Hádegisverðarfundur um einhverfu

Atvinnumál einhverfra í upplýsingatækni
Umsjónarfélag einhverfra í samvinnu við Ský heldur
Hádegisverðarfund á Grand Hótel föstudaginn 16. janúar nk. kl. 12 – 14

Í tilefni af útgáfu heimildarmyndarinnar „Sólskinsdrengurinn“ mun SKÝ ásamt Umsjónarfélagi einhverfra og aðstandendum myndarinnar standa fyrir hádegisverðarfundi um stöðu einhverfra í atvinnulífinu. Aðal fyrirlesari verður danski frumkvöðullinn Thorkil Sonne en hann hefur hlotið heiðursverðlaun danska Upplýsingatæknifélagsins á árinu 2008 fyrir störf sín í þágu einhverfra. Thorkil hefur með góðum árangri nýtt, þjálfað og skapað verðmæt störf fyrir fólk með einhverfu í upplýsingatækni.  Sjá nánar


Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is