Dæmi um ávinning af UT

Hið alþjóðlega ráðgjafarfyrirtæki Hackett Group birti á árinu 2010 samanburð á annars vegar fyrirtækjum sem hafa gangsett sérstök verkefni til að auka skilvirkni í ferlastjórnun og hins vegar þeim sem hafa ekki gert slíkt. Skoðaður var kostnaður við bókhald, innkaupaferli og afgreiðslu reikninga. Niðurstöðurnar á mismun í hlutfalli kostnaðar af heildartekjum viðkomandi fyrirtækja eru sláandi.

Bókhald: 0,59 > 1,17 (50%)

Innkaupaferli: 0,64 > 0,82 (22%)

Kostnaður við afgreiðslu reiknings: 558 kr. > 348 kr. (40%)

Mismunurinn felst fyrst og fremst í sjálfvirkni í verkferlum, en þau fyrirtæki sem standa sig best í þessum efnum státa af 55% meiri sjálfvirkni en keppinautarnir, ná næstum tvöföldum afköstum á við samanburðarhóp og sýna 40% færri villur í innheimtu og greiðslum.

Þórhildur H. Jetzek, Skýrr

 

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is