Vefútgáfa Tölvumála birtist nú á forsíðu Ský og er sett inn ný grein vikulega.
Það er ósk okkar í ritnefnd að þessi síða verðir frjór vettvangur fyrir greinaskrif um upplýsingatækni en einnig grunvöllur fyrir umræður. Hér verða birtar jafnt og þétt greinar um upplýsingatækni en einnig boðið upp á spjall (blogg) um greinarnar. Miðað er við að greinar komi út á hádegi á fimmtudögum og í framhaldinu verði hægt að blogga um greinina. Tekið verður við greinum á ensku sé þess óskað.
Nánari upplýsingar eru hér: Til greinahöfunda
Árlega er fyrirhugað að safna saman greinum af þessari síðu, bæta við nýjum og gefa út á prenti á sama formi og síðustu ár.
Þeir sem hafa áhuga á að koma efni á síðuna eru beðnir að senda hana á ritstjóra Tölvumála, Ásrúnu Matthíasdóttur asrun@ru.is