Tröllunum fleygt út
Áhugamaður um YouTube hefur búið til síu sem notendur mega beita til að fjarlægja blótsyrði og skammir sem sett eru inn sem ummæli um einstök vídeó. Einnig grisjar sían burt það sem telst lélegt málfar og afleit stafsetning. YouTube er alræmt fyrir óhróður um saklausustu myndskeið en stórtækustu höfundar slíkra skrifa eru kallaðir tröll.