Á fundi Skýrslutæknifélagsins þann 16. desember sl. voru kynntar niðurstöður í nýjustu úttekt forsætisráðuneytisins á opinberum vefjum. Á ut-vefnum er nú að finna skýrslu um niðurstöður könnunarinnar, glærur frá ráðstefnunni og niðurstöður fyrir einstakar stofnanir og sveitarfélög þar sem möguleiki er á að bera sig saman við aðrar stofnanir eða meðaltöl ýmissa hópa.
Sjá nánar á http://www.ut.is/konnun2009/