Skip to main content

Jóhann Gunnarsson

Jóhann Gunnarsson, sérfræðingur, fæddur 20.09.1935
Jóhann Gunnarsson var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á ársfagnaði félagsins 14. febrúar 1992. Hann hefur unnið í fjármálaráðuneytinu sem sérfræðingur í upplýsingatækni frá 1987. Hann sat í Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið 1997 til 2002 og var formaður síðasta árið. Hefur unnið mikið að stöðlun í upplýsingatækni, hafði m.a. frumkvæði að samræmingu á stafatöflum PC-tölva árið 1985, var fyrsti formaður Fagráðs í upplýsingatækni og situr nú (2004) í stjórn þess. Var meðal stofnenda Suris, sem rak Internetsamband Íslendinga við útlönd fyrstu árin, sat í stjórn Nordunet, samtaka um tölvunet norrænna háskóla og hefur setið í vinnuhópum á upplýsingatæknisviði bæði í norrænni samvinnu og á vegum Evrópusambandsins. Jóhann var forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans 1982-1983 og síðan framkvæmdastjóri til 1987. Starfaði hjá IBM á Íslandi frá 1959 til 1982, lengst af sem stjórnandi tæknideildar. 1978 til 81 vann hann í höfðustöðvum IBM fyrir Evrópu í París. Sat í fyrstu orðanefnd Skýrslutæknifélagsins og hefur flutt allmörg erindi á fundum þess. Hefur barist fyrir því í gegnum tíðina að heiti félagsins verði ekki breytt.