Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Upplýsingatækniverðlaun Ský 
- opið var fyrir tilefningar til 10. janúar 2019

UT-verðlaun Ský verða veitt í tíunda sinn á UTmessunni þann 8. febrúar 2019. Um er að ræða heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.  Hvetjum alla til að senda inn rökstuddar tillögur að því hver eigi skilið að fá UT-verðlaunin 2019.

Nýir verðlaunaflokkar!

UT-verðlaun Ský verða veitt á UTmessunni á föstudag, en undanfarin ár hafa verið veitt heiðursverðlaun fyrir fyrirtæki, stofnanir eða einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til samfélagsins í upplýsingatækni. Í tengslum við UTmessuna 2019 var ákveðið í tilefni af 50 ára afmælisári Ský að bæta við þremur verðlaunaflokkum. Þeir eru UT-fyrirtækið, UT-stafræna þjónustan og UT-sprotinn. Þau verðlaun miðast við afrek árið 2018.

Eftirfarandi eru tilnefnd til nýju verðlaunaflokkanna og verða vinningshafar tilkynntir í lok UTmessu á verðlaunahátíð í Eldborg Hörpu kl. 17:00 föstudaginn 8. febrúar. Sem fyrr er ekki gefið upp hverjir eru tilnefndir til aðalverðlaunanna, Upplýsingaverðlauna Ský; heiðursverðlaun fyrir  framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin.

UT-fyrirtækið 2018:

UT-fyrirtæki ársins er flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa unnið sérstaklega gott starf á árinu 2018 og hafa náð góðum árangri með einum eða öðrum hætti, á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðaljósi.

Nox Medical Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa fengið jafn mikla umfjöllun fyrir góðan árangur á UT sviðinu en Nox Medical. Nox medical hefur skapað sér sérstöðu á sviði svefnrannsókna í heiminum. Nox medical hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar og verkefni.

Meniga Meniga kerfið hefur farið sigurför um heiminn síðastliðinn ár og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hug­búnaður Meniga hef­ur verið inn­leidd­ur hjá yfir 80 fjár­mála­stofn­un­um um allan heim og er hann aðgengi­leg­ur yfir 65 millj­ón manns í 30 lönd­um. Meðal við­skipta­vina Meniga eru marg­ir stærstu bankar heims.

Marel Fá íslensk tæknifyrirtæki eiga sér jafn langa og árangursríka sögu og Marel. Marel hefur allt frá upphafi nýtt upplýsingatækni í þróun sinni og framleiðslu. Síðastliðin misseri hefur Marel nýtt gervigreind ýmiskonar við þróun sína. Marel er vel þekkt á sínu sviði um heim allan.

UT–stafræna þjónustan 2018:

UT- Stafræn þjónusta flokkurinn er ætlað lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk.

Leggja.is Með appinu leggja.is er ekki lengur þörf á að vera smápeninga til að greiða í gjaldskyld bílastæði. Þægindin sem þetta app hefur skilað til notenda sinna er óumdeilanlegt. Það má segja að með leggja.is hafi íslensk app þróun farið á flug.

Mentor.is Í dag hafa foreldrar aðgang að mentor.is til að fylgjast með daglegu starfi barna sinna í grunnskólum landsins, Þetta er mikill munur frá því sem áður var. Einkunnagjöf, skilaboð frá kennurum og skóla, samskipti foreldra og fleira tengt grunnskólastarfinu er mun einfaldara.

Dohop Íslenski flug­leit­ar­vef­ur­inn Dohop hefur nýst mörgum vel síðustu ár. Dohop sameinar á einum stað framboð á flugi og hjálpar þannig við leit að hentugu flugi á einfaldan hátt. Í des. 2018 var Dohop vefurinn val­inn besti flug­leit­ar­vef­ur­inn (e. World’s Lea­ding Flig­ht Comp­ari­son Website 2018) við hátíðlega at­höfn hjá World Tra­vel Aw­ards í Lissa­bon. Var það þriðja árið í röð sem Dohop hlýt­ur þessa viður­kenn­ingu.

UT-Sprotinn 2018:

UT- sprotinn er hugsað fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin 5-6 ár og eru að bjóða lausnir sem hafa vakið athygli.

Sidekick Health Sidekick Health er skemmtileg hugmynd sem þróuð er til að leikjavæða heilsuátök og gera fólki þannig kleift að keppa við vini og vinnufélaga í að ná sem bestum árangri í heilsutengdum verkefnum. Sidekick Health er frábær leið til að efla lýðheilsu einstaklinga og hefur það unnið til fjölda verðlauna um allan heim og er notað í fjölmörgum löndum

Medilync Hugmyndin að Medilync snýst um það að einfalda lyfjajöf sykursjúkra og þar með auka lífsgæði. Medilync hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir hugmyndir sínar og þróun.

Syndis Fá fyrirtæki á Íslandi hafa verið jafn áberandi á sviði öryggismála og Syndis. Segja má að Syndis séu orðið að ímynd upplýsingaöryggis á Íslands. Hjá Syndis starfa sérfræðingar sem þekktir eru um heim allan fyrir störf sín í upplýsingaöryggi. Starfsmenn Syndis hafa fundið stóra öryggisgalla í vörum og þjónustu frá stórum og þekktum framleiðendum.

---

Kíktu hér á hverjir hafa unnið UT-verðlaunin síðustu ár 

2017 - 2018 Yfirlit yfir dagskrá Ský

Drög að ráðstefnudagskrá Ský veturinn 2017 - 2018

Efni og tímasetningar verða settar inn þegar nær dregur hverjum viðburði en oftar en ekki er um hádegisverðarfundi að ræða kl. 12-14.

DAGUR          YFIRSKRIFT UNDIRBÚNINGUR OG ÁBYRGÐ
30. ágúst Fagmennska í íslenskum vefbransa Vefhópur
27. sept Heitustu málin framundan í UT Stjórn Ský
18. okt. Veður og vindar í öryggismálum Öryggismál
8. nóv Hugbúnaðarráðstefnan Hugbúnaðargerð
22. nóv Nýjasta í rekstri Rekstur tölvukerfa og faghópur um öryggismál
30. nóv UT-dagurinn Innanríkisráðuneyti og Ský
6. des. Þróun starfs vefstjórans Vefsjórnun
10. jan. Tæknileg útfærsla á skýjalausnum Rafræn opinber þjónusta
2. og 3. feb UTmessan 2018 - ráðstefna og sýning í Hörpu Ský
21. feb. Heilbrigðisráðstefnan Fókus
26. feb Aðalfundur Öldungadeildar Öldungadeild
28. feb Aðalfundur Ský Stjórn Ský
14. mars Erum við betur stödd með að nota nútíma tækni
eða er hún að hamla okkur í lærdómi? 
Menntun, fræðsla og fræðistörf í UT
21. mars Vefverslun Vefstjórnun
18. apríl ? Hugbúnaðargerð
2. maí ? Fjarskiptamál
16. maí ? Rekstur tölvukerfa 
23. maí ? Vefstjórnun og öryggishópur