Skip to main content
8. apríl 2021

Af hverju er Kahoot eitt besta tólið til að lata krakka læra?

Zakarias Kahoot er fyrirtæki sem var eitt af þeim fyrstu að koma með spurningarkeppni á netinu, en beta útgáfa síðunnar kom á markað í mars árið 2013. En það var ekki fyrr en í september sama ár sem hlutirnir fóru að gerast hjá Kahoot þegar vefsíðan var opnuð fyrir almenning. Ef við spólum nú 8 ár fram í tímann þá hafa á seinustu mánuðum hafa fleiri en 250 milljón spurningaleikir verið spilaðir með rúmlega 1,5 milljarða af spilurum í yfir 200 löndum.

Af hverju erum við að fara yfir sögu Kahoot? Jú það er til þess að gefa ykkur smá hugmynd um hversu hratt tæknifyrirtækin eru að vaxa og hver ágóðinn getur verið af nýjugum, Kahoot er orðinn einn sá vinsælasti og besti miðillinn til að halda spurningarkeppnir á netinu fyrir nemendur, vinahópa eða fjölskyldur. 

Ástæðuna fyrir velgengni Kahoot má rekja til þess að viðmót síðunnar er einstaklega skiljanlegt fyrir notanda, það eina sem þú þarft að gera sem keppandi er að slá inn kóða og BAM! Þú ert kominn í leikinn, einfaldara gæti það nú ekki verið. Málið verður aðeins flóknara þegar þú þarft að búa til leikinn, sem sagt leikstjórnandi, en þú getur líka fengið tilbúnar spurningar keppnir þar sem þú þarft ekki að gera neitt til að byrja leika. 

Og þá kem ég að því af hverju þetta er svo gott tól fyrir krakka. Við höfum öll verið krakkar, krakkar vilja eyða meiri tíma með vinum heldur en eldra fólk og þau þrífst á félagsskap hvort það sé í gegnum tölvuleiki eða annað. Ástæðan af hverju ég er að skoða þessa leið í námi er það að ég á ótal marga vini sem að fóru í menntaskóla og hættu eftir stuttan tíma. Ég gerði smá könnun hjá þessu fólki og algengustu svörun voru þau að það var ekki nægur tími, alltof erfitt og ekki fyrir þau. En á sama tíma höfðu þau áhuga á því sem þau voru að læra. Þegar við skoðuðum þetta aðeins dýpra og þá fannst flestum hræðilegt hvernig áfangar/námskeið voru sett upp og hversu erfitt þeim fannst að læra með þeim kennsluaðferðum sem voru notaðar.

Við vitum öll sem höfum farið í gegnum þetta, að námið getur verið strembið og þetta er ekki alltaf dans á rósum, oft lenda mörg verkefni saman þar sem þú þarft að lesa mörghundruð blaðsíður bara til að geta komist eitthvað áfram í verkefnunum. Þetta er eitt af því helsta sem ýtir fólki í burtu úr menntakerfinu.

Mér finnst Kahoot vera einn af þeim kostum sem er klárlega vert að skoða þegar það kemur að kennsluaðferðum. Ég er alls ekki að segja að þetta sé lausn fyrir alla eða að þetta séu einverjir töfrar. En þetta er byrjunarreitur og við ættum að vera að byrja með nokkra svona prufureiti til að sjá hvað virkar og þá er hægt að þróa forritin eða námsefnin betur, þannig það henti flestum.

Kahoot hefur verið að prófa þetta form með nokkrum skólum í USA þar sem þeir prufa að nota spurningarkeppni þar sem nemendur geta tekið þátt að vild. Niðurstaðan er að krakkar sem eru að taka þátt í þessu eru almennt að standa sig betur í náminu en hinir.

Að lokum vil ég skora á að mennta- og grunnskólar að ýta undir aðrar/nýjar lausnir þegar það kemur að því að læra, því að eins og kerfið er í dag þá er þetta klárlega ekki fyrir alla og þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.

Því meiri menntun í landinu því meiri þekking, því meiri þekking því betur verður íslenska samfélagið statt.

Höfundur: Zakarías Friðriksson, nemi og frumkvöðull 

Skoðað: 506 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála