sem leiða af þjónustu við viðskiptavini, en einnig fer vinnslan fram til að tryggja að viðskiptavinir félagsins fái góða þjónustu.

Félagatal:
Félagsaðild er á einstaklinga og þarf því að hafa lágmarksupplýsingar um félagsmenn til að tryggja að ljóst sé hvaða einstakling um er að ræða. Einnig þarf að halda utan um hver er greiðandi félagsgjalds. Öll samskipti milli félagsins og félaga fara fram í gegnum tölvupósta og því nauðsynlegt að fá uppgefið netfang í upphafi en viðkomandi getur þó afskráð netfangið hvenær sem er eftir það. Vistað er í félagatali þegar viðkomandi fær tímaritið Tölvumál sent í pósti til sín og einnig eru samskipti vistuð þegar við á.

Upplýsingar sem krafist er:
- kennitala einstaklings
- nafn einstaklings
- tölvupóstfang einstaklings
- kennitala greiðanda
- nafn greiðanda
aðrar upplýsingar eru valkvæðar svo sem símanúmer.

Póstlisti:
Allir sem skrá sig á póstlista félagsins þurfa að gefa upp tölvupóstfang og nafn. Póstlista er ALDREI dreift til 3ja aðila og eingöngu notaður til að auglýsa starfsemi félagsins.  Allir sem skrá sig á viðburði félagsins velja hvort þeir fari á póstlista með því að merkja eða afmerkja í hak um það. Hægt er að segja sig af póstlistanum hvenær sem er með því að ýta á "afskrá" í fjöldapóstum eða senda póst á sky@sky.is. Einnig er alltaf hægt að senda ósk um að eyða gögnum um sig á sky@sky.is (nema lögbundnum bókhaldsgögnum).

Viðburðaskráning:
Helsta starfsemi félagsins felst í að halda fræðsluviðburði. Allir sem mæta á viðburði verða að gefa upp lágmarksupplýsingar svo ljóst sé hvaða einstaklingur er að skrá sig og hver er greiðandi. Haldið er utan um á hvaða viðburði viðkomandi mætti í þeim tilgangi að geta svarað fyrirspurnum um reikninga. Einnig er alltaf hægt að senda ósk um að eyða gögnum um sig á sky@sky.is (nema lögbundnum bókhaldsgögnum).

Tölvukerfi:
Tölvukerfi félagsins eru hýst í öruggu umhverfi hjá eða í gegnum Advania. Þar er átt við Navision bókhaldskerfi/félagakerfi, tölvupóstkerfi og vefi Ský. 

Vinnsluskrá:
Félagið heldur utan um vinnsluskrá þar sem fram kemur hvaða upplýsingar eru vistaðar og hvernig öryggi þeirra er tryggt. 

Geymslutími:
Félagið leitast við að uppfylla lög og skyldur varðandi geymslutíma gagna svo sem bókhaldslög. 

Viðskiptavinir félagsins geta hvenær sem er óskað eftir upplýsingum um hvaða gögn eru vistuð og farið fram á leiðréttingu, eyðingu, andmæla vinnslu auk réttarins til að flytja eigin gögn. Þessi réttindi eru þó ekki alltaf til staðar. Þannig kunna lög að skylda félagið til að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum. Þá getur félagið hafnað beiðni þinni vegna réttinda félagsins svo sem réttinda annarra aðila, s.s. til friðhelgi einkalífs, telji félagið þau réttindi vega þyngra. Ef upp koma aðstæður þar sem að félagið getur ekki orðið við beiðni þinni mun félagið leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

Myndir:
Rétt er að nefna að teknar eru myndir/myndbönd á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar oft á viðburði. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Ský.

Persónuverndarstefna Ský er endurskoðuð reglulega og uppfærð á vef félagsins.

Gildandi persónuverndarstefna gildir frá 31. maí 2018.
Síðast breytt 31. okt. 2018.

Fyrirspurnir eða ábendingar skal senda á netfang félagsins, sky@sky.is og svarar framkvæmdastjóri félagsins fyrir persónuverndarstefnuna.

 

----


Fulltrúi Ský í stjórn Persónuvernd

Skv. lögum 90/2018 málsgrein 38 um Persónuvernd á Skýrslutæknifélagið fulltrúa í stjórn Persónuverndar. Skipað er í stjórn af ráðherra í fjögur ár í senn.

Fulltrúar Skýrslutæknifélagsins síðustu árin hafa verið:

2016-2020:
Þorvarður Kári Ólafsson, aðalmaður
Jónas Sturla Sverrisson, varamaður

2012-2016:
Sigrún Gunnarsdóttir, aðalmaður
Þorvarður Kári Ólafsson, varamaður

2008-2012:
Magnús Hafliðason, aðalmaður
Sigrún Gunnarsdóttir, varamaður

2004-2008:

2000-2004:

 


Guðbjörg Sigurðardóttir, aðalmaður