Óttar Kjartansson
Óttar Kjartansson, fæddur 07.08.1930
Óttar var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á aðalfundi félagsins
29. janúar 2004. Hann var fyrsti starfsmaður félagsins og aðstoðarmaður fyrsta formannsins, Hjörleifs Hjörleifssonar frá 1968-1975, ritari í stjórn félagsins, fyrsti ritstjóri/ábyrgðarmaður Tölvumála og skrifaði m.a. hálfrar aldar sögu Skýrr í bókinni Upplýsingaiðnaður í hálfa öld.
Óttar lést þann 17. apríl 2010 og er hér að finna minningarorð félagsins um hann.