Skip to main content

Orðanefnd og Tölvuorðasafn

Fljótlega eftir stofnun Skýrslutæknifélags Íslands var hafist handa um að safna íslenskum orðum um tölvur og gagnavinnslu og þýða erlend orð. Í þessu skyni var stofnuð orðanefnd á vegum félagsins árið 1968. Hefur nefndin unnið ötullega að því að koma með tillögur að íslenskum orðum í tölvuheiminum og stuðla þannig að því að góð íslensk orð séu notuð í tölvugeiranum.

Tölvuorðasafnið er vistað í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og bætast þar inn reglulega ný orð og þýðingar.
Orðanefndin heldur úti Facebook hópnum Íslensk tölvuorð þar sem fara oft fram líflegar umræður um orð.
Allar hugmyndir og ábendingar um tölvuorð má senda á sky@sky.is


Hér fyrir neðan er listi yfir þá sem hafa starfað í orðanefndinni frá upphafi. Þeir fjórir nefndarmenn sem störfuðu i nefndinni 1978 til 2013 undirbjuggu fimm útgáfur af Tölvuorðasafninu, 1983, 1986, 1998, 2005 og 2013. Fimmta útgáfan frá 2013 var eingöngu gefin út rafrænt og er nú aðgengileg til leitar í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hér má fletta upp orðum í 5. útgáfu af Tölvuorðasafninu og hér má skoða Tölvuorðasafnið.

Saga Tölvuorðasafnsins 1968 til 2013


Orðanefndir frá upphafi:

Orðanefnd 2024 - 2025
Arnheiður Guðmundsdóttir, Ský
Ásta Kristín Helgadóttir Wiium, Utanríkisráðuneytið
Guðmundur Friðrik Magnússon
Guðmundur Hafsteinn Viðarsson, Háskóli Íslands
Linda Björk Bergsveinsdóttir, Ský
Ólafur Andri Ragnarsson
Sigurður Emil Pálsson, Utanríkisráðuneytið
Stefán Ólafsson, Háskólinn í Reykjavík
Torfi Þórhallsson, Háskólinn í Reykjavík
(Ágústa Þorbergsdóttir hjá Árnastofnun til stuðnings)

Orðanefnd 2023 - 2024
Arnheiður Guðmundsdóttir, Ský
Ásta Kristín Helgadóttir Wiium, Utanríkisráðuneytið
Guðmundur Friðrik Magnússon
Guðmundur Hafsteinn Viðarsson, Háskóli Íslands
Linda Björk Bergsveinsdóttir, Ský
Ólafur Andri Ragnarsson
Sigurður Emil Pálsson, Utanríkisráðuneytið
Stefán Ólafsson, Háskólinn í Reykjavík
Torfi Þórhallsson, Háskólinn í Reykjavík
(Ágústa Þorbergsdóttir hjá Árnastofnun til stuðnings)

Orðanefnd 2022 - 2023
Arnheiður Guðmundsdóttir, Ský
Ásta Kristín Helgadóttir Wiium, Utanríkisráðuneytið
Guðmundur Friðrik Magnússon, Sahara
Linda Björk Bergsveinsdóttir, Ský
Ólafur Andri Ragnarsson, Háskólinn í Reykjavík
Sigurður Emil Pálsson, Utanríkisráðuneytið
Stefán Ólafsson, Háskólinn í Reykjavík
Torfi Þórhallsson, Háskólinn í Reykjavík
(Ágústa Þorbergsdóttir hjá Árnastofnun til stuðnings)

Orðanefnd 2021 - 2022
Arnheiður Guðmundsdóttir, Ský
Ásta Kristín Helgadóttir Wiium, Utanríkisráðuneytið
Guðmundur Friðrik Magnússon, Sahara
Hafsteinn Einarsson, Háskóli Íslands
Linda Björk Bergsveinsdóttir, Ský
Ólafur Andri Ragnarsson, Háskólinn í Reykjavík
Sigurður Emil Pálsson, Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið
Torfi Þórhallsson, Háskólinn í Reykjavík
(Ágústa Þorbergsdóttir hjá Árnastofnun til stuðnings)

Orðanefnd 2020 - 2021
Arnheiður Guðmundsdóttir
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Linda Björk Bergsveinsdóttir
Sigurður Emil Pálsson
Torfi Þórhallsson
Viktor Jón Helgason
Guðmundur Friðrik Magnússon

Orðanefnd 2019 - 2020
Arnheiður Guðmundsdóttir
Linda Björk Bergsveinsdóttir
Sigurður Emil Pálsson

Orðanefnd 2018 - 2019
Heiða Dögg Jónsdóttir
Sigurður Emil Pálsson
Þorvarður Kári Ólafsson

Orðanefnd 2017 - 2018
Heiða Dögg Jónsdóttir
Sigurður Emil Pálsson
Þorvarður Kári Ólafsson

Orðanefnd 2016 - 2017
Heiða Dögg Jónsdóttir
Birna Guðmundsdóttir
Jón Ragnar Höskuldsson
Sigurður Emil Pálsson
Þorvarður Kári Ólafsson

Orðanefnd 2009 - 2013
Sigrún Helgadóttir
Þorsteinn Sæmundsson
Örn S. Kaldalóns

Orðanefnd 1979 - 2009
Baldur Jónsson
Sigrún Helgadóttir
Þorsteinn Sæmundsson
Örn S. Kaldalóns

Orðanefnd 1978 - 1979
Baldur Jónsson
Grétar Snær Hjartarson
Jón A. Skúlason
Sigrún Helgadóttir
Þorsteinn Sæmundsson
Örn S. Kaldalóns

Orðanefnd 1976 - 1978
Baldur Jónsson
Bjarni P. Jónasson
Jóhann Gunnarsson
Jón A. Skúlason
Þórir Sigurðsson

Orðanefnd 1971 - 1976
Bjarni P. Jónasson
Jóhann Gunnarsson
Jón A. Skúlason
Þórir Sigurðsson

Orðanefnd 1968 - 1971
Bjarni P. Jónasson
Einar Pálsson
Gunnar Ragnars
Oddur Benediktsson