Tímabundið fall á ruslpósti
Rannsókn á vegum dagblaðsins Washington Post leiddi til þess að tvær netveitur vestanhafs lokuðu á aðila sem hefur bersýnilega staðið á bakvið mikinn hluta þess flæðis sem ruslpóstur er. Aðferðin er að nota svokallað botnet en þá eru tölvur nytsamra sakleysingja yfirteknar og notaðar sem endurvarp á pósti. Fögnuðurinn er þó væntanlega skammvinnur þar sem reiknað er með að glæpagengið hreiðri um sig hjá öðrum netveitum.
Sjá nánar