Skip to main content

Otto A. Michelsen

Otto A. Michelsen, forstjóri, fæddur 10.06.1920, dáinn 11.06.2000
Otto var gerður að heiðusfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á 20 ára afmæli félagsins 6. apríl 1988. Otto flutti fyrstu tölvurnar til Íslands. Undir stjórn hans vann IBM á Íslandi mikið brautryðjendastarf við markaðssetningu á tölvubúnaði. IBM var fyrsta fyrirtækið sem skildi sérstöðu íslenska tölvumarkaðsins og lagaði starfsemi sína að þörfum hans. Önnur fyrirtæki sem komu á eftir tóku upp marga af starfsháttum IBM.