Skip to main content

Hjörleifur Hjörleifsson

Hjörleifur Hjörleifsson, fjármálastjóri
Fæddur 18. maí 1906
Dáinn 20. apríl 1979

Hjörleifur var gerður að heiðursfélaga á aðalfundi félagsins 24. mars 1978, á 10 ára afmæli félagsins.

Hjörleifur var aðalstofnandi Skýrslutæknifélags Íslands og formaður þess frá 1968-1975 og mótaði á þeim tíma starfshætti þess. Hann var einn af frumkvöðlum vélrænnar gagnavinnslu á Íslandi.

Hjörleifur vann að því hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur að alphabetískar skýrslugerðarvélar voru fengnar þangað árið 1952 en 28. ágúst það ár voru Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar stofnaðar. Hjörleifur sat í stjórn Skýrsluvéla (SKÝRR) á árunum 1962- 1976 og var formaður stjórnarinnar 1971-1974.

Hjörleifur var fyrsti íslendingurinn sem sæmdur var Hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf að gagnavinnslumálefnum.

Minningarorð í Tölvumálum, 4. árgangur 1979, 5. Tölublað (01.09.1979): https://timarit.is/page/2356653?iabr=on