Skip to main content

Klemens Tryggvason

Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, fæddur 10.09.1914, dáinn 05.07.1997
Klemens var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á 20 ára afmæli félagsins 6. apríl 1988. Klemens var höfundur að vélvæddri skáningu íbúa landsins. Þjóðskráin hér á landi er sennilega brautryðjendastarf á sínu sviði í heiminum. Tilsvarandi skrár voru ekki stofnaðar í öðrum löndum fyrr en löngu eftir að Hagstofan hafði leyst vandamál okkar. Á þeirri reynslu sem fékkst af þjóðskránni var síðan byggt þegar fasteignaskrá, bifreiðaskrá og aðrar opinberar tölvuskrár voru stofnaðar. Þá má ekki gleyma þætti Klemensar sem stjórnarformanns SKÝRR. Hann var stjórnarformaður fyrirtækisins þegar fyrsta tölvan var keypt til landsins.