Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Upplýsingatækniverðlaun Ský 
- opið fyrir tilefningar

UT-verðlaun Ský verða veitt í tíunda sinn á UTmessunni þann 8. febrúar 2019.  Um er að ræða heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.  Hvetjum alla til að senda inn rökstuddar tillögur að því hver eigi skilið að fá UT-verðlaunin 2019.

Nýir verðlaunaflokkar!

Til viðbótar við UT-verðlaunin er hægt að tilnefna til nokkurra nýrra aukaflokka og skal miða það við afrek á árinu 2018:

          Ský-Sprotinn 2018
          Ský-Stafræn þjónusta 2018
          Ský-Tölvuleikurinn 2018
          Ský-Fyrirtækið 2018

Allar tilnefningar skal senda í tölvupósti á sky@sky.is og skulu þær vera vel rökstuddar. 

Kíktu hér á hverjir hafa unnið UT-verðlaunin síðustu ár  (þeir geta ekki unnið aftur)