Ný tækni fyrir veggsjónvörp í vændum
Toshiba og Canon hafa tekið höndum saman um nýja tækni sem sameinar kosti LCD-sjónvarpstækja og birtu sem hefðbundin myndlampa tæki bjóða upp á. Ætlunin er að framleiða 15.000 skjái á mánuði, sem verða 50 tommur að stærð.