Dagana 18. og 19. mars verður Upplýsingatæknimessan haldin í fyrsta sinn. Tilgangur hennar er að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar og áhrif hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag. Markmiðið er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja sér tæknigreinar sem svið í háskólum landsins.
Að UT messunni stendur Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Microsoft Íslandi og Samtök iðnaðarins. Nánari upplýsingar er að finna á www.utmessan.is