Tolvumal haus nyr

 

Tímaritið Tölvumál kemur út í haust og óskað er eftir greinum í blaðið.

Þemað í ár er „Gervigreind“ í víðu samhengi.  Einnig er tekið við greinum um annað áhugavert efni tengdu tækni.

Skilafrestur greina er til og með 15. júní 2023.

Greinar og fyrirspurnir skal senda á ritstjóra Tölvumála, Ástu Gísladóttur á netfangið asta@astriki.is.
Hér eru leiðbeiningar til greinahöfunda.

Alltaf er tekið við greinum fyrir Tölvumál á vefnum en þar birtist ný grein í hádeginu á fimmtudögum. Um að gera að senda á okkur ef þú ert að vinna í áhugaverðu verkefni.

Viltu taka þátt í starfi ritnefndar?
Alltaf er pláss fyrir gott fólk sem er vel tengt og getur aðstoðað við að útvega greinar og annað áhugavert efni. Það ekki er skilyrði að vera sérfræðingur í íslensku til að taka þátt í ritnefnd Tölvumála.

 

tolvumal haus

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is