Skip to main content

Söguhópur, faghópur um sögu og minjar

Stofnaður miðvikudaginn 22. júní 2004


Dagskr Viðburðir


Samþykktir

1. gr.
Söguhópur Ský er faghópur innan félagsins starfar eftir reglum þess um faghópa.

2. gr.
Tilgangur og verkefni faghópsins er m.a. varðveisla sögulegra gagna og heimilda, í hvaða formi sem er, um vélræna gagnavinnslu og notkun upplýsingatækni á Íslandi. Þetta felur meðal annars í sér að skrá sögu upplýsingatækninnar og að stuðla að því að varðveittur verði búnaður sem þýðingu hefur fyrir söguna.

3. gr.
Félagar geta allir orðið sem áhuga hafa á sögu tölvutækninnar.

Samþykktar á stofnfundi 22. júní 2004.
3. gr. breytt á skýrslufundi 19. janúar 2006.
1., 2., 3. og 4. gr. breytt, 5. og 6. gr. felldar niður á skýrslufundi 18. febrúar 2022 (reglum breytt til samræmis við aðra faghópa).


Stjórn 2024 - 2025
Sæmundur Melstað, formaður
Ágúst Úlfar Sigurðsson
Eggert Ólafsson
Guðmundur Hannesson
Jón Ragnar Höskuldsson
Örn S. Kaldalóns

Stjórn 2023 - 2024
Sæmundur Melstað, formaður
Ágúst Úlfar Sigurðsson
Eggert Ólafsson
Guðmundur Hannesson
Jón Ragnar Höskuldsson
Örn S. Kaldalóns

Stjórn 2022 - 2023
Sæmundur Melstað, formaður
Ágúst Úlfar Sigurðsson
Eggert Ólafsson
Guðmundur Hannesson
Jón Ragnar Höskuldsson
Örn S. Kaldalóns

Fram til ársins 2022 nefndist hópurinn Öldungadeild Ský og kallaðist stjórnin öldungaráð.

Öldungaráð 2021 - 2022
Ágúst Úlfar Sigurðsson
Eggert Ólafsson
Jón Ragnar Höskuldsson
Sæmundur Melstað
Örn S. Kaldalóns

Öldungaráð 2020 - 2021
Anna Kristjánsdóttir
Ágúst Úlfar Sigurðsson
Eggert Ólafsson
Ingólfur Helgi Tryggvason, formaður
Jón Ragnar Höskuldsson
Sæmundur Melstað
Sæþór L. Jónsson
Þorsteinn Hallgrímsson

Öldungaráð 2019 - 2020
Anna Kristjánsdóttir
Ágúst Úlfar Sigurðsson
Eggert Ólafsson
Ingólfur Helgi Tryggvason, formaður
Jón Ragnar Höskuldsson
Sæmundur Melstað
Sæþór L. Jónsson
Þorsteinn Hallgrímsson

Öldungaráð 2018 - 2019
Bergþóra K. Ketilsdóttir, formaður
Anna Kristjánsdóttir
Þorsteinn Hallgrímsson
Jón Ragnar Höskuldsson
Örn Kaldalóns
Ágúst Úlfar Sigurðsson
Bergsveinn Þórarinsson

Öldungaráð 2017 - 2018
Anna Kristjánsdóttir, formaður
Þorsteinn Hallgrímsson, meðstjórnandi
Jón Ragnar Höskuldsson, meðstjórnandi
Örn Kaldalóns, meðstjórnandi
Ágúst Úlfar Sigurðsson, meðstjórnandi
Bergþóra K. Ketilsdóttir, meðstjórnandi
Bergsveinn Þórarinsson, meðstjórnandi

Öldungaráð 2016 - 2017
Þorsteinn Hallgrímsson, formaður
Jón Ragnar Höskuldsson, meðstjórnandi
Örn Kaldalóns, meðstjórnandi
Ágúst Úlfar Sigurðsson, meðstjórnandi
Bergþóra K. Ketilsdóttir, meðstjórnandi
Bergsveinn Þórarinsson, meðstjórnandi

Öldungaráð 2015 - 2016
Þorsteinn Hallgrímsson, formaður
Jón Ragnar Höskuldsson, meðstjórnandi
Örn Kaldalóns, meðstjórnandi
Ágúst Úlfar Sigurðsson, meðstjórnandi
Bergþóra K. Ketilsdóttir, meðstjórnandi
Bergsveinn Þórarinsson, meðstjórnandi

Öldungaráð 2014 - 2015
Þorsteinn Hallgrímsson, formaður
Jón Ragnar Höskuldsson, meðstjórnandi
Örn Kaldalóns, meðstjórnandi
Ágúst Úlfar Sigurðsson, meðstjórnandi
Bergþóra K. Ketilsdóttir, meðstjórnandi
Bergsveinn Þórarinsson, meðstjórnandi

Öldungaráð 2013 - 2014
Þorsteinn Hallgrímsson, formaður
Jón Ragnar Höskuldsson, meðstjórnandi
Örn Kaldalóns, meðstjórnandi
Ágúst Úlfar Sigurðsson, meðstjórnandi
Bergþóra K. Ketilsdóttir, meðstjórnandi
Bergsveinn Þórarinsson, meðstórnandi

Öldungaráð 2012 - 2013
Þorsteinn Hallgrímsson, formaður
Jón Ragnar Höskuldsson, meðstjórnandi
Örn Kaldalóns, meðstjórnandi
Ágúst Úlfar Sigurðsson, varamaður
Sigurður Bergsveinsson, meðstjórnandi
Bergþóra K. Ketilsdóttir, meðstjórnandi

Öldungadeild Ský var stofnuð 22. júní 2004. Stofnfélagar voru 11 og síðla árs 2007 voru þeir orðnir 35.

Starfsemi faghópsins
Upphaf faghópsins má rekja til ráðstefnu um sögu tölvunnar á Norðurlöndum sem haldin var í Noregi í júní 2003, en til að undirbúa íslenskt erindi á hana var hóað saman nokkrum hópi manna. Í kjölfar ráðstefnunnar var ákveðið að koma efni erindisins á framfæri á íslensku, og þá auknu að nöfnum og atriðum sem höfða myndu til heimafólks. Að danskri fyrirmynd var síðan ákveðið að búa starfseminni form í faghópi innan SKÝ. Nánar er skýrt frá aðdragandanum í ársskýrslu 2004, en þar kemur fram að haldnir voru 3 fundir það ár. Í tengslum við einn þeirra var haldið í kynnisför í minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur að geyma nokkrar gagnavinnsluvélar. Efni sem safnast hefur er birt á vef faghópsins, og hefur það aukist jafnt og þétt enda þótt enn vanti umfjöllun um mikilvæga þætti sögunnar.

Annað brýnt verkefni sem fyrir liggur er að afla aðstöðu til að varðveita hlutlægar minjar, gripi. vélar og pappírsgögn. Þó að nokkuð hafi varðveist á söfnum fer margt forgörðum, til dæmis við tiltektir og áherslubreytingar hjá fyrirtækjum.

Ritun sögu upplýsingatækni á Íslandi
Að frumkvæði Öldungadeildar Ský var ráðist í það stóra verkefni árið 2014 að taka sama sögu upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014. Tilefnið var að haustið 2014 voru 50 ár síðan fyrsta alvöru tölvan kom til Íslands og enn margir til frásagnar um hvernig tölvuvæðing á Íslandi hefur verið frá upphafi. Ritunina annaðist upphaflega Þorgrímur Gestsson en við henni tók Anna Ólafsdóttir Björnsson haustið 2015 eftir að Þorgrímur óskaði eftir að hætta í verkinu. Sagan tekur tíu ára tímabil saman og eru ljósmyndir ásamt videóviðtölum einnig hluti af sögunni.

Í ritnefnd voru Arnlaugur Guðmundsson (formaður ritnefndar), Sigurður Bergsveinsson, Frosti Bergsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Gunnar Ingimundarson, Sigríður Olgeirsdóttir, Gísli Már Gíslason, Þorsteinn Hallgrímsson og Arnheiður Guðmundsdóttir. Fyrsta útgáfa af sögunni var sett upp á vef Ský á vordögum 2016 og var svo gefin út á prenti í apríl 2018. Verkefnið var fjármagnað af styrkjum og þakkar félagið öllum þeim sem styrktu verkefnið.

Söguna er hægt að nálgast hér á vefnum Tölvuvæðing í hálfa öld, Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014
Bókin er til sölu í völdum verslunum og hjá Ský.

Hér er hægt að sjá allt um Sögusýningu 30.10.2008 og einnig er hægt að sjá eldri Söguvef Öldungadeildar

Heiðursfélagar Ský

Aðalfundargerð 2021 og skýrsla 2020-2021