Sá dagur gæti komið að tölvuskjáir verði sveigjanlegir og því hægt að brjóta þá saman eða rúlla upp. Þessar hugmyndir hafa verið viðraðar í vísindaskáldsögum en eru núna raunhæfar. Sá dagur kann til dæmis að renna upp að kornflexpakkar verði með lifandi auglýsingum.