Skip to main content

Hjörleifur Hjörleifsson

Hjörleifur Hjörleifsson, fjármálastjóri, fæddur 18.05.1906, dáinn 20.04.1979
Hjörleifur var gerður að heiðursfélaga á aðalfundi félagsins 24. mars 1978, á 10 ára afmæli félagsins. Hjörleifur var aðalstofnandi Skýrslutæknifélags Íslands og formaður þess frá 1968-1975 og mótaði á þeim tíma starfshætti þess. Hann var einn af frumkvöðlum vélrænnar gagnavinnslu á Íslandi. Hjörleifur vann að því hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur að alphabetískar skýrslugerðarvélar voru fengnar þangað árið 1952 en 28. ágúst það ár voru Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar stofnaðar. Hjörleifur var fyrsti íslendingurinn sem sæmdur var Hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf að gagnavinnslumálefnum.