Skip to main content

Baldur Jónsson

Baldur Jónsson, fæddur 20.01.1930
Baldur var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á aðalfundi félagsins í janúar 1997. Hann var forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar frá árinu 1985 til 1999 og jafnframt prófessor í íslenskri málfræði í Háskóla Íslands en hafði þá reyndar verið háskólakennari allt frá því um 1960. Baldur var formaður Íslenskrar málnefndar 1978 til 1988. Einnig má geta þess að hann stjórnaði fyrstu máltölvunarrannsóknum hér á landi 1973 til 1980, Baldur var kjörinn í Vísindafélag Íslendinga 1974 og sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1991.

Orðanefnd hefur starfað á vegum Skýrslutæknifélagsins frá því fljótlega eftir stofnun þess árið 1968 og hefur Baldur átt sæti í orðanefnd félagsins frá árinu 1976. Árið 1983 sendi orðanefndin frá sér fyrstu útgáfu Tölvuorðasafns, sem jafnframt var fyrsta ritið í ritröð Íslenskrar málnefndar. 

Baldur lést þann 28.06.2009 og er hér að finna minningarorð félagsins um hann.