Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Displaying items by tag: app

Petraog audurSnapchat er snjallsímaforrit sem virkar þannig að notendur skiptast á að senda myndir og myndskeið sín á milli í allt að 10 sekúndur. Einnig er hægt að deila myndum og myndskeiðum í svokallaða “My Story”, en það er sýnilegt öllum sem eru vinir þínir á Snapchat í allt að 24 klukkustundir. Stofnendur Snapchat eru þeir Evan Spiegel, Bobby Murphy og Reggie Brown sem gerðu þetta forrit upphaflega sem skólaverkefni þegar þeir voru nemendur við Stanford háskóla. Snapchat var fyrst gefið út í apríl 2011 undir nafninu Picaboo en var síðar breytt í Snapchat. Fyrirtækið er metið á 10-20 billjónir dollara. Stofnendurnir eiga fyrirtækið sjálfir í dag en þess má geta að þeir höfnuðu til dæmis Facebook og Google þegar þessi stórfyrirtæki reyndu að kaupa Snapchat. Til að fá hugmynd um hversu vinsælt Snapchat er þá eru 8796 myndum deilt á Snapchat á hverri sekúndu.