Kveðja til félaga
Kveðja frá Öldungadeild Skýrslutæknifélags Íslands
Öldungadeild Skýrslutæknifélags Íslands hefur það að markmiði að stuðla að varðveislu minja um sögu upplýsingatækninnar á Íslandi. Nærri má því geta að þetta verk og sú alúð og nákvæmni sem Sveinbjörn beitti við það var okkur að skapi, enda sá hann til þess að félagið gæti fylgst með verkum hans og hafði milligöngu um að félaginu yrðu afhentar skrár og myndir ásamt nokkrum minjum úr skjalasafni bankans. Fyrir þetta er félagið afar þakklátt bæði honum og bankanum. Vonandi fáum við í safn okkar þau ritverk Sveinbjörns sem enn bíða heimildar bankans til afhendingar. Vonandi bera eigendur Landsbankans í nútíð og framtíð gæfu til að meta að verðleikum menningargildi vélasafnsins og búa því stað til frambúðar.
Sigríði Magnúsdóttur eiginkonu Sveinbjörns er vottuð innileg samúð, svo og afkomendum og öðrum ástvinum. Blessuð veri minning Sveinbjarnar Guðbjarnasonar.
Jóhann Gunnarsson
formaður öldungadeildar Skýrslutæknifélags Íslands.