Skip to main content

Bjarni Pétur Jónasson,

Bjarni Pétur Jónasson, forstjóri, fæddur 09.12.20, dáinn 03.12.92
Bjarni var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á 20 ára afmælisfundi félagsins 6. apríl 1988. Bjarni var forstjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur í 17 ár. Undir forystu hans var tölvan keypt til landsins, 1964. Á árunum eftir 1970 voru tekin byltingarkennd skref í hönnun opinberra upplýsingakerfa. Á þessum árum var þeim breytt úr spjaldakerfum í fullkomlega tölvuvædd upplýsingakerfi. Á þessum árum leiddi Bjarni SKÝRR í gegnum skeið mikilla sviptinga.