Skráning í Ský
Allir geta orðið félagar í Ský sem áhuga hafa á eða starfa við upplýsingatækni og eru allir velkomnir í félagið.
Félagsaðild er á skráð á nafn og kennitölu þess einstaklings sem vill verða félagsmaður þ.e. hvort sem einstaklingur greiðir sjálfur félagsgjaldið eða fyrirtæki/stofnanir greiði fyrir einstaklinginn. Aðildin er því á einstaklinginn sem er skráður og fylgir honum þó viðkomandi skipti um starf.
Ef þú vilt breyta skráningunni þinni á einhvern hátt svo sem skrá þig í eða úr faghópum, annan greiðanda eða úr Ský þarf að senda tölvupóst á sky@sky.is og við breytum skráningunni þinni um hæl.
Hvaða ávinningur er af því að vera félagi í Ský?
- Tækifæri til að tengjast öðrum í tölvu- og upplýsingatæknigeiranum í fjölmennu tengslaneti Ský.
- Lægri ráðstefnugjöld á ráðstefnur félagsins fyrir félagsmenn.
- Áskrift að Tölvumálum, fagtímariti með efni tengdu tölvunotkun og upplýsingatækni.
- Leið að faghópastarfi innan félagsins.
- Þátttaka í starfi ritnefndar og orðanefndar er opin öllum félagsmönnum
- Aðstoð við stofnun faghópa innan félagsins. Hafi félagsmenn áhuga á að stofna faghóp eða tengslanet þá aðstoðar félagið við það.
- Félagsmönnum er gefið tækifæri til að starfa í/með undirbúningsnefndum ráðstefna og funda félagsins.
- 10% afsláttur af námskeiðum hjá Opna háskóla HR.
Allir sem skrá sig í Ský fara sjálfkrafa á póstlista félagsins og fara flestöll samskipti fram í gegnum tölvupósta. Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að senda tölvupóst á sky@sky.is eða ýta á AFSKRÁ neðst í póstum frá Ský.