Skráning í Ský

Allir geta orðið félagar í Ský sem áhuga hafa á eða starfa við upplýsingatækni og eru allir velkomnir í félagið.

Félagsaðild er á skráð á nafn og kennitölu þess einstaklings sem vill verða félagsmaður þ.e. hvort sem einstaklingur greiðir sjálfur félagsgjaldið eða fyrirtæki/stofnanir greiði fyrir einstaklinginn. Aðildin er því á einstaklinginn sem er skráður og fylgir honum þó viðkomandi skipti um starf. 

Ef þú vilt breyta skráningunni þinni á einhvern hátt svo sem skrá þig í eða úr faghópum, annan greiðanda eða úr Ský þarf að senda tölvupóst á sky@sky.is og við breytum skráningunni þinni um hæl.


Verðskrá Ský

Hvaða ávinningur er af því að vera félagi í Ský? 

  • Tækifæri til að tengjast öðrum í tölvu- og upplýsingatæknigeiranum í fjölmennu tengslaneti Ský.
  • Lægri ráðstefnugjöld á ráðstefnur félagsins fyrir félagsmenn.
  • Áskrift að Tölvumálum, fagtímariti með efni tengdu tölvunotkun og upplýsingatækni.
  • Leið að faghópastarfi innan félagsins. 
  • Þátttaka í starfi ritnefndar og orðanefndar er opin öllum félagsmönnum
  • Aðstoð við stofnun faghópa innan félagsins. Hafi félagsmenn áhuga á að stofna faghóp eða tengslanet þá aðstoðar félagið við það.
  • Félagsmönnum er gefið tækifæri til að starfa í/með undirbúningsnefndum ráðstefna og funda félagsins. 
  • 10% afsláttur af námskeiðum hjá Opna háskóla HR.

Upplýsingar um félaga

Upplýsingar um félagsmann

Faghópaskráning

Hakaðu við ef þú vilt fylgjast með faghópum Ský

Greiðsluupplýsingar

Upplýsingar vegna reikningagerðar

Allir sem skrá sig í Ský fara sjálfkrafa á póstlista félagsins og fara flestöll samskipti fram í gegnum tölvupósta. Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að senda tölvupóst á sky@sky.is eða ýta á AFSKRÁ neðst í póstum frá Ský.

 

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is