Skip to main content
15. apríl 2021

Nýjar kennsluaðferðir í heimsfaraldri

mariaFrá því að COVID-19 fór að láta til sín segja í byrjun síðastliðið árs hefur margt þurft að breytast og aðlagast og er skólakerfið engin undantekning. Í byrjun apríl 2020 voru 1.47 milljarða nemenda sem máttu ekki mæta í skóla sökum veirunnar (School closures, 2020) og þurfti námið því að flytjast yfir á rafrænt form til þess að nemendur gætu haft aðgang að því heima.  

Rannsóknir hafa sýnt fram á að nemendum gengur almennt betur í rafrænu námi, en nemendur læra allt að fimm sinnum hraðar og ná að meðtaka um 25%-60% meiri upplýsingar í gegnum rafrænt nám á meðan nemendur ná einungis að meðtaka 8%-10% af upplýsingum í hefðbundni skólagöngu (Karla Gutierrez, 2016). En þetta er sökum þess að nemendur hafa betri stjórn á námi sínu þegar það fer fram í gegnum netið. Nemendur geta lært á þeim hraða sem þeir þurfa, hvort sem það þýðir að bruna í gegnum kafla sem þeir skilja vel eða doka lengur við þá kafla sem þeir eiga í erfiðleikum með. Auk þess geta kennslustundir oft verið erfiður staður til að einbeita sér, nemendur sem eiga erfitt með að sitja kjurrir og hlusta á kennarann í 60-90 mínútur eiga það til að trufla kennslustundir og þar af leiðandi skemma fyrir þeim sem vilja nýta þennan tíma í að fylgjast með og læra (Veronique Mintz, 2020).

Það eru þó líka ókostir við raftrænt nám, bæði félagslegir og samfélagslegir. Nemendur í rafrænu námi sakna þess að oft að hitta vini sína í skólanum og sakna skólaviðburða eins og böll og þess háttar. Helsti ókosturinn er þó að margir nemendur hafa ekki greiðan aðgang að neti eða tölvu og heimilisaðstæður margra bjóða ekki upp á friðsælan og góðan stað til að stunda nám.

Samkvæmt rannsóknunum sem ég vitna í hér að ofan þá eykur rafrænt nám námsgetu nemenda um helling og því gæti verið góð stefna að reyna sameina rafrænt nám og hefðbundið nám. Ef innleiða ætti eitthvað af þessum kennsluaðferðum eftir að faraldrinum líkur þyrftu skólar að komast til móts við þá nemendur sem hafa ekki aðgengi að tölvum eða neti heima hjá sér og á sama tíma myndu þeir koma til móts við þá sem eiga erfitt með að einbeita sér heima. Með því að bjóða nemendum tölvuaðstöður í skólanum gætu kennarar tekið upp fyrirlestra og nemendur horft á þá í tölvum skólans ef þeir þurfa eða vilja. Þá gætu kennarar einnig boðið nemendum að hitta sig í persónu ef þeim vantar aðstoð við eitthvað sérstakt. Þannig geta nemendur nýtt þá möguleika sem rafrænt nám býður upp á, að horfa á fyrirlestra á þeim hraða sem þeim hentar og geta gert það í rólegu umhverfi sem býður upp á netsamband. Ég tel að þeir skólar og svæði sem geta boðið upp á svoleiðis þjónustu myndu græða töluvert á því, og þeir nemendur sérstaklega líka. 

Þetta kennslufyrirkomulag væri þó ekki besti möguleikinn fyrir öll börn, þá sérstaklega ung börn sem þurfa að læra samskiptahæfileika og læra þá helst í kennslustofunni. Ung börn læra með því að snerta, fikta og prufa og þá væri ekki besta leiðin til þess að stinga þeim fyrir framan tölvuskjá (Syrus Razavi, 2020). Ég hugsa að þetta fyrirkomulag myndi henta best börnum á unglingastigi og upp úr.

Það gæti líka verið erfitt að kynnast bekkjarfélögum og eignast vini ef það væru ekki hefðbundnar kennslustundir, því hugsa ég að rafrænt nám væri frábær viðbót við hefðbundna kennslu. Þar sem nemendur hafa aðgang að fyrirlestrum og námsefni á netinu og hafa aðgang að tölvum í skólanum til þess að vinna með efnið. En að bjóða einnig upp á kennslustundir í skólanum með öllum bekknum, það efni sem erfitt er að læra í gegnum tölvur eins og íþróttir, smíði, heimilisfræði og þær greinar sem þarnast nánari samstarfi við bekkjarfélaga og kennara. Skólinn er félagslegur staður, þar sem börn eignast vini, mynda bönd og læra á reglur samfélagsins. Með því að blanda saman rafrænu námi við hefðbundið nám geta  skólar nýtt það besta úr báðum heimum, bæði að gefa nemendum tækifæri að læra námsefnið á sínum hraða og auka þannig námsgetu sína, en einnig að hafa kennslustundir og aðgengi fyrir nemendur til að kynnast fólkinu í kringum sig og að eignast vini.

Höfundur: María Mjöll Hrafnsdóttir

Heimilidir

Karla Gutierrez. (2016). Facts and Stats That Reveal The Power Of eLearning [Infographic]. SHIFT eLearning.

https://www.shiftelearning.com/blog/bid/301248/15-facts-and-stats-that-reveal-the-power-of-elearning

School closures due to COVID-19. (2020). UNESCO

https://en.unesco.org/covid19/educationresponse

Syrus Razavi. (8. október 2020). Does Distance Learning Work for All Age Groups? Medium

https://medium.com/memley/does-distance-learning-work-for-all-age-groups-f249e2107d4a

Veronique Mintz. (5. maí 2020). Why I’m Learning More With Distance Learning Than I Do in School. The New York Times.

https://www.nytimes.com/2020/05/05/opinion/coronavirus-pandemic-distance-learning.html?action=click&module=RelatedLinks&pgtype=Article

Skoðað: 270 sinnum

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Útgefin Tölvumál á prentformi

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála