Skip to main content
18. mars 2021

Tæknilausnir fyrir lesblinda

þorgerdurMín reynsla í námi sem lesblindur nemandi

Þegar ég var í skóla var verið að reyna að innleiða kennsluaðferð til að einfalda lestur og skilning fyrir lesblinda nemendur en á þeim tíma var ekki til eins mörg mismunandi tæki og tól eins og eru til staðar í dag. Mín skólaganga var ekki sú einfaldasta, það tók mig miklu lengri tíma en flesta aðra að klára verkefni eða lesa bækur sem áttu í raun að vera auðlesnar. Eins mikið og kennarar reyndu að leggja sitt afmörkum til að gera allt sem þeir gátu til að einfalda lestur og skilning okkar á efninu gekk það hreinlega ekki alltaf vel fyrir sig.

Margar leiðir voru prófaðar, svo sem að láta okkur hlusta á geisladiska með fyrirfram ákveðnu efni, lesa upp fyrir okkur próf eða prenta verkefni á gul blöð. Þó að þessar leiðir einfölduðu að vissu leiti einhvað námið þá var það aldrei á sama stigi og aðrir nemendur náðu að læra og lesa frá mínu sjónarhorni. Það að þurfa að taka lengri tíma og þurfa að lesa sama hlutinn oftar var rosalega erfitt þar sem ég var nánast alltaf að biðja um aðstoð eða að fá einhvern til að lesa yfir allan texta eða ritgerðirsem ég gerði því stundum var bara ekki hægt að lesa það sem ég skrifaði útaf stafsetningavillum og að ég stundum týndi því hvar ég var og byrjaði á einhver allt öðru efni sem passaði ekki við það sem ég hafði skrifað áður.

Tæknin í dag og áhrif hennar

Í dag höfum við svo mörg mismunandi tækni og tæki sem gætu einfaldað nám svo margfalt meira en var hægt á mínum tíma. Strax í dag eru komin upp forrit eins og Storytel sem gefur okkur gífurlega valmöguleika sem hægt er að nýta í námi en ekki bara einkanotkun. Svona forrit einfaldar mikið aðgengi fyrir nemendur eins og mig. Áður þurfum við að skrá okkur í hljóðbókasafnið og leigja geisladiska fyrir ákveðnar bækur sem oft voru bara ekki til eða ekki komnir. Hljóðbókasafnið hefur breyst mikið með tímanum, þeir hafa sett upp sitt eigið forrit til að bæta bæði aðgengi og valmöguleika tækja og því er hægt að nýta þetta forrit á spjaldtölvum og/eða snjallsíma. Með því geta nemendur núna verið hvar sem er hvenær sem er og í raun lesið efnið á þeirra hraða og tíma.

Í dag höfum við þann valmöguleika að búa til forrit sem ætti að geta gert meira, svo sem að geta tekið hvaða texta sem er og lesið hann upphátt til að einfalda lestur.

Tækni sem mér finnst ómissanleg í mínu dags daglega lífi

Þau forrit sem ég notast við nær daglega er t.d. frítt Stafsetninga-villu forrit sem lætur mig vita ef ég hef skrifað orð vitlaust og hvernig það á að vera skrifað. Áður þurfti ég að kaupa sérstaklega geisladisk sem innihélt gamla forritinu Púkinn. Svo má nefna forrit eins og f.lux (eða flux) sem gerir mér kleift að breyta hvernig birtan er á tölvuskjánum mínum. Með því get ég gert skjáinn minn gulan þegar ég þarf að vinna verkefni sem er á hvítum bakgrunni verður það margfalt einfaldara að lesa efnið og styttir því tímann sem það tekur fyrir mig að lesa. Einnig nefni ég hér Audible, með því get ég keypt bækur sem mig langar að lesa og fengið upplesna útgáfu á þeirri bók beint í símann á met hraða.

Lokaorð

Með tímanum bætum við alltaf við tækni þar sem við erum að breyta og bæta okkur á hverjum degi í þessum efnum. Því tel ég að bara á nokkrum árum verður námið einfaldara og tekur styttri tíma heldur en það tók þegar ég var í t.d. grunnskóla. Lesblindir nemendur verða öruggari og skilningur þeirra á því efni sem þeir þurfa að lesa fyrir námið batnar með aðstoð tækninnar.

Höfundur: Þorgerður Erla Andrésdóttir nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir

https://www.storytel.com/is/is/hljodbaekur

https://www.audible.com/

https://justgetflux.com/

https://www.blind.is/is/thjonusta/hljodbokasafn-islands

Skoðað: 814 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála