Hinc3

 History of Nordic Computing

Ráðstefna um sögu upplýsingatækninnar á Norðurlöndum, hin þriðja í röðinni, HiNC3, verður haldin í Stokkhólmi dagana 18. - 20. október næstkomandi. Ráðstefnan er haldin umdir merkjum vinnuhóps 9.7 hjá IFIP (International Federation for Information Processing), og skipulögð af sænska Skýrslutæknifélaginu í samvinnu við tölvunarfræðideildir háskólanna í Stokkhólmi.

Öldungadeild SKÝ, sem var reyndar stofnuð í framhaldi af fyrstu ráðstenunni (HiNC1, Þrándheimi 2003), stendur fyrir því að kynna málið hér á landi og finna fyrirlesara. Í dagskrár- og ráðgjafarnefndum eru þrír Íslendingar, Stefán Pálsson, sagnfræðingur, Páll Jensson prófessor og Jóhann Gunnarsson skýrsluvélafræðingur.

Vefur ráðstefnunnar er http://dsv.su.se/en/hinc3/ og áhugahópur á Facebook er http://www.facebook.com/group.php?gid=247313569567.

Frestur til að skila inn erindum eða 500 orða ágripum er til 28. febrúar næstkomandi.

Jóhann Gunnarsson
johg@centrum.is

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is